Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.06.2015, Qupperneq 9
Olíuflekkur lá á sjónum við olíuhöfn- ina í Örfirisey í gær og virtist flekkurinn teygja sig yfir nokkur hundruð metra svæði meðfram hafnarbakkanum og í austurátt. Engir viðbragðsaðilar voru komn- ir á staðinn þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði um miðjan dag í gær, en að sögn hans var mikil olíulykt á staðnum. Síðar kom í ljós að ástæða þess að olían fór í sjóinn var sú að olíuskilja á bryggjunni í Eyjagarði var yfirfull, samkvæmt upplýsingum Gests Guð- jónssonar, fulltrúa í öryggisnefnd Olíudreifingar. Gestur sagði heppilegt að þetta hefði uppgötvast snemma svo ekki læki meiri olía út í sjóinn. „Olíuskilj- an hefur yfirfyllst af einhverjum ástæðum og boð um gallann hafa ekki borist til vaktmanns. Hreinsi- aðgerðirnar eru nú hafnar en þetta virðist ekki vera mikil olía. Það þarf mjög litla olíu til þess að þekja stórt svæði,“ sagði Gestur síðdegis í gær. Olía fór í sjóinn við Örfirisey  Olíuskilja yfirfylltist og olía lak út Morgunblaðið/Árni Sæberg Olíumengun Olíuflekkurinn var vel sjáanlegur á töluverðu svæði. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma „Þetta gekk æðislega vel og það var ekki vesen á nokkrum manni,“ seg- ir Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn skipuleggjenda tónlistar- hátíðarinnar Drangeyjar, sem var haldin í fyrsta skipti síðastliðinn laugardag í tengslum við Lummu- daga á Sauðárkróki. „Við vorum með talsvert af heimaböndum en þar að auki Magna Ásgeirsson, Emilíönu Torr- ini og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar,“ segir Áskell Heið- ar spurður hverjir hafi komið fram á hátíðinni. Umtalsverður fjöldi fólks var samankominn á Sauðárkróki. Auk Lummudaga fór þar fram Lands- bankamótið, þar sem um 900 börn léku knattspyrnu, en margar fjöl- skyldur komu með börnunum. „Þetta var svolítið þroskaður áhorf- endahópur, þó reyndar einnig fjöl- breyttur. Fjölskyldufólk og allur aldur sem skemmti sér þarna fal- lega saman. Þetta var mjög vel heppnuð frumraun. Náttúran, Drangey og sólin mynda þessa um- gjörð sem við vorum að sækjast eft- ir. Frábær tónlist í svona fallegri umgjörð, það virkar alltaf,“ segir Áskell Heiðar. Á Lummudögunum sjálfum var ýmislegt fleira að finna, m.a. strandblaksmót, lasertag og svo- kallaður sápubolti. Einnig var hald- in Lummukeppni, en þar eru einu skilyrðin fyrir þátttöku þau að mæta með þrjár lummur fyrir dóm- nefndina. isak@mbl.is Tónlistarhátíðin Drangey haldin í fyrsta skipti Morgunblaðið/Björn Jóhann Drangey festival 2015 Fjölmargir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum, sem stóðu fram á kvöld. „Himinlifandi með niðurstöðuna“ Slæmt tíðarfar í upphafi sum- ars rak Íslend- inga í auknum mæli að tölvu- skjánum til að bóka sér sólar- ferðir, skv. frétt á vefsíð- unni Túristi.is. Haft er eftir Tómasi Gests- syni, fram- kvæmdastjóra Heimsferða, að sala á ferðum hafi aukist um 30% frá því í fyrra. „Sumir áfanga- staðir eru nánast að fyllast í júlí en það er meira af lausum sætum í ágúst,“ segir hann. Guðrún Sig- urgeirsdóttir frá Vita segir einn- ig að salan í júlí og ágúst sé meiri í ár en í fyrra, en segir hót- el óðum að fyllast. Sala á Tyrk- landsferðum hjá ferðaskrifstof- unni Nazar hefur aukist um 60% frá því í fyrra og forsvarsmenn Ferðaskrifstofu Íslands hafa svip- aða sögu að segja. Mikil sala er á ferð- um til sólarlanda „Þetta er búið að vera lengi á óska- listanum. Aðstaðan var orðin of þröng og fullnægði ekki þeim kröf- um sem fjölgun íbúa og aukinn ferðamannastraumur gerir,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, en nýir búningsklefar, afgreiðsla og lítil innilaug voru tekin í notkun við Sundhöll Selfoss um helgina. Hlutur Árborgar í húsinu kostar um hálfan milljarð króna. Auk þess er í byggingunni aðstaða fyrir lík- amsræktarstöð í einkaeigu. Sú nýjung er í nýja húsinu að þar eru tveir búningsklefar merktir báðum kynjum. Ásta segir að þeir séu ætlaðir fötluðum sundgestum eða veikum. Aðstoðarmaður geti þá verið af gagnstæðu kyni, ef þess er óskað. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjónar fleiri íbúum og ferðafólki Ný aðstaða í Sundhöll Selfoss hefur verið tekin í notkun Í sundi Sundhöll Selfoss er vinsæl heilsulind. Gott útsýni er úr nýja húsinu út á laugarsvæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.