Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 29.06.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir hótel og ráðstefnusali Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Kennurum í Álfhólsskóla íKópavogi var nokkurvandi á höndum í marsþegar boð barst um að gefa sex nemendum kost á að sækja listasmiðju í Póllandi. Eftir að þær Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir mynd- menntakennari og Donata H. Buk- owska, kennari í alþjóðaveri skólans, kynntu verkefnið og markmið þess ákváðu þær að efna til ritgerða- samkeppni meðal sjöundubekkinga. Ritgerðarefnið var: Hvers vegna ætt- ir þú að fara til Póllands? Hvað getur þú lært af heimsókn til Póllands? Með hvaða hætti gæti skólanum gagnast reynsla þín? Af 67 nemendum í 7. bekk tóku sextán þátt í keppninni. Sigur úr bít- um báru Liv Bárðardóttir, Bessi Þrastarson, Matthías Jóhannesson, Bryndís Bergmann Oddsdóttir og tveir nemendur í alþjóðaverinu, And- reia Patrícia Moreira Soares, sem er portúgölsk, og Sabina Skiba frá Pól- landi. Þau einfaldlega skrifuðu sig inn í listasmiðjuna í Varsjá. Undir leið- sögn Ingibjargar Ólafíu og Donötu hófust þau svo handa við gerð kynn- ingarefnis, t.d. stuttmyndar um þau sjálf og skólann sinn, fyrir vænt- anlega félaga sína í Póllandi til að skoða á netinu. Anna Wojtynska mannfræð- ingur, sem um þessar mundir er að skrifa doktorsritgerð við Háskóla Ís- lands um pólska innflytjendur á Ís- landi og hefur verið búsett hér í mörg ár, var fengin til að stýra verkefninu. „Upphaflega var ég ráðin sem verk- Skrifuðu sig inn í listasmiðju í Varsjá Sex 12 ára nemendur í Álfhólsskóla í Kópavogi héldu til Póllands til að taka þátt í listasmiðju í Varsjá dagana 22.- 29. maí. Þeim til halds og trausts voru Anna Wojtynska verkefnastjóri og tveir kennarar skólans, Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir myndmenntakennari og Donata H. Bukowska, kennari í alþjóðaverinu. Fyrstu kynni Eftir að íslensku krakkarnir hittu pólska hópinn leið ekki á löngu þar til allir drifu sig á vinnustofuna og hófust handa við listsköpun. Íslenski hópurinn F.v. Bessi, Sabina, Lív, Andreia, Matthías, Bryndís og Ingibjörg Ólafía myndmenntakennari. Maðurinn á götunni nefnast verk sem bandaríski listamaðurinn Seward Johnson hóf að skapa á níunda ára- tugnum. Síðan hafa meira en 450 bronsstyttur hans í mannsstærð verið til sýnis á götum og torgum víða um heim. Í vikunni tóku átján slíkar sér stöðu á víð og dreif á milli 36. og 41. strætis á Broadway í New York. „Ég vona að New York-búar verði svolítið hissa, staldri kannski við um stund, annaðhvort af því að þeir eru ekki vissir um hvort stytturnar séu raunverulegar mann- eskjur eða þeim finnst eitthvað kunn- uglegt við þær,“ sagði listamaðurinn. Mannamyndir bandaríska listamannsins Sewards Johnsons AFP Kona í innkaupum Sumir létu blekkjast og furðuðu sig á kyrrstöðu konunnar. Kunnuglegt fólk í New York Kvikmyndastjarnan Marilyn Monroe. „Það er engin ástæða til að henda flík- um og hlutum sem þú þarft ekki leng- ur á að halda. Við göngum úr skugga um að nýir eigendur finnist að því sem þú kemur með.“ Svo mæla þeir sem standa að svokölluðum swap-markaði kl. 16-19 miðvikudaginn 1. júlí á Loft hosteli, Bankastræti 7. Markaðshaldarar eru Green Mess- enger, eða Grænu sendiboðarnir, sem starfa í sjálfboðavinnu á HI-hótelum í Reykjavík. Hópnum er kappsmál að vekja fólk til vitundar um umhverf- isvernd, þ.á m. umhverfisvænan ferðamáta, og sjálfbærni. Þeir hyggjast ekki kanna hvað hver og einn kemur með, heldur er fólki einfaldlega bent á að setja varninginn á borðin og taka sér hvaðeina sem aðrir hafa látið þar. Fólk getur líka skipst á fötum og bókum augliti til auglitis. Grænu sendiboðarnir halda skiptimarkað á Loft hosteli í Bankastræti Nýtnin í há- vegum höfð Morgunblaðið/Kristinn Skipti Á markaðnum má endurnýja bæði bóka- og fataskápinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.