Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 13

Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA Opið: 8: 00 - 18: 00 mánud.– fimmtud ., 8:00 - 17 :00 föstu d, Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Íslenskir keppendur í taekwondo náðu góðum árangri og unnu til bronsverðlauna á Evrópumeist- aramóti unglinga í poomsae í taekwondo í Belgrad í Serbíu í gær. Hákon Jan Norðfjörð, Bartosz Wiktorowicz og Eyþór Atli Reynisson hlutu bronsverðlaun í svokölluðu hópa-poomsae. Hópa-poomsae er íþrótta- grein þar sem þrír keppendur þurfa að sýna flóknar hreyf- ingar í fullkomnum takti og samhljómi. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir keppendur vinna til verðlauna á Evrópu- meistaramóti í greininni og þetta er þar af leiðandi sagt vera stór áfangi í sögu íþrótt- arinnar hér á landi. Undanfarna daga hafa íslenskir keppendur tekið þátt í einstak- lingsflokkum á mótinu og flestir komist upp úr undanrásum upp í milliriðla. Brons í taekwondo á Evrópumeistaramóti Ánægðir Hákon J. Norðfjörð, Bartosz Wiktorowicz og Eyþór A. Reynisson. Tvær tilkynn- ingar um heim- ilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu aðfara- nótt sunnudags. Auk þess voru tilkynntar tvær líkamsárásir. Í öðru tilvikinu höfðu þrír menn barið einn í Austurbænum en árás- in var yfirstaðin þegar lögregla kom á vettvang. Hin líkamsárásin átti sér stað í Vesturbænum, en þar var maður dreginn út úr bifreið og laminn. Tilkynnt var um mjög ölv- aðan og æstan mann í Austur- bænum og um mjög ölvaða og vím- aða konu með hávaða og læti í Grafarholti. Bæði voru vistuð í fangaklefa lögreglu. Tilkynning barst um eignaspjöll á veitingastað í Kópavogi og skömmu síðar var til- kynnt um þjófnað úr verslun í bæn- um. Öryggisvörður hafði mann í tökum þegar lögregla kom á vett- vang. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu. Tilkynnt var um tvö innbrot í Austurbænum, annað í kaffihús og hitt í skóla. Þá var tilkynnt um óboðna gesti í sundlaug í Mos- fellsbæ. Talsverð afskipti þurfti að hafa af ökumönnum; fimm voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á Miklu- braut var 17 ára ökumaður tekinn á 150 km hraða auk þess sem 16 ára ökumaður var stöðvaður. Við hefð- bundið eftirlit var ökumaður í akstursbanni jafnframt stöðvaður. Erilsamt hjá lög- reglu aðfaranótt sunnudags Erill Lögreglan kom víða við. Stjórn Vistfræðifélags Íslands harmar þá stöðu sem komin er upp vegna úrskurðar meirihluta yfir- ítölunefndar um að leyfa beri beit á afrétti Almenninga. Hvetur stjórn- in stjórnvöld til að beita sér sem fyrst fyrir því að skapa það lagaum- hverfi sem þarf til að ná lang- tímamarkmiðum um verndun nátt- úrunnar, endurheimt vistkerfa og sjálfbæra nýtingu gróðurauðlind- arinnar, jafnt sem annarra nátt- úruauðlinda. „Þjóðfélagslegt langtímamark- mið hlýtur að vera að vinna að verndun náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu gróðurauðlindarinnar þar sem byggt er á vísindalegri þekk- ingu,“ segir í ályktun. Fram kemur það álit að úrskurðurinn byggist ekki á bestu fáanlegu þekkingu fremstu vísindamanna landsins um gróður- og jarðvegseyðingu og end- urheimt vistkerfa. Þvert á móti hafi álit þeirra um að ekki væri tíma- bært að leyfa beit á svæðinu huns- að. „Þetta var mögulegt vegna gall- aðrar löggjafar um landnýtingu og eignarhald og því vó álit lögfróðra og hagsmunaaðila þyngra en vís- indaleg vistfræðileg þekking.“ Skorað á stjórnvöld að breyta  Segja vísindalega þekkingu hunsaða Morgunblaðið/Einar Falur Kjölur Rofabarð við fjölfarna ferða- mannaleið, á Kjalvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.