Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 22

Morgunblaðið - 29.06.2015, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Gríma Huld Blængsdóttir er heilsugæslulæknir í Mosfellsbæ oghefur starfað þar í 20 ár. „Það að starfa sem heilsugæslulæknirer krefjandi og fjölskrúðugt, okkar útkallssvæði hér í Mosfells- læknishéraði nær yfir Mosó, Kjalarnes, Kjós og Þingvelli. Þetta er stórt svæði og eru íbúar um 12.000 manns. Það hefur verið mjög mikið álag í allan vetur og mikið að gera á vöktunum hér eins og annars staðar. Veturinn var harður og það kemur niður á heilsu fólks og það lendir enn í því að fá pestir þrátt fyrir að það sé langt komið fram á sumar, það er alveg ótrúlegt.“ Gríma Huld býr ásamt eiginmanni sínum í Reynisnesi í Skerjafirði. „Reynisnes er hluti af gamla Skildinganesbænum og húsið sem við bú- um í var reist 1867. Það hefur verið í eigu fjölskyldu mannsins míns í tvær kynslóðir.“ Eiginmaður Grímu er Eggert Hjartarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og rafvirki. Þau eiga tvö börn, Láru Ósk, 24 ára, og Gunnar Smára, 22 ára, og eru þau bæði háskólanemar. Spurð um áhugamál segir Gríma Huld hestamennskuna vera nr. 1, 2 og 10. „Það fer allur tíminn í hana en ég lít ekki á það sem galla því þetta er svo skemmtilegt.“ Hún er í Hestamannafélaginu Sörla og hefur tekið þátt í innanfélagsmótum og Svellköldum. „Við ætlum að fara í hestatúra í sumar þar sem við gátum ekki farið eins mikið og áður á hestbak í vetur vegna veðurs. Við erum með hesta í sumarbeit hjá vina- fólki rétt hjá Flúðum og erum mikið þar. Ég vil helst eyða fríinu hér innanlands og fara á hestbak.“ Á Sörlasvæðinu Gríma Huld með þrjá til reiðar. Frá vinstri: Djásn, Faxi og Þytur sem er keppnishesturinn hennar Grímu Huldar. Á kafi í hestamennsku Gríma Huld Blængsdóttir er 55 ára í dag R annveig Ingveldur (Iffa) fæddist á Bíldudal 29.6. 1920, ólst upp í Reykja- vík til sjö ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Efri-Brunnastaði á Vatnsleysu- strönd: „Ég tók ástfóstri við Vatns- leysuströndina og hef ætíð haldið tryggð hana. Árið 1935 keyptu svo foreldrar mínir Réttarholt í Soga- mýri við Reykjavík og þá fluttum við þangað.“ Rannveig var í skóla á Vatnsleysu- strönd: „Viktoría Guðmundsdóttir, skólastjóri þar, kveikti hjá mér náms- áhugann og opnaði mér sýn á aðra möguleika í lífinu en þá blöstu yf- irleitt við ungum konum.“ Rannveig gekk í Flensborgarskól- ann í einn vetur, tók inntökupróf í Kennaraskóla Íslands og lauk tveim- ur árum af þremur, áður en hún gifti sig, varð ófrísk og hætti námi: „Þá var ekki til siðs að giftar, hvað þá ófrískar konur, væru í skóla.“ Rannveig lauk handavinnukenn- araprófi 1950, kennaraprófi 1951, Rannveig Löve, sérkennari og kvenréttindakona – 95 ára Myndarlegur hópur Rannveig með börnum sínum og fjölskyldum þeirra er hún var sæmd fálkaorðinni árið 2011. „Gef mér það ekki eftir“ Hjónin Rannveig og Guðmundur á góðri stund á áttunda áraugnum. Ágústa Vala Viðars- dóttir, Rebekka Rán Hjálmarsdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir og Inga Sóley Viðarsdóttir héldu tombólu og söfn- uðu 12.632 krónum fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.