Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 26

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m Vegna afnáms Vörugjalda nú kr. 6.990 m2 VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Á mörkum Ameríku og Evrópu ligg- ur okkar einstaka eldfjallaeyja Ís- land, lifandi rannsóknarstöð jarðvís- inda og náttúruperla er á sér fáar hliðstæður í heiminum. Þau forrétt- indi að kalla landið okkar og alast upp innan um stórbrotið landslag þess hefur mótað þjóðarsálina og án nokkurs vafa haft áhrif á allt okkar besta fólk. Við sættum okkur þó ekki bara við að njóta náttúrunnar, við viljum skilja hana og þekkja. Jarðvísindin geta sagt okkur margt um umhverfi okkar og því ekki að undra að jarðfræðingurinn Snæ- björn Guðmundsson hafi leitað inn á það svið vísindanna. Hann hefur frá unga aldri haft dálæti á náttúru landsins en einnig verið trúr þeirri sannfæringu að þekking sé fyrir alla og því kennt og nú skrifað almennan vegvísi um jarðfræði Íslands. Bókin, sem nýlega kom í verslanir, er í þægilegu broti, auðveld uppflett- ingar, fallega myndskreytt og á al- mennu og auðskiljanlegu máli. „Verkið var unnið á um þremur árum þótt hugmyndin hefði fæðst nokkru fyrr,“ segir Snæbjörn. „Hugmyndin að bókinni kom til mín þegar ég var í jarðfræðinámi og átt- aði mig á því að fátt þessu líkt hefði verið tekið saman á íslensku fyrir al- menning. Það hefur vissulega tölu- vert verið skrifað um jarðfræði en það er ýmist sérhæfðara efni um eldvirku svæðin eða almennara, eins og kennslubækur. Jarðfræðitextar um ferðamannastaði og helstu jarð- fræðifyrirbæri eru vissulega til en eru dreifðir hingað og þangað og hafa í rauninni hvergi verið teknir saman í eina handhæga bók. Ætli það hafi því ekki verið innblásturinn, að auðvelda fólki að nálgast alla þá þekkingu sem þegar er til en er ill- aðgengileg,“ segir hann en vinnsl- una á sjálfri bókinni segir hann hafa verið frekar einfalda. „Þegar hugmyndin lá nokkurn veginn fyrir var bara að demba sér í skrifin og byrja einhvers staðar en ég vann þetta töluvert eftir lands- hlutunum. Svo hélt ritstjórinn minn hjá Forlaginu, Örn Sigurðsson, vel utan um allt verkið og þá hafðist þetta að lokum.“ Bókin er fjölbreytileg enda af nægu að taka og segist Snæbjörn hafa reynt að kalla fram marg- breytileikann í íslenskri náttúru. „Ég reyni að gera sem fjölbreytt- astri jarðfræði skil í bókinni, enda er jarðfræði Íslands miklu meira en bara eldfjöll, jöklar og hverir og það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir margbreytileikanum. Með því að skoða jarðfræði allra landshluta fæst hins vegar sjálfkrafa tiltölulega víð nálgun á viðfangsefnið, því jarðfræðiflóran er svo mismunandi á milli svæða. Svona yfirgripsmikil bók nær samt ekki öllum blæbrigð- unum og ég gæti alveg nefnt jarð- myndanir sem hefðu átt heima þarna en komust ekki á blað í þetta skipti.“ Þekking býr til væntumþykju Fræðirit geta verið torlesin fyrir leikmenn en Snæbjörn segir Vegvís- inn hafa verið skrifaðan fyrir alla áhugasama um jarðfræði landsins og textinn sé almennur og auðskilj- anlegur. Jafnframt bendir hann á að bókin eigi fullt erindi til landsmanna enda auki þekking á væntumþykju, jarðfræðin er þar ekki undanskilin. „Þótt jarðfræðirannsóknir séu augljóslega nauðsynlegar fyrir ís- lenskt samfélag þurfa í sjálfu sér fæstir á sérstakri jarðfræði- þekkingu að halda til að komast lífs af. Hins vegar gefur þekking á nátt- úrunni, og þá meðal annars jarð- fræði og jarðsögu landsins, af sér meiri umhyggju fyrir landinu og því sem er sérstakt hér. Þekking býr til væntumþykju, því okkur þykir vænt um það sem við þekkjum vel, og ég held að öll slík umhyggja fyrir nátt- úrunni sé af hinu góða. Það má jafn- vel segja að á okkar tímum sé hún nauðsynleg til að vernda náttúru landsins og náttúruminjar. Okkur ber jú að passa upp á þetta allt sam- an fyrir ófædda Íslendinga næstu aldirnar, við getum ekki ofnýtt eða skemmt landið fyrir stundargróða okkar kynslóða. Þannig held ég að það sé mikilvægt fyrir okkur að hafa þekkingu á jarðsögu landsins.“ Þekking á líka að vera almenn og aðgengileg öllum að sögn Snæ- björns, ekki lokuð innan lítils hóps fræðimanna eða fámennra hópa samfélagsins. „Ja, er vísindaþekking ekki minna virði ef hún er ætluð fáum? Þekking hefur vissulega gildi í sjálfri sér en hún hlýtur að verða meira virði ef hún er aðgengileg þeim sem hennar leita. Vandamálið við þetta er þó að sú þekking sem verður til hjá fræðimönnum er oft ákaflega sérhæfð og illskiljanleg fyrir fólk nema það hafi sérþekkingu á málinu. Það er því nauðsynlegt að hafa fólk öllum stundum í því að túlka og miðla nýrri þekkingu til al- mennings. Það sést reyndar vel á viðbrögðum í samfélaginu að fólk er mjög ánægt með góða vísinda- miðlun, og má þar til dæmis benda á viðburði hjá Stjörnuskoðunarfélag- inu sem vekja alltaf lukku. Þetta skilar sér allt til almennings.“ Gefum náttúrunni grið Snæbjörn nálgast náttúruna hvort tveggja í senn með hætti vís- indamannsins en einnig sem áhuga- maður og unnandi þess sem landið býður upp á. Þannig telur hann að verndun náttúru Íslands geti ekki bara verið tilfinningamál heldur einnig vísindaleg og rökfræðileg nálgun. „Umgengnin um landið er alltaf umhugsunarefni og ef við lítum til jarðmyndana þá eru þær oft við- kvæmar fyrir átroðningi. Myndun þeirra tekur oftar en ekki langan tíma og jarðfræðiatburðirnir sem skapa þær eru margir sjaldgæfir. Í því sambandi mætti til dæmis nefna Rauðhóla, sem eru gamlir gervigíg- ar. Eyðilegging þeirra var sér- staklega alvarleg því við getum ekki búist við að sjá slíka myndun verða aftur til á okkar tíð. Hvað virkjana- framkvæmdir varðar þá tel ég að þar séum við komin að ákveðnum þáttaskilum, þótt orkufyrirtækin og stjórnvöld telji kannski annað. Núna verður mönnum tíðrætt um virkj- anir í neðri hluta Þjórsár en það væru heldur hraklegar fram- Vísindamiðlun vekur  Jarðfræðingurinn Snæbjörn Guð- mundsson hefur gefið út Vegvísi um jarðfræði Íslands  Bók á almennu máli um öll helstu jarðfræðiundur landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.