Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 28

Morgunblaðið - 29.06.2015, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 Svíarnir Anders Roslund ogBörge Hellström hafaskrifað góðar bækur umvond mál og glæpasagan Auga fyrir auga er sú langbesta frá þeim sem komið hefur út á íslensku. Að undanförnu er eins og brostið hafi stífla og hver glæpasagan á fæt- ur annarri hefur komið út. Hið besta mál, en spennusaga stendur ekki alltaf undir nafni og það verður að segjast eins og er að meðal- mennskan hefur verið áberandi á þeim vettvangi upp á síðkastið, miðjuþóf, eins og þeir segja í fótbolt- anum, en þó með góðum sprettum inn á milli. Því er það sem besta sumarkoma að fá bók á borð við Auga fyrir auga, því þetta bók- menntaverk áréttar að þegar spennusagnahöfundar standa sig ágætlega sóma verk þeirra sér vel á meðal fagurbókmennta. Auga fyrir auga er meistarastykki, sem enginn blettur fellur á. Flestum er hulið hvað það er sem fær mann til þess að myrða aðra manneskju og fæstir skilja mismun- andi refsingar við morði. Sinn er siður í hverju landi, en það er í þessu eins og ýmsu öðru að undirgefnin er ríkjandi. Eða eins og höfundar Auga fyrir auga skrifa: „Örfáir dagar og sænska rík- isstjórnin hafði látið undan. Lítið og vesælt land sem pissaði í buxurnar um leið og stóru strákarnir byrstu sig.“ (bls. 376) Auga fyrir auga er mjög vel skrif- uð bók. Höfundar hugsa fyrir hverju smáatriði og tilgangurinn helgar meðalið. Hvergi er dauður punktur og samfara töluverðri spennu er fjallað um mjög svo umdeilt laga- ákvæði, sem tekist er á um víða um heim. Þetta er ekki aðeins glæpa- saga heldur samtímasaga, þar sem spurt er siðferðislegra spurninga, leitað svara hjá yfirvöldum, fjöl- skyldum og einstaklingum og þeim svarað á óyggjandi hátt. Lífið er ekki einfalt og í þessari sögu er bent á hið augljósa að ekkert er öruggt nema dauðinn. Hann birt- ist bara í ýmsum myndum. Helstu persónur bregðast misjafnlega við honum og þeim er vel lýst sem og innri baráttu þeirra. Auga fyrir auga er átakanleg glæpasaga, vel skrifuð og vel þýdd. Hvergi er veikur hlekk- ur. Þetta er einfaldlega besta spennu- og glæpasagan, sem komið hefur út hérlendis í ár. Ljósmynd/Peter Knutson Langbest Auga fyrir auga er langbesta glæpasagan sem komið hefur út á íslensku eftir sænsku rithöfundana Anders Roslund og Börge Hellström. Öllu fórnað fyrir réttlætið Glæpasaga Auga fyrir auga bbbbb Eftir Anders Roslund og Börge Hell- ström. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Kilja. 473 bls. Veröld 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Entourage 12 Kvikmyndastjarnan Vincent Chase er snúin aftur ásamt Eric, Turtle, Johnny og fram- leiðandanum Ari Gold. Metacritic 38/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 20.00, 22.30, 22.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 She’s Funny That Way 12 Gleðikonuna Isabellu (Imo- gen Poots) dreymir um að gerast leikkona á Broadway. Metacritic 54/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 22.40 Jurassic World 12 Á eyjunni Isla Nublar hefur nú verið opnaður nýr garður, Jurassic World.. Metacritic 59/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 20.00, 22.35 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Tomorrowland 12 Metacritic 60/100 IMDB 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Spy 12 Susan Cooper í greiningar- deild CIA er í rauninni hug- myndasmiður hættulegustu verkefna stofnunarinnar. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 22.00 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.30 Mad Max: Fury Road 16 Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyði- leggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fá- máll og fáskiptinn bardaga- maður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.30 San Andreas 12 Jarðskjálfti ríður yfir Kali- forníu og þarf þyrluflug- maðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.10 Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00 Hrútar 12 Bræðurnir Gummi og Kiddi hafa ekki talast við áratug- um saman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 17.50 Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land til styrktar langveikum börnum. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 18.00 Bíó Paradís 18.00 Fúsi Bíó Paradís 18.00 1001 Grams Bíó Paradís 18.00, 20.00 The New Girlfriend Bíó Paradís 20.00 Human Capital Bíó Paradís 22.15 Vonarstræti Bíó Paradís 20.00 Citizenfour Bíó Paradís 22.00 Hross í oss Bíó Paradís 22.30 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Kjaftfori og hressi bangsinn Ted er snúinn aftur. Nú er hann nýbúinn að kvænast kærustu sinni Tammy-Lynn og gengur með þann draum að verða faðir. Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.30, 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.20 Ted 2 12 Tómas er ungur maður sem ákveður að elta ástina sína vestur á firði. Hann leggur framtíðarplön sín á hilluna og ræður sig í sum- arvinnu hjá Golfklúbbi Bolung- arvíkur. Morgunblaðið bbbmn Smárabíó 17.45, 20.00 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.15 Albatross 10 Eftir að ung stúlka flytur á nýtt heimili fara tilfinningar hennar í óreiðu þegar þær keppast um að stjórna huga hennar. Metacritic 91/100 IMDB 9,0/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 15.40, 15.40, 17.50, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.45 Smárabíó 15.20, 15.30, 17.45 Inside Out VÍKKAÐU HRINGINN Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið. Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir einn af áskrifendum okkar. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.