Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 17
Dakar-rallíið, sem áður var kall-
að Paris-Dakar, á sér frækna sögu
sem byrjaði árið 1977 þegar mótor-
hjólakappinn Thierry Sabine villt-
ist í Abidjan-Nice-rallíinu í líber-
ísku eyðimörkinni. Hann bjargaðist
naumlega en heillaðist svo af um-
hverfinu að hann reri að því öllum
árum að deila reynslu sinni með
öðrum og koma af stað aksturs-
keppni sem myndi byrja í Evrópu,
þaðan yfir til Alsír og enda í Dakar.
Móttóið fyrir keppnina var: „Áskor-
un fyrir þá sem þora - draumur fyr-
ir þá sitja eftir.“ Áætlun Sabines
þótti gerræðisleg en nógu heillandi
til þess að verða að veruleika. Síðan
þá hefur Paris-Dakar verið sveipað
ævintýraljóma, lífshættu og spennu
sem öll önnur rallí eru miðuð við.
Mikil þolraun
Dakar-rallíið er að mörgu leyti gjör-
ólíkt öðrum keppnum. Fjölmargir
frábærir ökumenn hafa litlu áork-
að og aðrir hreinlega týnt lífi sínu.
Þetta er ekki fyrir hvern sem er.
Keppnin krefst gífurlegs úthalds af
ökumönnum, áræðni, líkamlegs og
andlegs styrks. Reynslan er öllum
ómetanleg enda hefur það sýnt sig
að þeir sem fundið hafa leið til að
klára og jafnvel sigra í kappakstrin-
um eru mun líklegi en aðrir að ná
árangri. Hlutverk aðstoðarmanna
er hvergi eins mikilvægt og álag á
farartækin er í algjöru hámarki. Þá
er ótalið mikilvægi aðstoðarmanna
og tækniliðs.
Hryðjuverkaógn í Afríku
Hættan hefur verið fylgifiskur
keppninnar frá upphafi. Þegar öku-
menn og farartæki eru reynd til hins
ítrasta er viðbúið að hlutir fari úr-
skeiðis. Skemmdir á farartækjum
eru tíð og slys á ökumönnum eru
alþekkt. Að þessu hafa keppendur
gengið í gegnum árin enda Dakar-
rallíið ekki það sem það er ef eng-
in væri áhættan. Allt leit út fyrir að
keppnin yrði aflögð þar sem hætt-
an af manna völdum á ökuleiðum
í Norður-Afríku þótti ekki boðleg
til viðbótar við það erfiði og áhættu
sem fyrir var. En aðstandendum
keppninnar tókst að koma henni á
kopp í Suður-Ameríku og allt lítur út
fyrir að sú breyting hafi tekist með
ágætum.
Reynslan leiðir
Sem fyrr er keppt á fjölbreyttum far-
artækjum. Sérbúnir bílar og jeppar
eru á sínum stað, mótorhjól, fjórhjól
og stærðar trukkar taka einnig þátt.
Gamla rallíkempan Carlos Saintz frá
Spáni hefur byrjað vel og er efstur í
bílaflokki en Suður-Afríkumaðurinn
Giniel de Villiers og Nasser Al-Atti-
yah frá Katar fylgja honum fast eftir.
Saintz og de Villiers aka á Volkswag-
en Touareg og lítur því út fyrir að ein-
okun Mitsubishi undanfarinna ára
sé í hættu. Fróðlegt verður að fylgjast
með Saintz, sem er hokinn af reynslu
eftir áralanga keppni í fremstu röð í
rallí. Hvort úthaldið haldist í hendur
við reynslu kappans verður að koma
í ljós og mun gera það þegar líða fer
á mánuðinn.
Sigrar dísilbíll?
Mitsubishi hefur borið höfuð og
herðar yfir aðrar bifreiðategundir
í Paris-Dakar og mun freista þess í
þessari keppni að verða fyrstir til að
sigra á díselknúinni bifreið í þeim
flokki. Stór partur af markaðs- og
ímyndarstarfi Mitsubishi hefur snú-
ist um árangur í þessu erfiða rallíi og
teflir bílaframleiðandinn fram núna
sérútbúnum Lancer með dísilvél.
Mitsubishi hefur reynsluna og tak-
ist þeim vel upp með þennan bíl má
gera ráð fyrir að hann verði áberandi
á almennum markaði í almennings-
útgáfu.
Sjöfaldur hringvegur
Ökuþórinn spænski, Marc Coma á
KTM-hjóli, hefur ekið fyrstu dagana
eins og griðungur og er með góða
forystu í mótorhjólaflokki. Keppi-
nautar hans, sem eru í hnapp ríflega
hálftíma á eftir, eiga við ramman reip
að draga og eiga ekki roð í kappann
enn sem komið er. Talverð spenna er
í trukka- og fjórhjólaflokki en í þeim
flokkum sem öðrum er óhemju vega-
lengd í endamarkið og allt getur gerst
þegar ökumenn og farartæki takast á
við sérleiðir sem enginn hefur upp-
lifað áður. Keppninni lýkur 18. jan-
úar og þeir ökumenn sem ná á leið-
arenda í Buenos Aires hafa þá lagt að
baki heila 9.574 kílómetra sem sam-
svarar að aka íslenska hringveginn
sjö sinnum.
þriðjudagur 6. janúar 2009 17Sport
GiGGs oG o‘shea teknir í GeGn Stuðningsmenn Manchester City virðast hafa haldið í húmor-
inn eins og Bretum er lagið þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins bæði í deild og bikar. Einn stuðningsmaður
City hitti united-goðsögnina ryan giggs á förnum vegi í síðustu viku og spurði Wales-verjann: „Hey, giggs,
möguleiki á að fá eina mynd?“ giggs jánkaði því en þegar hann ætlaði að stilla sér upp við hlið stuðnings-
mannsins rétti hann honum myndavélina og lét hann taka mynd af sér einum og fór svo. john O´Shea
varð einnig fyrir barðinu á hrekk stuðningsmanns City þegar þeir mættust. Stuðningsmaðurinn
sagði O´Shea að hann væri með tyggjó undir skónum og lyfti O´Shea því fætinum til að fjarlægja
það. að lyfta öðrum fætinum þykir í fornu gríni Breta benda til samkynhneigðar og kallaði þá
stuðningsmaðurinn um hæl: „nei, sæll sjóari,“ við mikil hlátrasköll vinar O´Sheas.
aron ekki seldur
Chris Coleman, knattspyrnustjóri
enska Championship-liðsins
Coventry, sem landsliðsmaðurinn
aron Einar gunnarsson leikur með,
listar aron Einar sem einn af þeim
sem orðaðir verði við stór félög á
komandi misserum. Coleman segir
aron Einar og þrjá aðra leikmenn
liðsins vera góða leikmenn og vera
að bæta sig mikið. Enginn af þeim
verður hins vegar seldur þar sem
liðið er að byggja upp til framtíðar.
aron Einar gekk til liðs við Coventry
frá hollenska liðinu aZ alkmaar og
er fyrir löngu orðinn einn af
uppáhaldsleikmönnum stuðnings-
mannanna enda talinn hafa leikið
hvað best allra á tímabilinu.
ísland mætir
eGyptum
Íslenska landsliðið í handbolta leikur
sinn annan leik á æfingamóti í
Svíþjóð í dag þegar liðið mætir
Egyptalandi. Ísland tapaði með átta
mörkum fyrir B-liði Svía í sínum fyrsta
leik þar sem liðið lék ömurlega og var
guðmundur guðmundsson
landsliðsþjálfari reiður yfir spila-
mennsku sinna manna. „Ég geri þá
kröfu að menn leggi sig meira fram,“
sagði guðmundur eftir Svíaleikinn við
dV. Ísland hefur mætt Egyptalandi
tvisvar á árinu með sitt sterkasta lið.
Fyrri leikinn unnu Egyptar auðveld-
lega á æfingamóti í Frakklandi og
gerðu liðin svo jafntefli á Ólympíu-
leikunum. það verður því erfiður
róður hjá mikið vængbrotnu íslensku
liði að rétta sinn kút eftir tapið
skammarlega á sunnudaginn.
tevez mættur
argentíski framherjinn Carlos Tevez
er loks kominn aftur til æfinga hjá
Manchester united og verður
tilbúinn að leika gegn derby þegar
Englandsmeistararnir mæta derby í
fyrri undanúrslitaleik sínum í
deildarbikarnum. Tevez hélt heim til
argentínu eftir að hafa skorað
sigurmarkið gegn Stoke á annan dag
jóla og missti í kjölfarið af leikjum
liðsins gegn Middlesbrough í
deildinni og Southampton í
bikarnum. aldrei hefur komið fram
af hálfu Manchester united hvað
Tevez var að gera heima í argentínu
en aðeins var sagt að hann væri þar
af persónulegum ástæðum. Sir alex
Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester united, sagði í gær að
Tevez myndi koma við sögu í
leiknum gegn derby.
uMSjÓn: TÓMaS þÓr þÓrðarSOn, tomas@dv.is / SVEinn WaagE, swaage@dv.is
Dakar-rallíið er komið á fullan snúning. Á 20 ára afmæli þessa mesta kappaksturs í
heimi var haldið til Suður-Ameríku þar sem keppenda bíða aðstæður eins og þær
gerast verstar. Bílstjórar og farartækin stór og smá þurfa að eiga við sanda, frum-
skóga, fjallvegi og votlendi í tvær vikur. Það eitt að klára keppnina telst afrek.
Saintz
leiðir Dakar
Sveinn wAAge
blaðamaður skrifar: swaage@dv.is
Lagt í hann Carlos Saintz fer
vel af stað og leiðir eftir 3 daga.
Um fjöll og dali Farartækin
stór og smá munu aka við
fjölbreyttar aðstæður.
© GRAPHIC NEWSHeimild: Amaury Sport Organisation
RACING LANCER
Mitsubishi ætlar að verða fyrst
til að vinna
á dísel
371
237
616
459
506
395
419
294
449
666
215
253
545
227
Sérleiðir
í km
733
837
694
488
763
625
816
Hvíld
652
537
686
680
518
753
792
Búið
9,574 km
Samt.
í km
3. jan
4. jan
5. jan
6. jan
7. jan
8. jan
Jan 9
10. jan
11. jan
12. jan
13. jan
14. jan
15. jan
16. jan
17. jan
18. jan
Samtals
Dagar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
Dakar-rallið, erðasta aksturskeppni í heimi, verður í fyrsta skiptið háð utan
Afríku í ár. Öryggi keppanda þótti ekki nægilegt og verður keppnin því
haldin í Argentínu og Chile í ár. 507 ökutæki ætla sér yr 9,500 kílómetra á 17 dögum.
týpur 2009: 219 mótorhjól, 27 órhjól, 180 bílar, 81 trukkar Samtals: 507
A R G E N T Í N A
C
H
IL
E
Rás- og endamark
Buenos Aires
Santa
Rosa
San Rafael
Mendoza
La Serena
Fiambala
La Rioja
Cordoba
Valparaiso
Copiapo
Jacobacci
Neuquen
Puerto
Madryn
ATLANTS
HAFIÐ
K
Y
R
R
A
H
A
FI
Ð
1
7
3
6
1413
11
12
10
2
9
8
5
4
400 km
250 mílur
dakar-rallið í suður-ameríku