Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 4
þriðjudagur 6. janúar 20094 Fréttir
ritstjorn@dv.is
Innlendar FréttIr
„Mér finnst athyglisvert að aldurs-
hámarkið er ekki gilt. Það má þess
vegna skipa menn sem eru orðn-
ir níræðir,“ segir Sigurður Líndal,
lagaprófessor við Háskólann á Bif-
röst. Til greina sem sérstakur sak-
sóknari til rannsóknar á banka-
hruninu koma þeir sem uppfylla
sömu skilyrði og þeir sem sækja um
sem héraðsdómarar. Undantekn-
ingin er hins vegar sú að sérstakur
saksóknari getur verið eldri en sjö-
tugur á meðan sjötíu ár er hámarks-
aldur héraðsdómara.
Sigurður telur líklegustu ástæð-
una fyrir þessu þá að bundnar séu
vonir við að menn sem nýverið hafi
þurft að hætta störfum sökum ald-
urs sjái þarna von til að snúa aftur
til starfa. „Mér finnst það senni-
legast. Þarna eru menn í fullu fjöri
sem eru tiltölulega nýhættir og vel
hugsanlegt að þeir séu til í tuskið. Á
þessum aldri eiga þeir líka gífurlega
reynslu að baki,“ segir hann.
Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt-
isstjóri dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins, segir að ákvæði laganna
sem víkja frá áskilnaði starfs-
mannalaga um aldurshámark hafi
komið inn í lögin í meðförum alls-
herjarnefndar Alþingis.
Í nefndarálitinu um þetta segir:
„Hinn sérstaki saksóknari þarf að
fullnægja skilyrðum til skipunar í
embætti héraðsdómara og ræddi
nefndin nokkuð um aldurshámark
samkvæmt aldurshámarki dóm-
stólalaga. Telur nefndin að það sé
til þess fallið að þrengja nokkuð
þann hóp sem til greina kemur og
leggur því til að heimilt verði að
víkja frá skilyrðum um 70 ára ald-
urshámark við skipunina.”
Frestur til að sækja um embætti
sérstaks saksóknara var framlengd-
ur til 12. janúar eftir að enginn sótti
um innan upphaflega frestsins sem
var til áramóta.
Ekki fást upplýsingar um hvort
einhver hafi sótt um embættið og
segir Þorsteinn að þær verði ekki
aðgengilegar fyrr en umsóknar-
frestur er liðinn. erla@dv.is
Sigurður Líndal segir að heimilt sé að skipa sérstakan saksóknara á tíræðisaldri:
Ekkert aldurshámark rannsakanda
Vikið frá skilyrðum Sigurði Líndal
finnst líklegt að horft hafi verið til lög-
manna sem nýverið hafa hætt störfum
sökum aldurs þegar ákveðið var að víkja
frá skilyrði um 70 ára aldurshámark
sérstaks saksóknara.
Mynd Heiða HeLgadóttir
„Það er sorglegt að styrkurinn
hækki ekki eins og gert var ráð fyr-
ir því ég get ekki betur séð en allt sé
að hækka í þjóðfélaginu. Íþrótta-
og tómstundastarf barna og ungl-
inga er besta forvörn sem völ er á.
Við eigum síst að spara þegar kem-
ur að börnunum okkar,“ segir Sjöfn
Þórðardóttir, formaður Heimilis og
skóla.
Til stóð að styrkur vegna frí-
stundakorta hækkaði nú um ára-
mótin úr 25 þúsund krónum og upp
í 40 þúsund krónur en hætt hefur
verið við hækkunina.
Sjöfn var ekki kunnugt um breyt-
inguna þegar DV hafði samband við
hana í gær og virðist lítið hafa farið
fyrir kynningu á þessari tilhögun.
Þurfa að borga meira
Tónlistarskólinn í Reykjavík er einn
þeirra aðila sem hafa samið við
Reykjavíkurborg um að hægt sé að
nýta frístundakortin til að greiða
niður námskeiðsgjöld hjá skólan-
um. Þegar DV hafði samband við
skólann í gær var forsvarsmönnum
ekki kunnugt um að styrkurinn hald-
ist óbreyttur á milli ára. Þar er mest-
megnis tekið inn í nám á haustin en
foreldrar hafa vissulega gert ráð fyrir
að nýta fjörutíu þúsund króna nið-
urgreiðsluna á vorönninni. Því er
ljóst að þeir þurfa að borga meira en
þeir gerðu ráð fyrir.
Málaskólinn Mímir er einnig
með samning við Reykjavíkurborg.
Byrjað var að taka við umsóknum
fyrir vorönnina í dag og því ekki
komin reynsla á hvort foreldrar þurfi
að hætta við að senda börn sín og
unglinga á námskeið þangað vegna
breytinganna á frístundakortinu.
Hagræðing í rekstri
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, situr fyrir hönd flokksins
í stjórn Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur. Hún segir að mjög hafi
þurft að hagræða í rekstri allra sviða
hjá borginni. „Ég gat alveg samþykkt
að við tækjum út þætti sem hafa
ekki staðið til boða áður fremur en
að skerða þjónustu sem þegar hef-
ur verið komið á. Það var ákveðið
að halda þessu óbreyttu núna,“ seg-
ir Sóley. Að hennar sögn ríkir eining
um þessa ákvörðun innan stjórnar
ÍTR.
„Auðvitað er þetta leiðinlegt. Það
væri frábært ef við gætum eflt frí-
stundaiðkun barna og unglinga enn
meira eins og við ætluðum að gera
en af þeim möguleikum sem voru
í boði var þetta einn af illskástu
kostunum,“ segir hún.
gilda líka á
frístundaheimilum
Borgarráð samþykkti hins
vegar í gær þá nýbreytni
að hægt verður að nýta
frístundakortið til nið-
urgreiðslu á frístunda-
heimilum borgar-
innar. Í bókun sem
samþykkt var á
fundinum seg-
ir að vinstri græn
hafi allt kjörtíma-
bilið lagt þunga
áherslu á að
foreldrar fái að
nýta frístunda-
kortin til að greiða fyrir frístunda-
heimili borgarinnar.Því sé það mikið
fagnaðarefni að samþykkt skuli hafa
verið að frístundaheimilin verði full-
gildur aðili að frístundakortinu.
Sjöfn Þórðardóttur fagnar þessu
sömuleiðis.
Markmið að jafna tækifæri
Styrkjakerfi frístundakorta var tekið í
notkun hjá Reykjavíkurborg haustið
2007. Styrkurinn nam þá 12 þúsund
krónum fyrir hvert barn eða ungl-
ing á aldrinum sex til átján ára. Þá
var gefið út að styrkurinn myndi
hækka á milli ára, yrði 25 þús-
und árið 2008 og loks 40 þús-
und árið 2009.
Á vef Reykjavíkurborg-
ar segir: „Meginmark-
mið frístundakortsins
er að öll börn og ungl-
ingar í Reykjavík geti
tekið þátt í uppbyggi-
legu frístundastarfi
óháð efnahag eða
félagslegum að-
stæðum.“
erLa HLynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Styrkur vegna frístundakorta hækkaði ekki upp í 40 þúsund krónur eins og gert
var ráð fyrir um áramótin heldur helst óbreyttur í 25 þúsund krónum. Lítið hefur
farið fyrir kynningu á þessari breytingu. Hún kemur illa við marga foreldra sem
gert höfðu ráð fyrir að geta með frístundakortinu greitt enn frekar niður íþrótta-
og tómstundaiðkun barna sinna og unglinga.
ÓVÆNT ÚTGJÖLD
hJá FORELDRum
Besta forvörnin Sjöfn þórðardóttir,
formaður Heimilis og skóla, segir að
íþrótta- og tómstundaiðkun barna og
unglinga sé besta forvörnin og síst eigi
að spara þegar kemur að börnunum
okkar.
„Við eigum síst að
spara þegar kemur
að börnunum okkar.“
óbreyttur milli ára Styrkur vegna frístunda-
korta átti að hækka upp í 40 þúsund fyrir árið
2009. þetta var tilkynnt þegar kortin voru inn-
leidd haustið 2007. Vegna hagræðingar í rekstri
borgarinnar helst styrkurinn óbreyttur milli ára.
Mynd rakeL óSk
Harmar niðurstöðuna Sóley
vill frekar taka út boðaða
hækkun en að skerða þjón-
ustu sem er þegar til staðar.
SH-0804-56-04_2.jpg
Heima með börnin
Kristján Arason segir að það sé ekki komið á hreint hvað tekur við hjá honum eftir að hann hætti hjá Kaupþingi
meiri streita í
höfuðborginni
Lögreglumenn á höfuðborgar-
svæðinu þjást af meiri streitu en
lögreglumenn á landsbyggðinni.
Íslenskir lögreglumenn þjást
þó síður af streitu en kanadískir
starfsbræður þeirra. Þetta kemur
fram í nýrri könnun sem ríkis-
lögreglustjóri hefur greint frá.
Samkvæmt könnuninni finna
lögreglumenn af höfuðborgar-
svæðinu meira fyrir depurð og
kvíða en landsbyggðarlögreglu-
menn. Þá hafa lögreglumenn
af landsbyggðinni það fram yfir
samherja sína á höfuðborgar-
svæðinu að vera örlítið ham-
ingjusamari.
Kaupþing stefnir
Bretum
Skilanefnd Kaupþings hefur
ákveðið að höfða mál gegn bresk-
um stjórnvöldum vegna beiting-
ar hryðjuverkalaga. Skilanefnd
Landsbankans íhugar nú hvort
hún stefni Bretum en hún hef-
ur öllu lengri frest til málshöfð-
unar en Kaupþing. Ríkisstjórnin
hyggst styðja við bakið á báðum
skilanefndum.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra kynnti niðurstöðuna fyr-
ir fjölmiðlum síðdegis. Hann og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra funduðu með
fulltrúum skilanefndar Kaup-
þings í gær.
Mótorhjóla-
þjófur gómaður
Lögreglan á Akureyri hafði
hendur í hári bíræfins öku-
manns um klukkan eitt í fyrri-
nótt, eftir að kom í ljós að hann
hafði í eftirdragi stolna kerru
með mótorkrosshjóli ofan á.
Eigandi kerrunnar vaknaði við
það að bifreið var ekið í burtu
frá heimili hans á Svalbarðs-
eyri með kerruna í eftirdragi.
Eigandinn hringdi á lögreglu
sem hóf strax eftirgrennslan
eftir kerrunni og hjólinu.
Það fannst um tveimur
tímum og 230 kílómetrum
síðar. Lögreglan á Egilsstöðum
stöðvaði för bifreiðarinnar.
Ökumaður var handtekinn og
hann yfirheyrður. Málið telst
upplýst.
Slapp úr bílveltu
Betur fór en á horfðist í tveimur
tilvikum, þegar tveir bílar runnu
til með stuttu millibili í hálku
og enduðu utan vegar skammt
austan við Kirkjubæjarklaustur
um miðjan dag í gær.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Hvolsvelli
valt annar bíllinn og er nokk-
uð skemmdur, en hinn bíllinn
er betur farinn. Ökumenn og
farþegar sluppu án meiðsla, en
mikil hálka var á vegarkaflanum
í gær.