Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Side 14
Ísland árið 2009 verður víst ekki eins hábölvað og af hefur verið látið. Þeir Geir H. Haarde og Össur Skarphéðinsson segja í það minnsta að við séum í raun að fara aftur til ársins 2005. Allavega að einhverju leyti og það ár var nú ekki svo slæmt: „sem þá var besta ár allra ára,“ segir Össur allavega á heimasíðu sinni. Og hvers vegna skyldum við ekki fagna? Lands-framleiðslan var í toppi. Lánakostnaður var í botni. Tekjur voru góðar og okkur virtust allir vegir færir. Gott ef Ísland var ekki örugglega á þeirri leið að verða ríkasta land í heimi. Nú horfir kannski dálítið öðruvísi við. Ísland er ekki við það að verða ríkasta land í heimi. Og þó Ísland sé ekki heldur að verða fátækasta land í heimi hefur auður landsins heldur minnkað að undanförnu. Sömu sögu er svo að segja af velferð landsmanna. Nú er svo komið að það eina sem er ekki á uppleið virð- ist vera leigan, launin og atvinnustigið. En þar erum við einmitt komin að kjarna málsins. Árið 2009 er auðvitað alveg eins og árið 2005, fyrir utan eitt. 2009 er illi bróð- ir 2005. Menn þurfa ekki að hafa horft lengi á sápuóperur (eða enn frekar kvikmyndir eða sjónvarpsþætti þar sem gert er grín að sápuóperum) til að gera sér grein fyrir því hvað er um að ræða. Rétt þegar áhorfendur eru orðnir þreyttir á því sem þeir gjör- þekkja, eða framleiðendum finnst ástæða til að breyta til, nú eða enn frekar að gamall leikari sem ætlaði að slá í gegn í kvikmyndum er orðinn verkefnalaus og snýr aftur, þá er ekk- ert betra en að kynna til sögunnar illa bróður góðmennisins. Og hvað er árið 2009 annað en illi bróðir 2005? Þjóðin er eins útlits, svona fyrir utan að þá voru engir mótmæla- fundir og engin pólitísk skemmdar- verk. Þá var líka fullt af bjartsýnum Íslendingum að festa kaup á húseign út á hræódýr lán. Nú er fullt af svart- sýnum Íslendingum sem óska þess heitast að losna við húseignirnar sínar með rándýru lánunum. 2005 skiptu Íslendingar út gömlu druslunum og fengu sér nýja fáka á kostakjörum. Nú vill fólk losna við fínu bílana og jafn- vel fá gömlu druslurn- ar í stað- inn. Það sem áður var gott er nú slæmt. Árið 2005 vildu allir eiga sitt húsnæði en nú vilja sífellt fleiri leigja. Geir og Össur hafa kannski rétt fyrir sér þegar þeir segja að landsframleiðslan verði sú sama nú og árið 2005. Bara synd og skömm að svo margt annað skuli vera í miklu verri gír en áður var. En sennilega svipar árunum saman, svona eins og góða og illa bróðurnum, svona útlitslega séð. þriðjudagur 6. janúar 200914 Umræða IllI bróðIr ársIns 2005 svarthöfði spurningin „Já, ég held að hann sé alveg klárlega í djúpum skít. Ég held að enginn hafi gert svona upp á bak síðan frumburður- inn var með magakveisu haustið 2000,“ segir Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu. Árni Mathiesen fjármálaráðherra var útnefndur skítseiði ársins í þættinum Harma- geddon á X-inu í gær. Er árnI í djúpum skít? sandkorn n Stöð 2 hefur af einhverjum ástæðum orðið einn helsti óvinur róttækustu mótmæl- endanna sem gerðu aðsúg að starfsfólki hennar á gamlárs- dag. Það var svo sem olía á eld þegar Ari Edwald, forstjóri 365, sagði að meðal mótmæl- enda væru grímu- klædd- ir glæpa- menn. Nú eru Ari og sá sannsögli Sigmundur Ern- ir, forstöðumaður fréttasviðs 365, holdgervingar þeirra sem mótmælendur hafa ímigust á. Í samræmi við það kalla rót- tæklingar forstjórann nú Ara Auðvald. n Magakveisa liðinna jóla herj- aði ekki aðeins á heimasitjandi Íslendinga. Á Kanaríeyjum geisaði faraldur niðurgangs á meðal Íslendinga sem aldrei fyrr. Ferðamennirnir tóku þessu þó létt og einhverjir sáu ljósið í þessu ástandi. Á Kan- aríeyjum fékk umgangspestin nafn eins og fellibyljir ytra. Þar kallast pestin „Ókeypis Jón- ína Ben“. Reiknað er með að þolendur komi heim úr fríinu grannir og spengilegir. n Ritskoðun sú er Agnes Braga- dóttir, blaðamaður Moggans, taldi sig hafa sætt þegar viðtal hennar við Þorstein Pálsson, þáverandi forsætisráðherra , var slegið af hefur vakið nokkr- ar umræður. Guðmundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar, bloggaði um málið og sagðist hafa farið yfir viðtalið á sínum tíma. „Við Kjartan Gunnars- son fórum heim til hans og lás- um viðtalið yfir seint um kvöld. Ekki leist okkur vel á plaggið. Maður las allt með gleraug- um stjórnmálanna á þessum tíma. Eftir samtal Þorsteins og Matthíasar Johannessen ritstjóra í síma varð niðurstað- an sú að birta viðtalið ekki. Ákvörðunin var auðvitað á ábyrgð ritstjórans eins.“ n Bloggfærsla Guðmundar Magnússonar bar yfirskrift- ina „Viðtöl sem hverfa“ og var athyglisverð. Guðmundur skrifaði á sínum tíma bókina um Thorsar- ana. Það var Edda útgáfa, í eigu Björg- ólfs Guð- mundsson- ar, sem gaf bókina út. Hermt er að þegar Björgólfur sá bókina hafi hann brugðist ókvæða við vegna umfjöllunar sem var um fyrrverandi eig- inmann Þóru Hallgrímsson, eiginkonu hans. Upplaginu var eytt hið snarasta og höfundin- um gert að klippa úr bók sinni umfjöllunina. Nú bíða menn eftir játningabloggi Guðmund- ar sem heitið gæti „Bókarkaflar sem hverfa“. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv Á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, ÁskriftarsíMi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hann er frábær strákur og við náum vel sam- an.“ n Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Íslands í dag, um meðstjórn- anda sinn Sindra Sindrason. – DV „Ég er ekki búinn að fá kippuna.“ n Guðjón Davíð Karlsson sem veðjaði við Jóhannes Hauk Jóhannsson um hvor þeirra myndi birtast fyrst í Skaupinu. – Fréttablaðið „Ef þjóðfélagið þolir þjóðaratkvæðagreiðslu þolir það einnig þingkosningar.“ n Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um kosningar á árinu 2009. – DV „Mér fannst vanta ákveð- inn neista í liðið.“ n Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handbolta, sem var ekki sáttur við leik liðsins gegn b-liði Svía á sunnudag. – DV „Þetta snerist aldrei um nein laun, heldur fyrst og fremst metnað.“ n Fannar Þór Friðgeirsson handknattleiks- maður sem var að hætta í Stjörnunni og ganga aftur til liðs við Val. – Morgunblaðið „Hún streitist við það eitt að sitja.“ n Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrrverandi ritstjóri, telur sig hafa fundið hvað stjórnarliðar telji mikilvægasta og lífseigasta verkefni ríkisstjórnarinnar - og vandar henni ekki kveðjurnar - jonas.is Náhirðin Leiðari Stærsta vandamál Íslands eft-ir hrunið er að Davíð Oddsson seðlabankastjóri og sá hópur sem honum fylgir að málum ætla sér umfram allt að ná til sín verð- mætum úr rústum íslensks samfélags. Náhirðin, eins og hópurinn kallast, hef- ur ráðið lögum og lofum á Íslandi mörg undanfarin ár. Í upphafi var Davíð kos- inn af þjóð sinni. Þegar Íslendingar höfðu fengið nóg af honum skipaði hann sjálfan sig í Seðlabankann. Víða um heimsbyggðina er hlegið að Íslending- um fyrir að vera með óhæfan einstakl- ing í þeirri stöðu. Tíminn mun vonandi varpa ljósi á sök hins gamla pólítíkuss á því hvernig fór í hinum svarta októb- er þegar þrír bankar hrundu. Upphafið má rekja til yfirtöku ríkisins á Glitni að næturþeli. Að morgni næsta dags sagði seðlabankastjóri að Glitnir væri vel rek- inn banki en um væri að kenna utanað- komandi aðstæðum. Svo hrundi restin af bankakerfinu eins og dómínókubb- ar. Þótt enginn hafi valið Davíð til þess að stjórna ræður hann samt. Af óskilj- anlegum ástæðum hefur hann heljar- tak á Geir H. Haarde, formanni Sjálf- stæðisflokksins, sem þorir ekki að lyfta litla fingri gegn sínum gamla formanni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vara- formaður hefur aftur á móti gagnrýnt Davíð harkalega og verið úthrópuð af náhirðinni fyrir. Á meðan Davíð sit- ur í Seðlabankanum og drottnar fjar- ar líf ríkisstjórnarinnar út. Samkvæmt skoðanakönnunum telja 90 prósent Ís- lendinga að Davíð sé óþurftarmaður í Seðlabankanum. Eina leiðin til að ríkis- stjórnin nái einhverri sátt við almenn- ing er að reka Davíð úr starfi og gera náhirð hans óvirka. Gamla þjóðsagan um náhirðina segir frá því hvernig hin- ir dauðu átu þá lifandi út á gaddinn. Og það er einmitt að gerast á Íslandi í dag. Réttlætið víkur fyrir óttanum við leið- toga sem þjóðin hefur fengið nóg af. rEynIr traustason rItstjórI skrIfar. Réttlætið víkur fyrir óttanum bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.