Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Side 3
LANGVERST ÁVÖXTUN Í LANDSBANKANUM miðvikudagur 11. mars 2009 3Fréttir „Ég var í miðri vörn fyrir Íbúða- lánasjóð í mjög harðri snerru, um það bil sem ég var kosinn á þing vorið og sumarið 2007,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hann starfaði lengi sem lögmaður fyrir Íbúðalánasjóð, þar sem hann sérhæfði sig í evr- ópumálum, og hélt því áfram um skamman tíma eftir að hann varð þingmaður. Forstjóri Íbúðaláana- sjóðs segir að vegna sérþekkingar Árna Páls hjá sjóðnum hafi reynst nauðsynlegt að hann kláraði þau verkefni sem þá voru í gangi. Viðskiptabankarnir kærðu sjóðinn Árni Páll segir að Árni Magnús- son, þáverandi félagsmálaráð- herra Framsóknarflokksins, hafi árið 2003 óskað eftir áliti hans sem lögmanns í kjölfar þess að við- skiptabanarnir fóru að undirbjóða húsnæðislán Íbúðalánasjóðs. Bankarnir héldu þá fram að starf- semi Íbúðarlánasjóðs bryti gegn ríkisaðstoðarreglum EES-samn- ingsins. „Niðurstaða mín var sú að starfsemi sjóðsins stæðist þessar reglur,“ segir Árni Páll. Í framhaldinu var honum falið að vinna tilkynningu til Eftirlits- stofnunar EFTA (EES) fyrir þáver- andi ríkisstjórn. Sem kunnugt er kærðu viðskiptabankarnir starf- semi sjóðsins til ESA og hófst stöð- ugur málarekstur sem stóð með litlum hléum til október 2008 þeg- ar bankakerfið hrundi. Árni Páll segir að þá hafi öllum orðið end- anlega ljóst á hversu veikum mál- efnagrunni kröfur bankanna stóðu og hversu illa búnir þeir voru til að rækja hlutverk sem lánveitandi á íbúðalánamarkaði. Lauk störfum í árslok 2007 Árni Páll segir að síðustu greiðslur sem hann fékk frá Íbúðalánasjóði voru ferðakostnaður og laun vegna fundaferðar til Brussel í septemb- er 2007 að upphæð 158 þúsund. Auk þess sinnti hann rúmlega 180 klukkustunda vinnu fyrir sjóðinn seinni hluta ársins 2007 og fékk fyr- ir það greidda 1,5 milljón króna. Þar af voru tæplega 330 þúsund krónur, sem samsvarar vinnu fyr- ir 39,5 stunda vinnu eftir að þing kom saman 1. október 2007. „Frá árslokum 2007 hef ég ekki unnið fyrir Íbúðalánasjóð, að öðru leyti en því að ég hef veitt forstjóra hans ókeypis ráð þegar hann hef- ur leitað til mín vegna einstakra vandamála sem upp hafa komið og tengjast mínum fyrri störfum,“ segir Árni Páll. Ekki hagsmunatengsl Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, lítur ekki svo á að um hagsmunatengsl hafi verið að ræða þótt Árni Páll hafi starfað fyr- ir sjóðinn eftir að hann var orðinn þingmaður. „Auðvitað getur svona lagað verið álitamál en ég álít það ekki vera svo í þessu tilfelli. Þarna var hann að klára verkefni sem tengdust hans sérfræðiþekkingu. Hann var auðvitað búinn að starfa hér í nokkur ár og var þarna að ljúka því starfi,“ segir hann. Guðmundur bendir á að mikil- vægt hafi verið fyrir Íbúðalánasjóð að starfsmaður með þekkingu á málefninu sinnti starfinu. Engar reglur eru um að þing- menn skuli ekki sinna öðrum störf- um meðfram þingmennskunni. Ráðgjafastörf síðasta sumar Þau verkefni sem hann hafði áður með höndum fyrir Íbúðalánasjóð voru falin erlendum lögmanni sumarið 2008. „Þá var óskað eft- ir því við mig af hálfu Íbúðalána- sjóðs og fjármálaráðuneytisins að ég myndi veita hinum erlenda lög- manni ráðgjöf eftir því sem hann teldi nauðsyn á enda þá ennþá mjög tvísýnt um örlög Íbúðalána- sjóðs. Ég aðstoðaði erlenda lögfræði- fyrirtækið með ráðgjöf, bréfaskrif- um, greiningum og undirbúningi funda að þessu leyti í september og október 2008. Heildarreikning- ur vegna þeirrar þjónustu og ferð- ar til Brussel vegna funda var 7.292 evrur,“ segir Árni Páll. Miðað við gengi Seðlabankans var evran 150 krónur um miðjan október. Greiðslurnar frá lögfræði- fyritækinu hafa því numið rúmri milljón. Árni Páll Árnason hélt áfram störfum hjá Íbúðalánasjóði um hríð eftir að hann settist á þing. Síðasta sumar þáði hann greiðslur fyrir ráðgjafastörf tengd sjóðnum fyrir á aðra milljón. Haustið áður fékk hann síðan tæpar tvær milljónir í laun frá sjóðnum. Þá var hann þegar starfandi þingmaður. Engar reglur eru um að þingmenn skuli ekki sinna öðrum störfum meðfram þingmennskunni. Áfram hjá Íbúðalánasjóði Árni Páll Árnason fékk tæpar tvær milljónir í laun frá Íbúðalánasjóði haustið 2007. Hann var kjörinn á þing þá um vorið. Mynd EggERt JóhannEsson „Auðvitað getur svona lagað verið álitamál en ég álít það ekki vera svo í þessu tilfelli.“ FÉKK MILLJÓNIR Í AUKAGREIÐSLUR ERLa hLynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Landsbankinn taP 31,5 % borgað út 68,5 % gLitniR / ÍsLandsbanki borgað út 85,12 % taP 14,88% kaUPÞing borgað út 85,3 % taP 14,7 % LÍfEyRissJóðUR Landsbankans fJÁRfEsti Í sJóði Eigin banka Hlutfall peningamarkaðsbréfa* Líf 1 31,7% Líf 2 25,9% Líf 3 18,3% Líf 4 20,1% Heildartap á sjóðnum: 2,75 milljarðar *Hlutfall heildareigna Íslenska lífeyrissjóðsins eftir sparnað- arleiðum í peningamarkaðssjóði Landsbankans Mótmæli Í kjölfar bankahrunsins dundu mótmæli á Landsbankanum og var krafist brottvikningar þáver- andi bankastjóra, Elínar sigfúsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.