Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Page 15
miðvikudagur 11. mars 2009 15Umræða
Hver er konan? „konan er sunna
dís másdóttir, meistaranemi í
hagnýtri menningarmiðlun og
rómantísk sál.“
Hvað drífur þig áfram? „aðeins of
mikil framkvæmdagleði.“
Hvar ertu alin upp? „Ég er
reykjavíkurmær í húð og hár.“
Áhugamál? „klárlega ástin,
bókmenntir, kvikmyndir og margt
fleira.“
Hvaða bók lastu síðast? „atóm-
stöðina eftir Halldór Laxness.“
Trúir þú á ást við fyrstu sýn? „Já,
það geri ég svo sannarlega.“
Hefur þú fengið eða skrifað ást-
arbréf? „sjálf hef ég skrifað ástarbréf
og samkvæmt minni skilgreiningu
á ástarbréfum, það er að segja
email-um og sms-um, svokölluðum
nútímaástarbréfum, hef ég fengið
alveg helling af þeim.“
Hvernig gengur að safna
ástarbréfum? „söfnunin var að fara
af stað og virðist fólk taka vel í hana.
Ég vaknaði til dæmis í morgun við
símtal frá eldri manni sem lumar á
yfir 300 síðum af ástarjátningum sem
hafa farið á milli hans og konunnar
hans.“
Eru Íslendingar rómantískir?
„Ég held það, þó þeir vilji ekki alltaf
kannast við það svona opinberlega.“
Hvert á að senda ástarbréfin?
„Fólk getur sent bréf með hefð-
bundnum hætti á Landsbókasafn
Íslands – Háskólabókasafn,
Handritadeild, arngrímsgötu 3, 107
reykjavík. Tölvupósta, Facebook-
skilaboð, sms-skeyti eða önnur
rafræn ástar-skilaboð má senda á
netfangið astarbrefoskast@gmail.
com. Fólk er ekki skyldugt til að gefa
upp fullt nafn og kennitölu með
bréfunum.“
Hver er draumurinn? „skamm-
tímadraumurinn er að fá gommu af
ástarbréfum sem við getum varðveitt
fyrir komandi kynslóðir.“
Ertu sátt/ur við störf íslEnsku ríkisbankanna?
„Nei, ég er ekki alveg sátt við þá.“
KrisTrún JónsdóTTir
17 ára Nemi
„Nei, ég get ekki sagt það.“
Guðrún MarÍa PÁlsdóTTir
18 ára Nemi
„Nei, alls ekki. Ég vil geta afskrifað
skuldirnar mínar eins og þeir. Þeir
lokuðu líka sérreikningum,
peningasjóðum og fleiru.“
ErlinG Þór KrisTJÁnsson
29 ára aTviNNuLaus
„Nei. Þeir geta afskrifað skuldirnar sínar
en við getum ekki afskrifað okkar.“
ósKar FrEyr JúlÍusson
22 ára TækNimaður HJá vodaFoNe
Dómstóll götunnar
sunna dÍs MÁsdóTTir,
meistaranemi í hagnýtri menningar-
miðlun, er í samstarfi við Landsbóka-
safn Íslands um að safna ástarbréf-
um, ástarjátningum á tölvupósti og
sms-um Íslendinga. markmiðið er að
setja upp sýningu í miðbænum í
samráði við eigendur bréfanna.
Hefur fengið
Helling af
ástarbréfum
„Nei. Ég skil ekki hvernig þeir geta
afskrifað skuldir sínar og skilið þær eftir
í gamla bankanum á meðan
almenningur þarf að halda áfram að
borga sínar skuldir.“
ninna sTEFÁnsdóTTir
20 ára versLuNarkoNa
maður Dagsins
Stórmerkileg kona, óháður rann-
sóknardómari í Frakklandi, sat í
Silfri helgarinnar og jós yfir landslýð
merkum sannindum: Gangi skvett-
urnar nærri valdhöfum bregðast
þeir við með tregðu. Í barnaskap
okkar trúðum við spillingarkönn-
uninni frægu sem sagði hér ekkert
slíkt. Og í svipuðu skapi vonumst
við eftir iðrun og játningu auð-
mannanna, jafnvel endurgreiðsl-
um. Auðvitað er efnahagsbrota-
deild lögreglunnar í fjársvelti og
landhelgisgæzlan látin ganga fyrir.
Og vitaskuld andæfa menn kostn-
aði við stjórnlagaþing og vilja frek-
ar tónlistarhús. Kvarta um tíma-
skort þegar persónukjör ber á góma
en tuða fram og aftur um ríkisfang
seðlabankastjóra.
Yfirbót bankahrunsins er ósönn
og vilji til uppgjörs takmarkaður.
Áðurnefnd kona áréttaði samt mjög
nauðsyn þess að gera upp banka-
hrunið til að forðast áframhaldandi
siðspillingu og bauð enn fremur að-
stoð. Steingrímur hlýtur að þiggja
það.
En siðspillingin var ekki bara í
stjórnum bankanna. Lífeyrissjóðir,
eða öllu heldur forsvarsmenn
þeirra, virðast vísvitandi hafa beitt
blekkingum samhliða því að maka
sjálfir krókinn. Sem lausn liggur
einn lífeyrissjóður allra landsmanna
beinast við. Og sá á ekki að vera
handbendi fjárglæframanna né
sjálftökusjóður heldur einungis hafa
það markmið að gæta hagsmuna
sjóðfélaga. Séreignasjóðir gætu
þess vegna starfað samhliða og
opnir þeim sem vilja leggja umfram
til hliðar.
Framsóknarflokkurinn flaggar
20% flatri afskrift húsnæðislána.
En mennirnir eru margir og
lánsupphæðirnar einnig. Þetta
færir fólki því mjög mismunandi
niðurfellingar í krónum talið og
ekki gerður greinarmunur á þörf
og nauðsyn. Augljóslega reynir
þessi leið líka mjög á ríkiskassann.
En eitthvað verður að gera þeim
til hjálpar sem dýpst eru sokknir
í skuldafenið og tillögur um nýjar
viðmiðanir lána hlýtur að vera hægt
að útfæra skynsamlega. Einnig hafa
menn nefnt skerðingu eignahlutfalls
íbúða sem léttir greiðslubyrði en
gerir fólki kleift að búa áfram í
húsum sínum. Lausnir eru til og
valdhöfum ekkert að vanbúnaði.
Tregðulögmálið
kjallari
svona er íslanD
1 Tryggvi fékk kúlulán
einkahlutafélag í eigu þáverandi forstjóra
fjárfestingabankans askar Capital,
Tryggva Þórs Herbertssonar, fékk 150
milljóna kúlulán frá bankanum til að
kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum árið
2007.
2 spáði fyrir um brotthvarf
ingibjargar
völva dv spáði því um áramót að
ingibjörg sólrún gísladóttir myndi hætta
í stjórnmálum af persónulegum
ástæðum.
3 Áttræð ofurfyrirsæta rakar inn
fé
Ferill bresku fyrirsætunnar daphne selfe
spannar sextíu ár og hún er hvergi nærri
hætt.
4 langveikum dreng neitað um
styrk
guðrúnu Lilju Hermannsdóttur, móður
sjö ára langveiks drengs, var neitað um
styrk frá kópavogsbæ.
5 Miklu stærri gjalddagi í maí
samkvæmt heimildum dv stóð
straumur frammi fyrir miklu stærri
gjalddaga í maí.
6 svikull miðill krafinn um bætur
Charles silveira 38 ára Bandaríkjamaður
frá Long island hefur höfðað mál á
hendur miðlinum ava miller.
7 Tók á móti kúnnum
Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, stóð
vaktina á laugardaginn við opnun
nýjustu Bónusverslunarinnar á
korputorgi í mosfellsbæ.
mest lesið á dv.is
lÝður Árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Gangi skvetturnar
nærri valdhöfum
bregðast þeir
við með
tregðu.“