Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Page 16
miðvikudagur 11. mars 200916 Ættfræði Manfreð Vilhjálmsson arkitekt Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaun menningarverð- launa DV á miðvikudaginn var. Starfsferill Manfreð fæddist í Sunnudal á Skild- inganesi. Hann stundaði nám í húsa- smíði 1944-52, lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og lauk prófi í arkitektúr frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg 1954. Manfreð vann hjá arkitektunum Sven Brolid og Jan Wallinder í Gauta- borg 1954-55, á Teiknistofu Skarp- héðins Jóhannssonar 1955-59, rak eigin teiknistofu 1959-67, rak teikni- stofu með Þorvaldi S. Þorvaldssyni arkitekt 1967-84, rak eigin teiknistofu 1984-95, starfrækti, ásamt Árna Þór- ólfssyni og Steinari Sigurðssyni, stof- una Manfreð Vilhjálmsson – Arki- tektar ehf, frá 1996 sem sameinaðist síðan stofu sem nú heitir VA Arki- tektar þar sem Manfreð starfar enn. Manfreð var formaður Húsa- meistarafélags Íslands 1965 og 1966. Manfreð teiknaði m.a. Nesti í Reykjavík og á Akureyri, skrifstofu- hús fyrir Vegagerð ríkisins á Sauð- árkróki, Ísafirði og Selfossi, og ásamt Þorvaldi S. Þorvaldssyni að hluta Þjóðarbókhlöðuna, Skálholtsskóla og Árbæjarkirkju og safnaðarheim- ili. Þá teiknaði hann mannvirki við Kröfluvirkjun, skólahús að Stóru- Tjörnum, Reykjum og Eiðum, Bú- staðavegarbrú yfir Kringlumýrar- braut ásamt Ríkharði Kristjánssyni, teiknaði endurbyggingu Höfða og skipulagði Fossvog með Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Krist- inssyni. Manfreð hlaut fyrstu verðlaun 1963 fyrir skipulag miðbæjar Akur- eyrar ásamt Gunnlaugi Halldórs- syni, verðlaun fyrir kirkju á Mosfelli ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni og önnur verðlaun 1986 fyrir teikn- ingu að nýbyggingu Alþingis. Hann hlaut heiðursverðlaun fyrir sýning- arbás á Iðnsýningunni í Laugardals- höll 1960, menningarverðlaun DV 1980 og 1988 og var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1996. Fjölskylda Manfreð kvæntist 6.8. 1952 Ernu Sig- urjónsdóttur, f. 10.5. 1929, fyrrv. odd- vita Bessastaðahrepps. Foreldrar hennar: Sigurjón Danivalsson, fram- kvæmdastjóri í Hveragerði, og Sól- veig Lúðvíksdóttir húsmóðir. Börn Manfreðs og Ernu eru Sól- veig, f. 26.8. 1954, tækniteiknari; Vil- hjálmur Már, f. 10.10. 1957, véltækni- fræðingur, en kona hans er Jóhanna Diðriksdóttir; Gunnhildur, f. 4.7. 1961, bókasafnsfræðingur, en mað- ur hennar er Einar Rúnar Axelsson; Sigurjón Már, f. 27.10. 1963, flugum- ferðarstjóri, en kona hans er Svandís Tryggvadóttir; Valdís Fríða, f. 17.2. 1968, læknir, en maður hennar er Lárus Jónsson. Systur Manfreðs: Steinunn, f. 1.5. 1930, d. 31.10. 1996, ritari við Seðla- bankann; Karen, f. 4.1. 1934, fyrrv. kennari í Reykjavík. Foreldrar Manfreðs voru Vil- hjálmur Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1927, húsasmíðameistari í Reykja- vík, og Marta Ólafsdóttir, f. 3.6. 1894, 12.11. 1983, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur var sonur Jóns, b. á Skarði í Gnúpverjahreppi, bróðir Matthí- asar, föður Haralds, fyrrv. mennta- skólakennara á Laugarvatni, föð- ur Haralds, fyrrv. alþm., föður Ólafs fjallgöngugarps. Jón var sonur Jóns, b. á Skarði Gíslasonar, b. á Hæli Gamalíelssonar, bróður Gests, lang- afa Steinþórs Gestssonar, fyrrv. al- þingismanns á Hæli, föður Gests, skattstjóra í Reykjavík. Gestur var einnig langafi Einars Ingimundar- sonar, fyrrv. alþm., og Helgu, móð- ur Benedikts Sveinssonar hrl., föður Bjarna alþm. Móðir Jóns Jónssonar var Steinunn, systir Rósu, langömmu Alfreðs Flóka. Steinunn var dóttir Matthíasar, b. á Miðfelli, bróður Ein- ars, langafa Jóhanns, föður Haralds, hagfræðings. Matthías var sonur Gísla, b. á Sóleyjarbakka Jónssonar, b. á Spóastöðum Guðmundssonar, ættföður Kópsvatnsættar Þorsteins- sonar. Móðir Vilhjálms var Steinunn Jónsdóttir, b. á Hurðarbaki á Skeið- um Guðnasonar, og Aldísar, syst- ur Ingigerðar, langömmu Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Aldís var dóttir Þorsteins, smiðs á Vorsabæ Jörundssonar, smiðs á Laug Illuga- sonar, Skálholtssmiðs Jónssonar. Marta var dóttir Ólafs, b. á Hrísa- koti í Helgafellssveit Ólafssonar, b. á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, bróð- ur Ingibjargar, langömmu Gunnars Símonarsonar, föður Rúnars arki- tekts og Halls Símonarsonar blaða- manns, föður Halls, fyrrv. frétta- manns. Ólafur var sonur Halls, b. á Stóra-Vatnshorni Hallssonar, og Margrétar Árnadóttur, b. á Stóra- Vatnshorni Jónssonar, fræðimanns á Stóra-Vatnshorni Egilssonar. Móðir Mörtu var Málfríður, systir Bjarna, langafa Magnúsar Jóhannes- sonar, fyrrv. siglingamálastjóra. Mál- fríður var dóttir Jónasar, b. á Magn- úsarfjósum í Flóa Hannessonar, og Margrétar Bjarnadóttur, b. á Stóra- Hálsi í Grafningi Kolbeinssonar. Einar fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Brekkubæjarskóla og Hér- aðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði og stundaði nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Einar stundaði sjó- mennsku á bátum og tog- urum víðs vegar um land um árabil. Þá hefur hann stundað byggingarvinnu víða um land en þó lengst af í Reykjavík. Auk þess stundaði hann byggingarvinnu og starfaði við sendibílaþjónustu í Danmörku í níu ár. Hann hefur nú starfað hjá Norðuráli í tæp þrjú ár. Fjölskylda Eiginkona Einars er Sigrún Jóhann- esdóttir, f. 8.11. 1970, hjúkrunar- fræðingur við Landspítal- ann. Dóttir Einars er Sig- ríður Bára Einarsdóttir, f. 31.7. 1991, nemi við MH. Börn Einars og Sig- rúnar eru Ólöf Ósk Ein- arsdóttir, f. 28.10. 1995; Jón Ingvi Einarsson, f. 1.8. 2000; Jóhannes Einars- son, f. 16.8. 2003. Systkini Einars eru Valtýr Berg- mann Benediktsson, f. 28.8. 1975, þjónn hjá Fiskmarkaðnum; Ka- ren Edda Benediktsdóttir, f. 17.12. 1982, nemi í stjórnmálafræði. Foreldrar Einars eru Benedikt Valtýsson, f. 20.7. 1946, vélvirki hjá Norðuráli, og Sigríður Bára Ein- arsdóttir, f. 18.1. 1947, gjaldkeri hjá Iceland Seafood. Stefán fæddist á Efra-Ási í Hjaltadal og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var í Grunnskólanum á Hól- um og Varmahlíðarskóla og stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Stefán ólst upp við öll almenn sveitastörf í æsku og á unglingsárunum. Hann stund- aði sjómennsku á bátum og tog- urum frá Sauðárkróki í fjögur ár, stundaði vinnumennsku í Skaga- firði, var í Efra-Ási við landbúnaðar- störf 2004-2007, vann hjá ÞS Verk- tökum á Austurlandi 2007-2008 og hefur verið sjálfstæður verktaki frá sl. vori. Stefán hefur stundað minkaveið- ar í nokkur ár. Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Þóra Dögg Reynisdóttir, f. 14.4. 1979, húsmóðir. Börn Stefáns og Þóru Daggar eru Silja Ösp Stef- ánsdóttir, f. 9.11. 1999; Selma Björk Þórudóttir, f. 1.10. 2004; Örn Ægir Stef- ánsson, f. 13.2. 2007. Systkini Stefáns eru Pétur Sverr- isson, f. 18.7. 1963, pípulagninga- maður í Reykjanesbæ; Sigrún Sverr- isdóttir, f. 8.5. 1965, húsfreyja að Kjarna í Eyjafirði; Árni Sverrisson, f. 24.10. 1969, bóndi í Efra-Ási. Foreldrar Stefáns eru Sverr- ir Magnússon, f. 20.6. 1942, fyrrv. bóndi í Efra-Ási, og Ásdís Péturs- dóttir, f. 17.10. 1943, fyrrv. bóndi í Efra-Ási. Einar Benediktsson liðsstjóri hjá Norðuráli Stefán Ásgrímur Sverrisson verktaki á sauðárkróki Þórdís Lilja Bergs, sem er þrítug í dag, fæddist á Akureyri og ólst þar upp, flutti síðan suður fyrir átta árum en hefur stundað nám í hag- fræði, heimspeki og stjórnmálafræði á Bifröst sl. þrjú ár. Unnusti hennar, Georg Heiðar Ómarsson, stundar sama nám á sama stað en þau eiga von á erfingja þann 8. maí nk. „Barnið verður náttúrlega aðal- afmælisgjöfin þegar það kemur, en hátíðahöld afmælisdagsins taka óneitanlega mið af því að ég er ólétt og langt gengin með. Á afmælisdag- inn ætlum við, ég og unnusti minn, niður á Akranes að skoða aðstæður til fæðingar á sjúkrahúsinu þar. Síð- an skreppum við til Reykjavíkur þar sem ég fer í þrívíddarsónar sem vin- kona mín, hún Ásta Kristín Hólm- kelsdóttir, sem er líka að læra hér á Bifröst, var svo elskuleg að gefa mér í afmælisgjöf. Þannig fær maður að kíkja aðeins í aðalafmælispakkann á afmælisdaginn,“ segir Þórdís Lilja alsæl. Móðir Þórdísar býður þeim Georg svo út að borða í höfuðstaðn- um um kvöldið, en faðir Þórdísar verður því miður fjarri góðu gamni við skyldustörf á Akureyri. „Það má nú reyndar koma hér fram að mamma hélt frábærar af- mælisveislur fyrir mig þegar ég var krakki. Þá voru Smjattpattarnir í miklu uppáhaldi og mamma bakaði Smjattpattakökur sem gerðu alltaf mikla lukku.“ En hvernig leggst það í Þórdísi Lilju að komast á fertugsaldurinn? „Alveg svakalega vel. Ég er eig- inlega búin að bíða eftir þessu af- mæli í mörg ár. Ég hef einhvern veg- inn bitið það í mig að þegar maður verður þrítugur byrji lífið fyrst fyrir alvöru. Hvers vegna mér finnst þetta er auðvitað aukaatriði. Aðalatriðið er að vera ánægður með lífið og til- veruna og hafa trú á framtíðinni.“ 40 ára í dag 30 ára í dag Fær þrívíddarsónar í afmælisgjöf: ólétt og alsæl á Bifröst 30 ára n Kristín Sif Ómarsdóttir Þorláksgeisla 43, Reykjavík n Edyta Dziarnowska Suðurhólum 20, Reykjavík n Tomasz Romanowski Heiðarbóli 4d, Reykjanesbæ n Ingi Þór Hallgrímsson Vallargötu 14, Sandgerði n Sigurður Sigurðsson Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum n Heimir Hilmarsson Helluvaði 13, Reykjavík n Sigurður Gísli Karlsson Eggertsgötu 20, Reykjavík n Einar Ólafsson Bakkaseli 20, Reykjavík n Rósa Guðmundsdóttir Öldugranda 3, Reykjavík n Bjartmar Leósson Gunnarsbraut 53, Reykjavík 40 ára n Ueamporn Udomworakul Hraunbæ 44, Reykjavík n Garðar Rafn Halldórsson Flétturima 24, Reykjavík n Ingibjörg María Ingvadóttir Dalbraut 14, Dalvík n Sigurjón Guðni Ólason Grænuhlíð 14, Reykjavík n Ingi Ingvarsson Laugalind 4, Kópavogi n Kristín Magnúsdóttir Pétursey 1, Vík n Jakob Vest Reynisson Ásabraut 1, Sandgerði n María Halldórsdóttir Draumahæð 5, Garðabæ n Auður Sigurjóna Jónasdóttir Laufengi 6, Reykjavík n Gylfi Guðmundsson Laufrima 75, Reykjavík n Aðalsteinn Rafn Richter Ásbúð 30, Garðabæ n Gunnar Freyr Þórdísarson Skeggjagötu 2, Reykjavík n Sigríður Marta Valsdóttir Svölutjörn 46, Njarðvík n Nína Björg Sigurðardóttir Breiðagerði 35, Reykjavík 50 ára n Osvalds Divra Eyravegi 21, Selfossi n Sophia Guðrún Hansen Klapparstíg 17, Reykjavík n Halldór Rúnar Magnússon Vesturbergi 53, Reykjavík n Aðalsteinn Leví Pálmason Veghúsum 17, Reykjavík n Aðalheiður Tryggvadóttir Hólmatúni 58, Álftanesi n Sigurjón Magnússon Brimnesi, Ólafsfirði n Kjartan Ólafsson Tröllateigi 37, Mosfellsbæ n Bryndís Emilsdóttir Dvergholti 22, Mosfellsbæ 60 ára n Sigurbjörg Ármannsdóttir Þingási 5, Reykjavík n Örn Jónsson Grjótaseli 1, Reykjavík n Særún Garðarsdóttir Glitvangi 5, Hafnarfirði n Sveinn Geir Sigurjónsson Flétturima 2, Reykjavík 70 ára n Viðar Valdimarsson Heiðarhrauni 4, Grindavík n Ólöf Steinunn Þórsdóttir Bakka, Akureyri n Reynir Stefánsson Mjóanesi, Egilsstöðum n Ólafía Hrönn Ólafsdóttir Löngulínu 7, Garðabæ n Sólveig Inga Gunnlaugsdóttir Ljósheimum 6, Reykjavík n Jónas Þórarinsson Ægisvöllum 6, Reykjanesbæ 75 ára n Gunnar Oddsson Flatatungu, Varmahlíð n Magnús Einarsson Grænlandsleið 32, Reykjavík n Guðrún Ída Stanleysdóttir Rein, Selfossi 80 ára n Guðmundur Jónsson Sóltúni 11, Reykjavík n Marsibil Mogensen Rauðalæk 59, Reykjavík n María G Öen Magnússon Hlíðarhúsum 7, Reykjavík 85 ára n Guðrún Magnúsdóttir Háaleitisbraut 22, Reykjavík Til hamingju með afmælið! fólk í fréTTum Þórdís Lilja Bergs Fjölskyldu- mynd af afmælisbarninu ólétta, unnustanum georg Heiðari og tíkinni Perlu á góðri stund. auglýsingasíminn er 512 70 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.