Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2009, Qupperneq 21
miðvikudagur 11. mars 2009 21Fókus á miðvikudegi Boðið í Bíó Íslandsdeild Amnesty International ætlar að bjóða í bíó í kvöld. Deildin ætlar að sýna brasilísku kvikmyndina Elas da Favela, eða Women of the Favela, í tilefni af alþjóðleg- um baráttudegi kvenna sem var 8. mars. Sýning myndar- innar fer fram í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty Inter- national að Þingholtsstræti 27, 3 hæð, klukkan 20.00. Dauflegt um Dauðann Er hægt að skrifa leikrit um dauða- stríð barns? Gott leikrit, hugtækt og hrífandi? Svarið er: Já. Fyrir nokkrum árum var fluttur hér, fyrst í útvarpi, síð- an á sviði, einleikurinn Ausa Steinberg eftir Bretann Lee Hall. Hann hlaut góðar viðtökur, enda frábært verk inn- an sinna þröngu marka, fullt af drama og húmor, allt þó í lágstemmdum og tregafullum tóni. Tilfinningasemi ör- laði þar ekki á, hvergi nokkurs staðar. Nú reynir Jón Páll Eyjólfsson að end- urtaka leikinn með því að leikbúa ekki ósvipaðan texta eftir franska skáldið Eric-Emmanuel Schmitt. Verkið var frumsýnt sl. fimmtudagskvöld á Litla sviðinu sem þáttur í einleikjaröð L.R. Jón Páll er efnilegur leikstjóri, en hann á sýnilega margt ólært í dramatúrgísk- um vinnubrögðum. Efniðviðurinn er bréf sem Óskar litli skrifar Guði. Hann er með banvænan sjúkdóm, og veit það vel, en enginn þorir að tala við hann af hreinskilni annar en „Amma bleika“, starfskona á spítalanum. Í sviðsgerðinni er það hún sem les fyrir okkur úr bréfunum. Hún er ein heima hjá sér og handfjatlar bréfin sem helg- an dóm, því að drengurinn er farinn til Guðs. Í fyrstunni trúði Óskar ekki á hann, enda barn trúlausra foreldra, en það breyttist. Þetta eru snotrir textar frá hendi skáldsins, en þeir eru varla efni í leikrit - enda eins víst að Emm- anuel-Schmitt hefði þá samið það sjálfur. Sú leið, sem Jón Páll reynir að fara, er fullkomlega ódramatísk, leiðir ekki út í annað en tilbreytingarleysi og doða. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Ömmu bleiku og er ekki öfundsverð af því. Hún hefur sitthvað á móti sér: jogginggallinn, sem Snorri Freyr, hefur fært hana í, klæðir hana mjög illa; svo er málfarið á þýðingunni víða undar- lega bóklegt og ósennilegt úr munni tíu ára barns. Þá er ótalin furðulega hæggeng leikstjórn sem steypist að lokum á bólakaf í pytt tilfinningasem- innar. Þó gerir Margrét Helga margt vel; hlýleg nærvera hennar og fínlegt skopskyn bregðast ekki fremur en endranær. Þegar upp er staðið bjarg- ar það þó litlu og manni er létt þegar þetta er loksins búið. Jón Viðar Jónsson Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! LeikféLag reykjavíkur: Óskar og bleikklædda konan eftir eric-emmanuel schmitt Þýðing: guðrún vilmundardóttir Leikgerð og leikstjórn: jón Páll eyjólfsson Leikmynd og búningar: snorri freyr Hilmarsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Hallur ingólfsson leiklist Clint Eastwood er mættur aftur í að- alhlutverk eftir fjögurra ára pásu frá því að hann gerði óskarsverðlauna- myndina Million Dollar Baby. East- wood, eða Clintarinn eins og ég kýs að kalla hann, hreppti þar Óskar- inn fyrir bestu leikstjórn og var til- nefndur fyrir leik sinn. Clintarinn hefur verið þekktur fyrir fátt annað í gegnum tíðina en að vera grjótharð- ur töffari sem lætur menn heyra það og tekur þá í karphúsið fyrir minnsta skæting. Clint er mættur aftur og karphúsið er galopið. Gran Torino segir sögu hins þröngsýna og fúllynda Walts Kow- alski. Hann er nýbúinn að missa það eina sem skipti hann máli í lífinu, eiginkonuna, og honum er nokkurn veginn sama um rest. Walt býr í út- hverfi í bandarískri borg sem er nú orðið að innflytjendahverfi. Hann er einn eftir í götunni en allt í kringum hann er fólk af asísku bergi brotið. Hinum þröngsýna Walt líst ekkert á þetta „hyski“. Sérstaklega líst honum illa á fjölskylduna í næsta húsi. Þegar meðlimir glæpaklíku áreita nágranna Walts færast átök- in yfir á blettinn hjá honum við litla hrifningu fyrrverandi hermanns- ins. Hann stígur út með rifilinn sinn og vísar fólkinu óvinsamlega af lóð sinni. Enda nýbúinn að slá grasið. Upp frá því lítur fólkið í hverfinu á hann sem hetju og verðlaunar hann í samræmi við það. Hinn þröng- sýni Walt neyðist til þess að brosa aðeins og áður en maður veit af er hann orðinn vinur fjölskyldunnar. En klíkumeðlimirnir eru aldrei langt undan og Walt veit að hann þarf að gera það sem hann gerir best, „take care of business“. Eastwood er frábær í þessari mynd. Hann er fullkominn í hlutverk bandarísks manns af vissri kynslóð. Manns sem ólst upp í kreppunni miklu, þurfti alla tíð að hafa fyrir sínu og barðist svo í Kóreu-stríðinu. Þar sem hann gerði hræðilega hluti í nafni stríðs og hefur reynt að lifa með því alla tíð síðan. Hlutirnir eru einfaldega debet og kredit hjá þeim gamla og hann þolir ekki aumingja- skap. Samskipti Walts við nágranna- fjölskylduna og fólkið í götunni eru skemmtileg og maður getur ekki annað en brosað þegar gamli fant- urinn fer að linast. En þegar hlutirn- ir fara á versta veg er lítið um bros. Hann veit nákvæmlega hvað þarf að gera og hvernig. Ásgeir Jónsson Clintarinn g jótharður Clint Eastwood „Clint er mættur aftur og karphúsið er galopið.“ Gran Torino frábær mynd um vinskap og ólík gildi. gran Torino Leikstjóri: Clint eastwood Aðalhlutverk: Clint eastwood, Cory Hardrict, Brian Haley, Brian Howe, dreama Walker, Christopher Carley kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.