Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Blaðsíða 6
miðvikudagur 25. mars 20096 Fréttir
Verðbólga
dregst saman
Verðbólga síðustu tólf mánuði
nemur 15,2 prósentum. Án hús-
næðis mælist verðbólgan 19,4
prósent. Undanfarna þrjá mán-
uði hefur hún aukist um 0,5 pró-
sent sem jafngildir 1,9 prósenta
verðbólgu á ári. Þetta kemur
fram í tölum frá Hagstofunni.
Kostnaður vegna eigin hús-
næðis lækkaði um 5,1 prósent.
Verð á bensíni og dísilolíu lækk-
aði um 3,1 prósent og verð á mat
og drykkjarvöru um 0,9 prósent.
Þá lækkaði verð á flugfargjöld-
um til útlanda um 8,3 prósent.
Vetrarútsölum er víðast lok-
ið og hækkaði verð á fötum og
skóm um 5,5 prósent.
Samfylkingin
endurgreiðir
Samfylkingin ætlar að endur-
greiða Íslandspósti 150 þúsund
króna styrk sem flokkurinn þáði
árið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn
ákvað í fyrradag að endurgreiða
Neyðarlínunni 300 þúsund
króna styrk sem flokkurinn þáði.
Þessar upplýsingar birtust í út-
drætti Ríkisendurskoðunar um
uppgjör stjórnmálaflokkanna.
Flokkum er óheimilt að þiggja
styrki af félögum og fyrirtækjum
í meirihlutaeigu ríkisins.
Sigrún Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinn-
ar, sagði í samtali við RÚV að
flokkurinn harmaði mistökin og
hygðist herða verklagsreglur sín-
ar líkt og Sjálfstæðisflokkurinn.
Stútfullur bíll
af þýfi
Lögreglan á Selfossi handtók
tvo karlmenn um fimmleytið
í fyrrinótt en bíll mannanna
reyndist stútfullur af þýfi.
Að sögn lögreglu var bíllinn
mjög siginn að aftan vegna
þunga þýfisins. Í bílnum
reyndust meðal annars vera
þrír flatskjáir, ýmsir eldhús-
munir og verkfæri.
Að sögn lögreglu hafði
sömu flatskjánum verið rænt
skömmu áður og voru þeir
enn merktir málsnúmerum
lögreglu frá síðasta ráni. Að
sögn lögreglu hafa nokkrar
tilkynningar borist í morgun
um innbrot í sumarbústaði í
nágrenni við Selfoss. Sterkur
grunur er uppi um að þýfið
sem fannst í fyrrinótt sé úr
einhverju þessara innbrota.
Mikil óánægja ríkir meðal sjálfstæð-
ismanna á Akranesi vegna niðurstöð-
unnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokks
í Norðvesturkjördæmi. Þeir úti-
loka ekki að fara í sérframboð og eru
mjög óhressir með útkomuna. Eng-
inn Skagamaður er í öruggu sæti fyrir
komandi kosningar en sá sem kemst
næst þingsæti er Bergþór Ólason sem
skipar fimmta sætið á lista flokksins.
Nú á Sjálfstæðisflokkurinn þrjá þing-
menn í kjördæminu.
Eiga ekki samleið
Málsmetandi sjálfstæðismaður frá
Akranesi sem vildi ekki láta nafns síns
getið segir að svo virðist sem sjálf-
stæðismenn á Akranesi eigi ekki sam-
leið með kjördæminu. Það hafi komið
í ljós í prófkjöri flokksins um helgina
að Akurnesingar og Borgfirðingar séu
á svipuðu róli en fái engin atkvæði.
Bergþór Ólason frá Akranesi mun
skipa fimmta sætið, að því gefnu að
listinn verði samþykktur, en sætin fyr-
ir ofan hann skipa frambjóðendur af
Snæfellsnesinu og Vestfjörðum. Ás-
björn Óttarsson úr Snæfellsbæ skip-
ar fyrsta sætið, Einar K. Guðfinnsson
frá Bolungarvík annað sæti, Eyrún
Ingibjörg Sigþórsdóttir frá Tálknafirði
skipar þriðja sætið og Birna Lárus-
dóttir frá Ísafirði skipar fjórða sætið.
Akurnesingar eru óhressir, sérstak-
lega í ljósi þess að Akranes er stærsti
byggðakjarninn í Norðvesturkjör-
dæmi, en fær þrátt fyrir það ekkert
brautargengi meðal annarra sjálf-
stæðismanna Norðvesturkjördæmis.
Sögðu upp húsnæðinu
Því hefur verið fleygt fram að stjórn
fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á
Akranesi hafi sagt upp húsnæði sínu
sem tekið var á leigu fyrir kosninga-
baráttuna og því hafi í kjölfarið ver-
ið lokað. Þetta hafi verið gert vegna
óánægjunnar með niðurstöðuna.
Magnús Brandsson, formaður full-
trúaráðsins, segir að þetta eigi ekki við
nein rök að styðjast. „Nei, því hefur
ekki verið sagt upp. Það verður opið
áfram,“ segir hann. Bergþór Ólason
tekur í sama streng: „Það væri mikill
flumbrugangur ef rétt er. Ég veit ekki
af því að minnsta kosti.“
Magnús segir að hann hefði vissu-
lega viljað sjá Skagamann í betra sæti
á listanum. Spurður hver sé ástæðan
fyrir þessari niðurstöðu segir Magnús:
„Ég held að við Skagamenn þurfum
að horfast í augu við að við hefðum
þurft að vera með betri baráttu sjálf-
ir. Auðvitað kemur alltaf þess tónn en
ég held við þurfum að skoða aðeins
heima hjá okkur fyrst áður en við för-
um að skammast í öðrum.“
Niðurstaðan var þessi
Bergþór Ólason segist hafa heyrt
þessa almennu umræðu um óánægju
sjálfstæðismanna. Hann gaf kost á sér
í annað sætið og segir að vissulega
hefði hann viljað enda sæti ofar. „En
það var haldið prófkjör og þetta er nið-
urstaðan. Það er erfitt að gera athuga-
semdir við það. Þetta var mjög öflugt
prófkjör og öflugir frambjóðendur
þannig að það var ekki á vísan að róa
með aðra niðurstöðu,“ segir Bergþór
en aðspurður segist hann ekki hafa
heyrt af fyrirhuguðu sérframboði Ak-
urnesinga. „Það hefur allavega ekki
verið rætt við mig.“
Heimildarmaður DV úr Sjálfstæð-
isflokknum á Akranesi segir að sér-
framboð sé ekki sú leið sem menn
hefðu viljað fara. „Það er verið að
skoða alla hluti og það er ekkert úti-
lokað þó það sé ekki það sem við
hefðum kosið.“
Allt er á suðupunkti á Akranesi vegna niðurstöðunnar úr prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi. Enginn Skagamaður er í öruggu sæti fyrir komandi kosn-
ingar og segir málsmetandi maður í Sjálfstæðisflokknum að svo virðist sem sjálfstæð-
ismenn á Akranesi eigi ekki samleið með kjördæminu. Þeir útiloka ekki sérframboð.
EiNar Þór SigurðSSoN
blaðamaður skrifar einar@dv.is
ÓSÁTTIR SKAGAMENN
ÍHUGA SÉRFRAMBOÐ
„Ég held að við Skaga-
menn þurfum að horfast
í augu við að við hefðum
þurft að vera með betri
baráttu sjálfir.“
akranes sjálfstæðismenn á
akranesi eru margir hverjir
óhressir með niðurstöðu próf-
kjörsins. Þeir íhuga sérframboð
samkvæmt heimildum dv.
Fimmta sætið Bergþór skipar að öllu
óbreyttu fimmta sætið á lista sjálfstæð-
isflokks í Norðvesturkjördæmi. Hann
segir að erfitt sé að gera athugasemdir
við niðurstöðu prófkjörsins.
Viðskiptaráðherra jafnar loftbóluhagnaði íslenskra banka við Enron:
margt líkt með skyldum
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
tekur undir með Atla Gíslasyni lög-
fræðingi og þingmanni VG, að bank-
arnir hafi blásið út eigið fé og hagnað
með hækkun viðskiptavildar í bók-
um sínum.
Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn
og SPRON greiddu út á níunda tug
milljarða króna í arð á árunum frá
2004 til 2008.
„Ég held að það sé augljóst að eitt
af því sem gerðist í hrunadansinum
er að menn bjuggu til eigið fé með
því að annars vegar breyta lánsfé í
eigið fé með því að lána til hlutafjár-
kaupa. Síðan bjuggu menn til eigið fé
á pappírum með því að kaupa eign-
ir á verði sem var mjög óraunhæft og
færðu muninn sem viðskiptavild. Ég
tek heils hugar undir með Atla, þarna
var pottur brotinn. Þetta er eitt af því
sem fór úrskeiðis á undanförnum
árum. Það á enn eftir að færa nið-
ur mikla viðskiptavild,“ sagði Gylfi á
vikulegum blaðamannafundi ríkis-
stjórnarinnar í gær.
Aðspurður hvort beitt hefði verið
svipuðum aðferðum og í Enron-mál-
inu í Bandaríkjunum svaraði Gylfi:
„Jú, jú. Það er margt líkt með skyld-
um. Það sem gerðist hjá Enron gerð-
ist því miður líka hjá okkur.“
Gylfi vildi ekki kveða upp úr um
það hvort um ólögmætt athæfi hefði
verið að ræða hjá bönkunum. „En frá
mínum bæjardyrum séð voru menn
að búa til verðmæti á pappírnum
sem engin innistæða var fyrir ... Ég vil
fyrir mitt leyti segja að sumt af þessu
verður rannsakað sem sakamál.“
Atli Gíslason segir að viðskipta-
vild hafi verið hækkuð í bókum
banka og fyrirtækja um 30 til 50 pró-
sent. „Hækkun viðskiptavildar í bók-
haldinu færist annars vegar til tekna
og hins vegar til eigna. Þar með gafst
tækifæri til að hækka bæði hagnað og
eigið fé. Síðan gátu menn fengið auk-
ið lánstraust og aukin lán út á þess-
ar loftbólur. Ég veit ekki hvort þetta
er löglegt en ég hef beðið sérstakan
saksóknara um að skoða þetta sér-
staklega. Þetta var vitanlega í hönd-
um endurskoðenda og Fjármálaeft-
irlitsins. Nú hafa vaknað spurningar
um það hvort þetta hafi verið í lagi,“
segir Atli.
johann@dv.is
innistæðulaus hagnaður:
„Þetta er eitt af því sem fór
úrskeiðis á undanförnum
árum. Það á enn eftir að færa
niður mikla viðskiptavild.“
Engar auglýsingar
Stjórn Ríkisútvarpsins hefur
ákveðið að hætta að birta aug-
lýsingar í kringum barnaefni í
Sjónvarpinu. Á stjórnarfundi
RÚV ohf. í gær var samþykkt að
engar auglýsingar megi birta í
tengslum við barnaefni sem sýnt
er þegar líklegt er að börn horfi
ein á sjónvarp fyrir klukkan 18
á daginn. Ákvörðunin markar
tímamót þar sem auglýsingar
hafa verið sýndar við barnaefni
allt frá því að Sjónvarpið hóf
göngu sína árið 1966 en RÚV vill
með þessu sýna gott fordæmi
og taka þátt í að sporna við
markaðsvæðingu sem snýr að
börnum.