Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2009, Blaðsíða 22
miðvikudagur 25. mars 200922 Fólkið
Eins og DV greindi frá fyrir
skömmu mun Ólöf Jara Skag-
fjörð leika aðalhlutverkið í söng-
leiknum Grease á móti Bjarti
Guðmundssyni. Kærasti Ólafar,
Sigurður Þór Óskarsson, leikur
einnig í sýningunni en þetta er
ekki í fyrsta sinn sem parið stígur
á svið saman. Þau léku aðalhlut-
verkin í sýningu Verslunarskól-
ans í fyrra sem hét Kræ-Beibí. Þá
sigraði Sigurður líka í Söngva-
keppni framhaldsskólanna á
síðasta ári fyrir hönd Versló og
ætti því að fara létt með hlutverk
sitt í Grease.
„Ég var bara að hjóla á Laugaveginum
þegar einhver bíll fór að flauta á mig,“ seg-
ir Jóhann Sigmarsson kvikmyndagerðar-
maður um atvik sem leiddi til þess að
hann mjaðmagrindarbrotnaði. Jóhann
skrifaði handritið að og leikstýrði mynd-
unum Ein stór fjölskylda og Óskabörn
þjóðarinnar á sínum tíma auk þess sem
hann skrifaði handritið að og framleiddi
Veggfóður ásamt Júlíusi Kemp.
„Það var flautað stanslaust á mig jafn-
vel þótt ég væri ekki einu sinni fyrir,“ en
Jóhann segist hafa undrast framkomuna
og stöðvað hjólið að lokum. „Ég spurði
hvað væri að og þá kom maður út far-
þegamegin og sagði að ég ætti að drulla
mér í burtu.“ Jóhann segir að í kjölfarið
hafi maðurinn hlaupið hann niður með
þeim afleiðingum að hann féll til jarð-
ar af hjólinu og mjaðmagrindarbrotnaði
illa. „Ég er nýkominn af sjúkrahúsinu en
ég þurfti að fá járnplötu og fjórar skrúfur í
mjöðmina.“
Meiðslin voru mikið áfall fyrir Jóhann
sem er spastískur öðrum megin í líkaman-
um eftir alvarlega heilahimnubólgu sem
hann fékk sem barn. „Ég þurfti að læra að
ganga upp á nýtt þegar ég var barn og þarf
að læra það í þriðja skipti núna.“ Vitni að
árásinni náðu bílnúmeri mannanna sem
réðust að Jóhanni en þeir hafa játað sök.
„Ég mun leggja fram kæru og fara fram á
skaðabætur,“ bætir Jóhann við.
Jóhann er búsettur í Þýskalandi þar
sem hann hefur einbeitt sér að hand-
ritaskrifum. „Ég er með tvö tilbúin hand-
rit sem ég er að vinna að því að koma af
stað,“ segir Jóhann sem er hvergi af baki
dottinn. asgeir@dv.is
Hrint af Hjólinu
Kærustu-
par í Grease
Ásdís RÁn:
Fegurðardrottningin Helga Dýr-
finna sem búsett er í Þýskalandi
er á hraðri uppleið í tónlistinni
ef marka má bloggsíðu henn-
ar. Helga er komin með um-
boðsmann sem ætlar að koma
henni á framfæri í tónlistinni.
Umboðsmaðurinn heitir Frank
Keller og ætlar Helgu stóra hluti.
„Hann sagðist ætla að byrja á
því að gera mig þekkta hérna í
Aschaffenburg,“ segir Helga sem
er núna að pússa saman laga-
listann sinn sem innheldur lög
eftir allt frá Pussycat Dolls yfir til
Bítlanna.
stjarna í
ascHaff-
enburG
einn stærsti
módelsamn-
inGur búlGaríu
Fyrirsætan, móðirin og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir heldur sigurgöngu
sinni áfram í Búlgaríu. Á dögunum gerði hún risasamning við fyrirtækið Afrodita,
sem skipuleggur brúðkaup þar í landi fyrir milljónamæringa. Ásdís verður andlit fyr-
irtækisins út á við næstu sex mánuði. Á sunnudagskvöldið var hún kjörin kynþokka-
fyllsta ljóshærða konan landsins.
„Svona fyrirtæki eru ekki til á Ís-
landi, en þau skipuleggja brúðkaup
fyrir milljónamæringa. Þetta er einn
stærsti módelsamningur sem gerð-
ur hefur verið hér í Búlgaríu. Ég verð
andlit fyrirækisins næstu sex mán-
uði og verða myndatökurnar notað-
ar á auglýsingaskiltum víðsvegar um
borgina,“ segir Ásdís Rán Gunnars-
dóttir sem heldur áfram að gera það
gott í Búlgaríu. En hún hefur nú þeg-
ar prýtt forsíður frægra tímarita þar-
lendis og komið fram í helstu spjall-
þáttum landsins.
Á sunnudagskvöldið var Ásdís
valin kynþokkafyllsta ljóshærða kona
Búlgaríu en allir helstu fjölmiðlar
þarlendis, ljósvaka- og prentmiðl-
ar, kusu kynþokkafyllstu kvenmenn
landsins í alls kyns flokkum, eins og
kynþokkafyllsta sjónvarpsfréttakon-
an, mamman og módelið. „Hérna úti
er þetta mikill heiður. Þeir eru voða-
lega hrifnir af ljóshærðum konum,“
segir Ásdís hlæjandi.
Ásdís segir að kvöldið hafi ver-
ið vel heppnað, sérstaklega þar sem
galakvöldið var til styrktar baráttunni
gegn brjóstakrabbameini. Aðspurð
segist Ásdís ekki hafa haldið neina
formlega ræðu.
„Ég þakkaði bara fyrir mig og
sagði þeim að ég væri þarna stödd
til að heiðra mömmu mína því hún
er með brjóstakrabbamein,“ útskýr-
ir Ásdís og segir líðan móður sinnar
góða eins og er. „Hún er í aðgerðum
annað slagið og er að jafna sig,“ seg-
ir Ásdís og bætir við að eins og er sé
móðir hennar á batavegi.
Óhætt er að segja að Ásdís sé kom-
in í fulla vinnu við að mæta á hin og
þessi fjölmiðlakvöldin þar sem henni
er borgað fyrir að koma fram. „Í leið-
inni er ég að kynna sjálfa mig. Þetta
er ekki slæmt, hárið fínt með kokteil í
hendi,“ segir hún og hlær.
En Ásdís á án efa eftir
að vekja meiri athygli
því raunveruleika-
þátturinn Football-
er´s Wife verður
frumsýndur 20.
apríl næstkomandi
í Búlgaríu þar sem
hún kemur fram í
tveimur þáttum.
hanna@dv.is
Gengur vel í Búlgaríu Ásdís rán
gerði risasamning við fyrirtækið
afrodita í Búlgaríu á dögunum.
Kynþokkafyllsta blondínan Ásdís
rán var valin kynþokkafyllst allra blond-
ína í Búlgaríu af fjölmiðlum landsins.
Í góðum félagsskap Ásamt fræg-
ustu söngkonu Búlgaríu sem hlaut
toppheiðurinn á kvöldi kynþokkans.
Jóhann SiGmaRSSon mjAðmAgrindArBrotnAði Á LAugAveginum:
Jóhann Sigmarsson Þurfti
að halda upp á fertugsafmæl-
ið á sjúkrahúsinu.
mYnD SiGTRYGGUR