Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Page 22
Þriðjudagur 5. maí 200922 Fólkið
Óður Furkans Cinar til Eurov-
ision-farans Jóhönnu Guðrún-
ar hefur farið eins og eldur um
sinu á Netinu. En á YouTube má
finna myndband af Furan að
syngja Is it True? með þvílíkum
tilbrigðum. Furkan sagði í sam-
tali við Monitor hafa fulla trú á
að lagið næði langt í kepninni
í ár, en Jóhanna stígur á svið í
undankeppninni 12. maí næst-
komandi. Hann sagðist einnig
hafa mikinn áhuga á því að
heimsækja landið einhvern tím-
ann. En kappinn hefur greini-
lega mikinn áhuga á landi og
þjóð því á YouTube má finna
annað myndband af honum þar
sem hann syngur This is my life,
framlag Íslendinga í keppninni
í fyrra. Áhugasamir ættu ekki að
láta myndbandið fram hjá sér
fara.
Ledger
Las stein
„Mér sýnist svona á öllu að ég hafi
verið að toppa minn tattúlífsstíl.
Ég er glaður maður,“ segir ofurtöff-
arinn og handboltakappinn Logi
Geirsson á Facebook-síðu sinni um
nýja tattúið sitt sem hann fékk sér
á dögunum. Tattúið sem er fæð-
ingardagur Loga eða 10.10.82 er á
framhandlegg hans og fer nú ekki
fram hjá nokkrum manni.
Logi hefur undarfarnar vikur
verið í endurhæfingu eftir axlarað-
gerð sem hann gekkst undir eftir
stutt meiðsl. Einnig æfir hann stíft
hjá einkaþjálfara þessa dagana og
stefnir að því að koma sér í sitt allra
besta form fyrir næsta tímabil.
Það er fleira á döfinni hjá þess-
um fjölhæfa kappa en að koma sér
í form því nú styttist í að hárgel-
ið sem hann hefur unnið hörðum
höndum við að koma á markað
ásamt félaga sínum úr landsliðinu,
Björgvini Páli Gústafssyni, láti sjá
sig. Gelið ber heitið The Silver og
kemur í verslanir hér á landi í sum-
ar. Það ætti ekki að vera vandasamt
verk fyrir þessa flottu hanbolta-
kappa að kynna vöru sína, enda
þekktir fyrir að vera með hvern
lokk á sínum stað og útlitið í lagi.
kolbrun@dv.is
tattú í endurhæfingunni
eLskar
ísLensku
Lögin
Logi geirsson hefur í mörgu að snúast:
Kill The PoeT:
„Aðgerðir núna. Loka Bessa-
stöðum, flestum sendiráðunum
og einhverjum sjúkrahúsum
og háskólum. Hætta styrkjum
til listamanna og annarra sem
hanga á spenum almennings,
fækka í nefndum á vegum rík-
isins, lækka skuldir almenn-
ings um 20%, setja fyrirtækin í
gjörgæslu og styrkja þau innan
frá með mannauði sem er á
atvinnuleysisbótum. Sameina
bankanna strax í tvo. Selja einn
erlendum aðilum. Stokka upp
kvótakerfið og auka aflaheimild-
ir,“ segir Jónína Benediktsdóttir
sem virðist vera mikið niðri fyrir
á heimasíðu sinni þar sem hún
tjáir ófeimin skoðanir sínar.
ViLL Loka
Bessa-
stöðum
Fæðingardagurinn Logi geirsson
fékk sér tattú á dögunum og varð
fæðingardagurinn fyrir valinu.
Heath Ledger ætlaði hugsanlega að taka að sér hlutverk steins steinars í myndinni
Kill the Poet. Ledger las handritið á tökustað the Dark Knight. Margrét Hrafnsdótt-
ir, framleiðandi myndarinnar, bíður nú eftir svari frá tveimur hollywood-stjörnum
varðandi aðalhutverkin. stefnt er á að tökur hefjist í ágúst.
„Á dýrmætu augnabliki í nóvem-
ber 2007 las Heath Ledger hlutverk
Steins,“ segir Margrét Hrafnsdóttir,
framleiðandi væntanlegrar mynd-
ar um Stein Steinar sem heitir Kill
The Poet. Það er eiginmaður henn-
ar, Jón Óttar Ragnarsson, sem skrifar
handrit myndarinnar og leikstýrir en
myndin er að komast á koppinn eftir
mikla og erfiða vinnu.
„Hann var þá á tökustað myndar-
innar The Dark Knight,“ heldur Mar-
grét áfram en stórleikarinn Heath
Ledger sem lést
snemma á
síðasta
ári
las handrit myndarinnar með það í
huga að taka hugsanlega að sér að-
alhlutverkið. „Hann hefði orðið stór-
kostlegur Steinn en örlögin ætluðu
honum annað.“
Áður hefur Jude Law einnig verið
orðaður við hlutverk Steins í mynd-
inni en Margrét segir að nú sé verið
að bíða eftir lokasvari tveggja stórra
Hollywood-stjarna til að verkefnið
fari á fullt. „Það verður tilkynnt um
þá um miðjan maí,“ en Margrét segir
leikarana sem um ræðir í hæsta gæða-
flokki. „Þeir eru í hópi þeirra stærstu
í bransanum,“ heldur hún áfram en
myndin var vel á veg komin fyrir
áramót þegar kreppan skall á.
„Það breytti miklu og fjár-
festar sem voru klárir í
slaginn duttu út. Með
mikilli vinnu, ástríðu
og áhuga erlend-
is hefur hins veg-
ar tekist að koma
þessu af stað aft-
ur og stefnt er á
að tökur hefjist í
ágúst.“
Margrét seg-
ir að leikar-
arnir Terence
Stamp og
Faye Dun-
away hafi
sýnt
mynd-
inni
mik-
inn
áhuga
og
sagst
vilja
taka
þátt. Þá verði einnig að finna í mynd-
inni „landslið íslenskra leikara“. Mar-
grét segir erfitt að staðfesta hvaða
leikarar það séu fyrr en búið er að
ganga frá aðalhlutverkinu. „Við erum
með fimm frábæra leikara til að velja
úr í aðalhlutverkin en við viljum fá
þessa tvo.“
Margrét segir einnig að breyt-
ingar á lögum um endurgreiðslu til
kvikmyndagerðar hafi komið sem
kraftaverk á hárréttum tíma. „Það
skiptir sköpum upp á að við get-
um tekið upp allt það sem við vild-
um hér á Íslandi. Annars hefðum
við þurft að leita annað. Núna get-
um við tekið upp í kringum 70%
myndarinnar hér heima og um 30%
í Montreal sem er New York fátæka
mannsins.“
Um miðjan mánuðinn verður
opnuð listasýning á Kjarvalsstöð-
um sem er innblásin af söguþræði
myndarinnar en stendur alveg sjálf-
stæð. „Hún heitir Unuhús and W 8th
Street og er opnunarsýningin á Lista-
hátíð.“ Margrét segir að stefnan sé að
sýningin muni ferðast með myndinni
allavega til London, Los Angeles og
New York þar sem hún verður sýnd
á sérstökum sýningum. „Að gefnu til-
efni vil ég líka óska Listasafni Reykja-
víkur til hamingju með að hafa kom-
ið þessari sýningu á koppinn á svo
skömmum tíma. Það er kraftaverk,“
segir Margrét að lokum. Ásgeir Jónsson
Margrét Hrafnsdóttir
Framleiðandi Kill The Poet.
Heath Ledger
Las handrit Kill
The Poet áður en
hann lést.
Terence stamp og Faye Dunaway Hafa staðfest
þátttöku sína í myndinni en tökur eiga að hefjast í ágúst.