Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 5. maí 20092 Fréttir Magnús Þorsteinsson er fyrsti íslenski útrásarvíkingurinn sem úrskurðað- ur hefur verið persónulega gjaldþrota eftir að efnahagshrunið skall á í haust. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp úrskurð þess efnis í gær að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna vanefnda við fjárfestingarbank- ann Straum-Burðarás. Magnús skuldar Straumi rúm- an milljarð króna vegna sjálfskuldar- ábyrgðar sem hann skrifaði upp á árið 2007 þegar hann keypti BOM- fjárfestingar af fjárfestingafélaginu Sjöfn. BOM-fjárfestingar fengu lán- ið frá Straumi-Burðarási árið 2005 og tók Magnús hana yfir. Straumur gerði ítrekaðar tilraunir til að fá skuldina greidda upp eftir að hún hafði gjald- fallið í byrjun september árið 2008, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Í byrjun febrúar var gerð kyrrsetn- ingargerð hjá Magnúsi til að tryggja skuldina en gat hann þá ekki bent á eignir hér á landi sem dugað hefðu til að standa skil á greiðslu skuldar- innar. Samkvæmt úrskurðinum svar- aði Magnús því hins vegar til að hann ræki umfangsmikla viðskiptastarfsemi í Rússlandi og væri fyllilega fær um að standa í skilum við lánardrottna. Jafn- framt taldi Magnús að ekki væri hægt að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér á landi því lögheimili hans væri skráð í Rússlandi en ekki hér á landi. Hæpið að þrotabú Magnúsar standi undir skuldinni Samkvæmt heimildum DV er afar hæp- ið að nægilega miklar eignir séu inni í þrotabúi Magnúsar til að hægt verði að standa skil á skuldinni við Straum. En í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekkert hafi komið fram sem styðji þær fullyrðingar hans að hann geti stað- ið skil á skuldbindingum sínum við bankann. Auk þess er ekki ljóst hvert þrotabú Magnúsar er, hversu mikl- ar eignir hann á hér á landi og hversu miklar eignir hann á í Rússlandi. Magnús byggði vörn sína í málinu í öðru lagi á því að hann ætti ekki lög- heimili á Íslandi vegna þess að hann hefði flutt lögheimili sitt til Rússlands og því væri ótækt að taka bú hans til gjaldþrotaskipta hér á landi. Í úrskurð- inum segir að lögheimili Magnúsar hafi verið á Íslandi þegar gjaldþrota- krafan barst til dómsins og því muni dómurinn fylgja kröfunni eftir þar en ekki í Rússlandi. Fastlega er gert ráð fyrir að Magnús áfrýji dómi héraðsdóms til Hæstarétt- ar en það hefur ekki fengist staðfest og DV hefur hvorki náð tali af Magnúsi né lögmanni hans, Benedikt Ólafssyni. Samkvæmt heimildum DV á gamli Landsbankinn auk þess háar útistand- andi kröfur á Magnús Þorsteinsson og hefur skilanefnd bankans átt í viðræð- um við hann upp á síðkastið um að greiða þær. Ekki er vitað hvernig þær viðræður hafa gengið. Björgólfur opnar sig: Skuldar Landsbankanum 58 milljarða persónulega Í gær opnaði Björgólfur Guðmunds- son, fyrrverandi viðskiptafélagi Magn- úsar úr Samson-hópnum, persónulegt bókhald sitt í fréttatilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla. Í henni kem- ur meðal annars fram að Björgólfur sé í sjálfskuldarábyrgð við Landsbank- ann fyrir lán sem eru alls um 58 millj- arðar króna. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að eignir Björgólfs hafi lækkað úr 143 milljörðum í ársbyrjun 2008 og niður í 15 til 27 milljarða króna í dag. Stærsti hluti skulda Björgólfs við Landsbankann, um 50 milljarðar króna, eru ábyrgðir fyrir eignarhalds- félagið Gretti sem tengdar eru Eim- skipafélaginu og Icelandic en stjórn Grettis mun óska eftir því við Hér- aðsdóm Reykjavíkur að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta á næstunni. Innlendar og erlendar skuldir Björg- ólfs við aðrar lánastofnanir munu svo verða kunngerðar síðar, að því er segir í tilkynningunni. Björgólfur líkt og Magnús virðist því ekki eiga eignir til að standa skil á sjálfskuldarábyrgðum sem þeir skrif- uðu upp á. Óvíst er hins vegar eins og er hvort Björgólfur verður keyrður í þrot persónulega því ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið af eignum Björgólf- ur mun geta lagt á móti skuldunum. Líklegt mun þó þykja að Björgólfur fari sömu leið og Magnús miðað við það sem vitað er um eignastöðu hans í dag. „Þeir enda allir persónulega í þroti“ Samkvæmt heimildum DV skrifuðu margir fleiri auðmenn en þeir Magn- ús og Björgólfur upp á sjálfskuldar- ábyrgðir vegna skulda hjá fjármála- fyrirtækjum sem þeir munu þurfa að standa skil á fljótlega. Þetta þýðir að ef þeir geta ekki staðið í skilum vegna skuldanna geti fjármálafyrirtækin gengið beint á viðkomandi einstakling og sett hann í þrot ef svo ber undir. Fjöldi þeirra auðmanna sem skrif- FYRSTI GJALDÞROTA ÚTRÁSARVÍKINGURINN „Allir þessir helstu útrásarvíkingar eru með sjálf- skuldarábyrgðir úti um allan bæ. Þeir enda allir persónulega í þroti.“ IngI F. VILHjáLMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Magnús Þorsteinsson var úrskurðaður gjaldþrota fyrir héraðsdómi í gær. Hann skuldar Straumi-Burðarási rúman milljarð króna. Fyrrverandi viðskiptafélagi Magnúsar, Björgólfur guðmundsson, skuldar Landsbank- anum persónulega tæpa 60 milljarða en eignir hans rýrnuðu um meira en 110 milljarða á síðustu 17 mánuðum. Magnús og Björgólfur eru hins vegar, samkvæmt heimildum, aðeins tveir af helstu auðmönnunum sem eru með sjálfskuldarábyrgðir sem falla munu á þá á næstunni. Landsbankaeigendurnir í slæmum málum magnús Þorsteinsson og Björgólfur guðmundsson, sem keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, eru tveir af þeim auðmönnum sem eru í afskaplega slæmum málum samkvæmt tíðindum gærdagsins. naFn FéLagS VerðMætI 1. 1. 2008 30. 6. 2007 Landsbanki íslands 81 ma. kr. 90 ma. kr. Straumur-Burðarás 28 ma. kr . 41 ma. kr. Eimskip 16 ma. kr. 19 ma. kr. icelandic 3 ma. kr. 4 ma. kr. West Ham united 15 ma. kr. 15 ma. kr. Samtals 143 milljarðar króna 169 milljarðar króna EIGNIR BJöRGóLFS NÚ ERU mETNAR Á 15 TIL 27 mILLJARðA KRóNA EIGNIR BJöRGóLFS ÁRIN 2007-2008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.