Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2009, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 5. maí 2009 21Fókus
á þ r i ð j u d e g i
Þrælkun eða Þroskandi vinna?
Laugardaginn 9. maí verður haldið málþing í Þjóðminjasafni Ís-
lands um vinnu barna og mun það bera yfirskriftina Þrælkun eða
þroskandi vinna? Þjóðminjasafnið og UNICEF á Íslandi standa
fyrir málþinginu en á sama tíma verður í gangi sýningin Þrælkun,
þroski, þrá, þar sem sýndar eru myndir af íslenskum börnum við
fiskvinnu á árunum 1930-1950.
rut í salnum
Rut Berg Guðmundsdóttir flautu-
leikari heldur útskriftartónleika sína
í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan
20.00. Tónleikarnir eru þeir áttundu
í röðinni í útskriftartónleikaröð tón-
listardeildar Listaháskóla Íslands.
Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach,
P.Taffanel, Martinu, Prokofiev og
Atla Heimi Sveinsson en meðleik-
arar á tónleikunum eru Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, píanó, Þórður
Þorsteinsson, selló, og Hafdís Páls-
dóttir, píanó. Fernir tónleikar eru
eftir en alls útskrifuðust 19 nemend-
ur frá deildinni í vor.
kalli25
Karl Guðmundsson myndlistar-
maður opnar sýninguna KALLI25
í Gallerí Ráðhús á Akureyri klukk-
an 12.15 í dag. Sýningin er partur
af List án landamæra en verk
Kalla á sýningunni eru unnin
með olíulitum á bókbandspappa.
Kalli er alvarlega mál- og hreyfi-
hamlaður ungur maður sem býr
yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir
fötlun sína tekst Kalla að koma
til skila þeirri næmu listrænu til-
finningu sem býr innra með hon-
um. Hann hefur unnið myndlist
sína í samstarfi við Rósu Kristínu
Júlíusdóttur myndlistakonu und-
anfarin ár.
menningarlandið
Menntamála-, samgöngu- og iðnað-
arráðuneytin standa fyrir ráðstefn-
unni Menningarlandið dagana 11.
og 12. maí næstkomandi í Stykkis-
hólmi. Frá árinu 2001 hafa þessi
ráðuneyti gert samninga við sjö
samtök sveitarfélaga á Íslandi. Land-
ið allt, utan höfuðborgarsvæðisins,
er þannig tengt saman með menn-
ingasamningum og starfi sjö menn-
ingarráða. Á ráðstefnunni verður
þetta starf metið og framtíðarhorf-
ur þess. Ráðstefnan fer fram á Hótel
Stykkishólmi og eru allir sem á einn
eða annan hátt tengjast menning-
arstarfi eða ferðamálum hvattir til
að mæta á ráðstefnuna. Hægt er að
finna nánari upplýsingar á ferda-
malastofa.is.
Mike O´Donell (Matthew Perry)
komst að því við upphaf mikilvæg-
asta körfuboltaleiks lífs síns að kær-
astan hans væri ófrísk. Hann hljóp
því af velli og varð af leik sem hefði
getað tryggt honum háskólastyrk og
glæsta framtíð. Þegar hér er kom-
ið sögu hafa liðið 20 ár og hann er
ennþá bitur vegna þessara hluta.
Líf hans er í rugli, konan hans er
að yfirgefa hann og hann á í mjög
takmörkuðu sambandi við krakk-
ana sína. Það er þá sem hann fær
einstakt tækifæri til að lifa lífinu
aftur frá þeim tíma sem mistökin
miklu áttu sér stað. Hann byrjar aft-
ur í gamla skólanum sínum og situr
skyndilega á skólabekk með dóttur
sinni og sonur hans gengur einnig í
sama skóla.
Hann fer í körfuboltaliðið, vinn-
ur að uppgangi barna sinna og á
fljótlega í sambandi við fyrrverandi
konu sína án þess að neinn viti hver
hann er í raun. Hugmyndin er allt
í lagi og minnir mann um margt á
Back to the Future. En útkoman er
mun síðri. Við sjáum Zac Efron í
20 ára gömlu dansatriði, fáum ör-
fáa sæmilega brandara, sjáum unga
Mike daðra við dóttur sína, mökk-
lélegar brellur og nokkrar slakar
slagsmálasenur sem enda sem bet-
ur fer alltaf á því að söguhetjan fær
á baukinn. Aulahrollurinn er yfir-
gengilegur, sérstaklega í slow-mot-
ion atriði þegar 17 ára Mike kem-
ur í nýjum fötum og bíl í skólann.
Við sitjum hér uppi með fyrirsjá-
anlega og klisjukennda mynd um
unglingaþungun sem er jafn slök
og Juno var góð. Gott og gilt að hetj-
an ráðist gegn einelti vonda kallsins
og hvetji til aukinnar sjálfsvirðing-
ar klappstýranna en skírlífisáróður-
inn er illskiljanlegur. Ungi Mike flyt-
ur yfir bekknum sínum hrikalega
væmna ræðu um að njóta eingöngu
ásta í hjónabandi og þá með barn
sem tilgang og takmark. Að henni
lokinni skila allir bekkjarfélagar
hans smokkunum sem þeim höfðu
verið afhentir af kennaranum.
Nema vondi kallinn að sjálfsögðu.
Hann er jafnframt á föstu með dótt-
ur Mikes sem vinnur markvisst gegn
því að hún eigi í ástarsambandi og
sleik. Hinsvegar vinnur hann ötul-
lega að framgangi sonar síns í hans
kvennamálum. 17 Again er undar-
leg, klisjukennd og plebbaleg skír-
lífisþvæla.
Erpur Eyvindarson
Pant ekki vera 17 aftur
X-Men Origins: Wolverine er fjórða
myndin um hina fjölbreyttu og
skemmtilegu X-Men, venjulegt fólk
sem býr yfir óvenjulegum hæfileikum
vegna stökkbreytinga í erfðamengi
mannkynsins. Myndin gerist á undan
hinum þremur og fjallar um eina mest
heillandi persónu þeirra, hann Jarva,
eða Wolverine sem er leikinn af Hugh
Jackman.
Sagan segir frá því hvernig Wolver-
ine þurfti að yfirgefa heimili sitt ung-
ur ásamt bróður sínum Victor Creed
vegna þess dýrslega eðlis sem býr
innra með þeim. Á upphafsmínútun-
um var svo rúllað hratt yfir það hvern-
ig þeir bræður slógust í öllum stríð-
um heimsins frá borgarastyrjöldinni í
Bandaríkjunum til stríðsins í Víetnam.
Á endanum varð ofbeldið of mikið fyr-
ir Wolverine á meðan Victor varð blóð-
þyrstari og blóðþyrstari. Þeim var svo
boðin leið til þess að nýta hæfileika
sína landi sínu til góðs þegar William
nokkur Stryker setur saman hóp X-
manna.
Ekki er allt sem sýnist og þegar
slátra á saklausu fólki ákveður Wolver-
ine að segja skilið við hópinn og reyna
að lifa eðlilegu lífi. Hann verður ást-
fanginn og fær nokkur ár í friði. En for-
tíðin finnur hann að lokum með ófyr-
irséðum afleiðingum.
Myndin, sem á að vera ein af stór-
myndum sumarsins, verður það ef-
laust í aðsóknartölum en aldrei hvað
gæði varðar. Eins og við var að búast er
hún uppfull af hasar og alls kyns flott-
um brellum. Fullt af spennandi kar-
akterum með skemmtilega krafta líta
dagsins ljós en maður fær það á til-
finninguna að þeir séu meira uppfyll-
ingarefni eða til sýnis frekar en alvöru-
persónur. Dýpt þeirra er svo lítil.
Ástarsamband Wolverine, sem hef-
ur gríðarleg áhrif á persónu hans, er
nokkuð ósannfærandi. Kemíkin á milli
Hugh Jackman og mótleikkonu hans er
einstaklega lítil. Það er helst að deilur
Wolverine við bróður sinn, sem er leik-
inn af Liev Schreiber, séu spennandi.
Þeir tveir sýna skástan leik í myndinni
og er eiginlega hlaupið yfir áhugaverð-
asta part myndarinnar á fyrstu þremur
mínútum hennar. Þar sem sýnt er frá
baráttu þeirra í hinum ýmsu stríðum
heimsins í gegnum tíðina.
Eftir því sem líður á myndina
verður hún í raun súrari og súrari og
uppgjör Wolverine við hið ógurlega
Weapon 11 minnti mig frekar á atriði
úr myndunum Resident Evil held-
ur en nokkuð annað. Eftir stendur
frekar tilþrifalítil hasarmynd sem er í
raun ekkert nema flottar tæknibrellur
og lélegir brandarar. Eitthvað sem er
alltof algengt í dag.
Ásgeir Jónsson
X-Men Origins:
WOlverine
Leikstjórn: gavin Hood
Aðalhlutverk: Hugh jackman, Kodi
Smit-mcPhee, Liev Schreiber, danny
Huston, ryan reynolds, Taylor Kitsch,
Lynn Collins, will.i.am, dominic
monaghan, daniel Henney.
kvikmyndir
Grjótharður
Beingrind úr
geimmálmum.
Hlaupið yfir
besta kaflann
Hugh Jackman og Liev Schreiber
Samband þeirra bræðra hefði mátt fá
meiri athygli og sérstaklega fortíðin.
17 AgAin
Leikstjórn: Burr Steers
Aðalhlutverk: Zac Efron, Leslie mann,
Thomas Lennon, matthew Perry,
michelle Trachtenberg, melora Hardin,
Hunter Parrish, jim gaffigan.
kvikmyndir
17 Again
Það er sívinsælt í Hollywood að gera
myndir þar sem fólk yngist eða eldist
skyndilega.