Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 6. Maí 20096 Fréttir Fleiri hundruð manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista í Fjarðabyggð og skora á stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Er það vegna þess að Hannes� Sigmars�s�on, yfirlæknir á heilsugæslunni í Fjarðabyggð, hefur ekki fengið að snúa aftur til starfa. Hannes var sakaður um fjárdrátt en bæði rannsóknarlögregla sýslu- manns Eskifjarðar og ríkissaksóknari hafa vísað málinu frá. Hannes segir málið mjög erfitt fyrir sig og sína nánustu. Fleiri hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista Hollvinasam- taka heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Hópurinn skorar á stjórn Heilbrigð- isstofnunnar Austurlands, HSA, að segja af sér. Íbúar Fjarðabyggðar eru æfir yfir því að Hannes Sigmarsson, yfirlækn- ir heilsugæslunnar í Fjarðabyggð, sé ekki kominn aftur til starfa. Forsvars- menn HSA, sökuðu Hannes um fjár- drátt með því að hafa gefið út óeðli- lega marga og háa reikninga fyrir læknisverk utan dagvinnu. Hann- esi var vikið úr starfi 12. febrúar og rannsakaði lögreglan á Eskifirði mál- ið. Um mánuði síðar hætti lögreglan rannsókn þar sem ekkert kom í ljós sem taldist saknæmt. Forsvarsmenn HSA kærðu þá málið til ríkissaksókn- ara sem hefur látið það niður falla. Samt sem áður hefur Hannes ekki fengið starf sitt aftur. Vins�æll og frábær læknir Emil Thorarensen er forsprakki und- irskriftasöfnunarinnar sem hófst fyr- ir nokkrum dögum. „Þar skora þeir sem skrifa und- ir á stjórn HSA að segja af sér. Fleiri hundruð manns eru búnir að skrifa undir. Ég vænti þess að það verði yfir þúsund manns þegar undirskrifta- söfnuninni lýkur,“ segir Emil. Und- irskriftalistarnir liggja víðs vegar í helstu byggðarkjörnum Fjarðabyggð- ar nema Mjóafirði þar sem ófært er vegna snjóþyngsla. Emil, ásamt fjölmörgum íbú- um Fjarðabyggðar, furðar sig á því af hverju Hannes er ekki kominn til starfa aftur þar sem hann er afar vin- sæll læknir sem sinnir öllum útköll- um af kostgæfni. „Af hverju er hann ekki kominn til starfa eftir að hafa verið hreins- aður? Hann er svo vinsæll. Hann er svoleiðis frábær læknir. Fólk þekkir hann og hann þekkir fólkið. Það sem fólk er hræddast við er að hann fari. Hann getur fengið vinnu hvar sem er,“ segir Emil. Hann er afar ósáttur við störf Einars Rafns Haraldssonar, forstjóra HSA. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að Einar Rafn verði rekinn. Þetta getur ekki gengið svona. Þessir menn geta aldrei unnið neitt saman aftur. Þetta er ekki bara níðingsverk Ein- ars Rafns gegn Hannesi og hans fjöl- skyldu heldur gegn okkur öllum íbú- unum.“ Erfitt fyrir aðs�tandendur Hannes hefur ekki fengið neina ástæðu fyrir því af hverju hann fær ekki að starfa á heilsugæslu Fjarða- byggðar. „Ég hef ekki fengið beina ástæðu. Einar hefur látið hafa eftir sér í fjöl- miðlum að það sé verið að rannsaka þetta frekar. Hann talar um Land- læknisembættið og Ríkisendurskoð- un í því sambandi en ég hef engar skýringar fengið. Þetta er náttúrulega ekkert auðvelt. Þetta er mjög erfitt fyrir aðstandendur sérstaklega,“ seg- ir Hannes. Hann vill ekki segja hvort um persónulega árás sé að ræða en vill starfa áfram í Fjarðabyggð. „Ég er ekkert að gera neitt annað núna en að vera hér sem mest heima. Ég get svo sem ekkert annað en beð- ið. Það er það sem ég er að gera.“ Burt með Einar Rafn Íbúar Fjarðabyggðar hafa látið til sín heyra á bloggsíðum og á vef Austur- gluggans. Af innleggjum sem íbúar hafa skrifað vegna frétta um málið er greinilegt að þeir vilja að Einar Rafn láti af störfum hjá HSA. „Hann (Einar Rafn - innsk. blm) VERÐUR að axla ábyrgð maðurinn eftir að nornaveiðar hans gengu ekki eftir. Það er aldrei lognmolla í kring- um þennan mann og alls staðar kem- ur hann sér í ónáð hjá fólki. Burt með Einar Rafn!! Burt með Einar Rafn!! Burt með Einar Rafn!!“ skrifar einn Austfirðingur. Annar reifar að vinsældir Hann- esar hafi stigið HSA til höfuðs. „... enda Hannes með eindæm- um vinsæll, virtur læknir og í miklu uppáhaldi hjá íbúum Fjarðabyggað- ar. En etv var það einmitt það, sem fór í fínustu taugar yfirstjóranr HSA? Ég álykta að stjórn HSA hafi farið yfir strikið og að hún eigi að segja af sér, hún er trausti rúin.“ Ekki náðist í Einar Rafn við vinnslu fréttarinnar. Óttast að missa vinsælan lækni LiLja KatRín GunnaRSdóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Þetta er ekki bara níð- ingsverk Einars Rafns gegn Hannesi og hans fjölskyldu heldur gegn okkur öllum íbúunum.“ Reiði í Fjarðabyggð Fjölmargir íbúar Fjarðabyggðar hafa skrifað undir undirskriftalista Hollvinasamtaka heilsu- gæslunnar í Fjarðabyggð. Heimasíða samtakanna er hollvinir.123.is. Engin ás�tæða Hannes hefur ekki fengið neina skýringu á því af hverju hann fær ekki starfið sitt aftur. Vill ekki fá Hannes� aftur Einar rafn tók til máls á stofnfundi Hollvinasam- taka heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. í fundargerð kemur fram að greinilegt væri, af viðbrögðum Einars rafns, að hann vildi ekki Hannes aftur til starfa. Kaupþing veitti ekki tugmilljóna styrki til stjórnmálaflokka: Milljón var hámarkið Kaupþing styrkti einstaka fram- bjóðendur í prófkjörum stjórn- málaflokkanna um allt að milljón krónur á árunum fyrir bankahrun- ið í haust, samkvæmt heimild- um DV. Einstaka stjórnmálaflokk- ar fengu styrki upp á allt að fimm milljónir króna. Engir styrkir voru hins vegar veittir til stjórnmála- flokka upp á tugmilljónir króna, líkt og styrkurinn sem Landsbank- inn veitti Sjálfstæðisflokknum í árslok 2006. Hávær orðrómur hefur geng- ið um að Kaupþing hafi veitt háa styrki til prófkjörsframbjóðenda og að þeir hafi verið mun hærri en þeir styrkir sem Baugur veitti til stjórnmálamanna en DV birti lista yfir styrkþega Baugs í vikunni fyrir alþingiskosningar. Heimild- armaður DV segir hins vegar að engir styrkir til frambjóðenda hafi verið hærri en ein milljón króna og að þeir hafi allir verið „innan eðlilegra marka“. Aðspurður hvaða stjórnmálamenn hafi fengið styrk- ina frá bankanum vill heimildar- maðurinn ekki greina frá því þó að hann segist vissulega vita hvaða stjórnmálamenn það voru. DV hefur áður greint frá því að Landsbankinn hafi veitt öll- um þeim prófkjörsþátttakendum styrki sem báðu um það og hafi þeir numið allt að milljón krón- um. Að sama skapi styrkti bank- inn stjórnmálaflokkana um allt að fimm milljónir króna og var það vinnuregla í bankanum að gefa ekki hærri upphæðir – 30 millj- óna styrkur Landsbankans til Sjálf- stæðisflokksins var einsdæmi. Glitnir styrkti stjórnmálaflokkana sömuleiðis um að allt að fimm milljónir en bankinn veitti ein- stökum stjórnmálamönnum hins vegar ekki styrki. ingi@dv.is Kaupþing Samkvæmt heimildum dv veitti kaupþing einstökum frambjóðendum styrki upp á allt að milljón króna. Fjölfíkill dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fertugan karlmann í sex- tíu daga fangelsi og til svipting- ar ökuleyfis í fjögur ár fyrir ýmis brot. Hann var meðal annars ákærður fyrir að aka án ökurétt- inda og undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig ákærður fyrir að stela tveggja lítra kókflösku, kaffi og mjólk úr Bónusversl- un. Ákæruliðir voru alls níu talsins. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í skýrslu geðlæknis kemur fram að hann hafi verið í mikilli fíkniefnaneyslu undan- farin ár og ljóst sé að hann sé „gríðarlegur fjölfíkill“. seðlabanka- stjóranefndin skipuð Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra skipaði í gær þriggja manna nefnd sem á að skipa nýjan seðlabankastjóra og að- stoðarseðlabankastjóra. Guð- mundur Magnússon prófessor var skipaður af hálfu háskól- anna. Lára V. Júlíusdóttir var skipuð af hálfu bankaráðs Seðla- bankans en hún er jafnframt formaður bankaráðs Seðlabank- ans. Loks skipaði Jóhanna sjálf Jónas Haralz, fyrrverandi seðla- bankastjóra, í nefndina. Ekið á stúlku Tólf ára stúlka á reiðhjóli meiddist lítillega þegar hún varð fyrir bíl sem var við það að stoppa við stöðvunar- skyldu. Slysið átti sér stað á mótum Hamarstígs og Þór- unnarstrætis á Akureyri um klukkan sex í gær. Bíllinn var á mjög lítilli ferð og er stúlkan marin eftir bifreiðina. Reiðhjólið lenti undir öðru framhjóli bifreiðarinnar og er illa farið. Stúlkan var flutt til skoðunar á slysadeild. Hún er óbrotin og var fljótt útskrifuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.