Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 6. Maí 200912 Fréttir Frönsk óeirðalög- regla tókst á við fangaverði Franska óeirðalögreglan tókst á við fangaverði fyrir utan tvö stærstu fangelsi Frakklands í gær. Fangaverðir mótmæltu yfir- fylltum fangelsum og fámenntu starfsliði í fangelsum landsins. Lögreglan beitti táragasi og öðrum meðulum gegn nokkrum tylftum varða sem nýttu hjól- barða og ýmislegt annað til að loka innganginum í Fleury Mér- ongis, stærsta fangelsi Evrópu, í suðvesturjaðri Parísar. Uppákoman mun hafa verið ein sú mikilfenglegasta í öldu aðgerða sem hófust á mánudag- inn í 80 af 194 fangelsum Frakk- lands. Frakkland hefur iðulega verið gagnrýnt af alþjóðlegum samtökum vegna ófremdar- ástands í fangelsum landsins. Skipað að reykja mikið Yfirvöld í Gong’an-sýslu í Hu- bei-héraði í Kína hafa skipað embættismönnum sýslunnar og kennurum að reykja hátt í 250.000 sígarettupakka á dag, samtals, í von um að auka tekjur sýslunnar. En þeir mega ekki reykja hvaða tegund sem er því sá böggull fylgir skammrifi að tegundin verður að vera Hubei sem framleidd er á svæðinu. Þeir sem ekki standa sig í reykingunum, eða verða staðnir að því að púa sígarettutegundir framleiddar í öðrum héruðum, að ekki sé talað um útlendar tegundir, eiga á hættu að verða sektaðir eða jafnvel reknir. Reykingar eru algengar í Kína, en andstætt yfirvöldum í Gong’an-sýslu hófu stjórnvöld landsins nýlega að hvetja lands- menn til að láta af þeim ósið. Frakkar í fyrsta sæti í nýrri könnun OECD: Meiri tími í svefn og át Samkvæmt nýrri könnun eyða Frakk- ar meiri tíma í svefn og að matast en nokkur önnur þjóð, og finnst sum- um að niðurstöðurnar undirstriki það orðspor sem fer af Frökkum sem værukærum sælkerum. Frakkar sofa að meðaltali níu klukkustundir á sólarhring, sem er meira en klukkustund lengur en Jap- anar og Kóreubúar gera að meðal- tali, en þeir sofa skemmst samkvæmt könnun sem gerð var á meðal átján aðildarríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. Þrátt fyrir sína heimsþekktu „sí- estu“ eru Spánverjar aðeins í þriðja sæti í könnuninni, og koma á hæla Bandaríkjamönnum, sem sofa leng- ur en 8,5 klukkustundir. Frakkar hafa ekki farið varhluta af skyndibitamenningunni sem nú ríkir og þó sífellt fleiri Frakkar grípi með sér samloku eða viðlíka fæðu og gleypi hana í sig við skrifborðið eyða þeir engu að síður yfir tveimur tím- um í að matast, að meðaltali, á dag. Frakkar eyða því tvöfalt lengri tíma í máltíðir en Spánverjar, sem eyða rúmum klukkutíma á dag í mál- tíðir að meðaltali, samkvæmt skýrslu OECD, „Society at Glance“, um vinnu, heilsu og frístundir í Asíu, Evrópu og í Suður-Ameríku og Bandaríkjunum. Hvað matarvenjur varðar eru Jap- anar í þriðja sæti, þrátt fyrir naumt skammtaðan svefn og langan tíma sem fer í að koma sér til vinnu og langan vinnudag. Japanar eyða ná- lægt tveimur tímum í að matast á dag að meðaltali og koma fast á hæla Ný- sjálendingum. Stærstum hluta frí- tíma síns, um 47 prósentum, kjósa Japanar að eyða í sjónvarpsgláp eða við viðtækið. Ítalskir karlmenn hafa um 80 mínútum lengri frítíma en þarlendar konur. „Þeim tíma verja ítalskar kon- ur líklega við að þrífa húsið,“ segir í yfirlýsingu frá OECD. Setið að snæðingi Frakkar eru í fyrsta sæti hvað varðar svefn og matartíma. Áfrýjun Roxönu tekin fyrir Í næstu viku verður tekin fyrir áfrýjun bandarísk-íranska frétta- mannsins Roxönu Saberi, sem var dæmd til átta ára fangelsis- vistar í Íran fyrir njósnir í síðasta mánuði. Að sögn föður Roxönu hef- ur hún verið í hungurverkfalli síðan dómur féll í máli hennar. Byltingardómstóll landsins kvað upp dóminn á bak við luktar dyr í Tehran. Íranskir embættismenn hafa vísað fullyrðingu föður Roxönu Saberi til föðurhúsanna og segja hana við góða heilsu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur látið sig málið varða og vísaði ákærum um njósnir á hendur Roxönu á bug. Hann sagði ákærurnar úr lausu lofti gripnar og bað um að henni yrði sleppt. Þrettán ára var Thaddeus Jimenez dæmdur til fjörutíu og fimm ára fangelsisvistar fyrir morð sem hann ekki framdi. Upptaka af játningu meints morðingja var ekki tekin gild sem sönnunargagn. Sá sem nú er grunaður um morðið er nú í haldi lögreglunnar. Fyrir meira en sextán árum var Thaddeus Jimenez, þá þrettán ára, handtekinn fyrir morð tengt götu- gengjum í Chicago í Bandaríkj- unum. Jimenez hélt fram sakleysi sínu, en yfir honum var réttað sem fullorðinn væri og að lokum var hann dæmdur til fjörutíu og fimm ára fangelsisvistar og sagði dómar- inn að Jimenez væri „... lítill ræf- ill, sennilega of ungur til að raka sig, en nógu gamall til að fremja grimmilegt morð.“ Á föstudaginn varð Thaddeus Jimenez, nú þrítugur, að sögn lög- fræðinga hans sennilega yngsta manneskja í sögu Bandaríkjanna til að vera ranglega sakfelld og síð- an hreinsuð af sök eftir að Joseph Claps, dómari við refsidómstól- inn í Cook-sýslu, ógilti dóminn yfir honum og Jimenez yfirgaf fangels- ið frjáls maður. Annar grunaður í haldi Á föstudaginn handtók lögreglan karlmann í Indiana og er sá grun- aður um morðið sem Jimenez var ranglega sakfelldur fyrir, en hann hefur ekki verið formlega ákærður. Tillagan um að ógilda dóminn yfir Thaddeus Jimenez var lögð inn af hálfu Celeste Stack, aðstoðar- saksóknara Cook-sýslu, og lögfræð- ingum Jimenez, Stuart Chanen og Steve Drizin. Drizin er lögfræðing- ur hjá samtökum sem taka að sér mál þar sem grunur leikur á að fólk hafi verið ranglega sakfellt. Chanen, Drizin og nokkrir aðrir lögfræðingar og rannsóknaraðilar hafa unnið að máli Jimenez í nokk- ur ár og lögfræðistofa Chanens varði yfir 1.200 vinnustundum, án þess að krefjast greiðslu, í að frelsa Jimenez úr fangelsi. Var í gengi Morðið sem Thaddeus Jimenez var dæmdur fyrir var framið 3. febrúar 1993, þegar Eric Morro, nítján ára, var skotinn til bana þar sem hann var á göngu ásamt fjórtán ára vini sínum. Að sögn yfirvalda birtust tveir ungir strákar, tólf og fjórtán ára, að baki Morro og vininum og eft- ir stutt átök dró annar þeirra upp skammbyssu og skaut Morro í bringuna. Sjónarvottur hafði samband við lögregluna síðar þetta kvöld og bar kennsl á Jimenez sem þann sem skaut, og Jimenez var handtekinn. Lögfræðingurinn Stuart Chan- en sagði á sunnudaginn að á þeim tíma hefðu verið sterkar vísbend- ingar um að Juan Carlos Torres, sem lögreglan handtók í Indíana, væri morðinginn. „Ég varð að skjóta hann“ Lögreglan fékk í hendurnar játn- ingu frá þeim sem, að því er virðist, skaut Morro, en játningin var tekin upp á laun af föður tólf ára drengs- ins sem var annar þeirra tveggja sem lenti í átökum við Morro þetta örlagaríka kvöld fyrir 16 árum. Á upptökunni heyrist rödd mannsins sem nú er í haldi lög- reglunnar í Indíana: „Ég varð að skjóta hann,“ og „Eftir að ég skaut hann hljóp ég á brott.“ Á upptök- unni lýsir hann einnig létti sínum yfir því að lögreglan hefði þá þegar „skellt skuldinni“ á Jimenez. Játningin ógild Jimenez var dæmdur í október 1994, en vegna galla við val á kvið- dómurum þurfti að rétta aftur og var hann því dæmdur aftur í nóv- ember 1997, þá til 45 ára fangels- isvistar. Tólf ára drengurinn, sem rétt- að var yfir í öðrum réttarhöldum, bar í báðum réttarhöldunum að sá sem skaut Morro hefði verið sá sem nú er í haldi lögreglunnar, en ekki Thaddeus Jimenez. Kviðdómarar í hvorugum rétt- arhöldunum fengu að heyra upp- töku af áðurnefndri játningu þar sem dómari í báðum réttarhöld- unum úrskurðaði að hún væri byggð á frásögn annars manns. Engin áþreifanleg sönnunar- gögn bendluðu Thaddeus Jimenez við glæpinn. Frelsinu feginn sagði Thaddeus Jimenez, þegar hann gekk út í frels- ið, að hann hefði lifað af fangelsis- vistina fyrir tilstilli ástar og stuðn- ings móður sinnar. FRJÁLS EFTIR 16 ÁR Í FANGELSI Kolbeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „... lítill ræfill, senni- lega of ungur til að raka sig, en nógu gamall til að fremja grimmilegt morð.“ Thaddeus Jimenez (t.v.), Steven Drizin (t.h.) og Stuart Chanen (f. aftan) Lögfræðingarnir gáfu ófáa vinnutíma í baráttunni fyrir frelsi Jimenez. Jimenez með móður sinni Þakkaði móður sinni að hafa lifað af inn- an veggja fangelsisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.