Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2009, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 6. Maí 20098 Fréttir Eimskip keypti í febrúar félagið IceExpress. IceExpress keypti árið 2007 ShopUSA af konu forstjóra Eimskips. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kannast ekki við að kona hans eigi, eða hafi átt, í fyrir- tækinu. Unnið er að endurskipulagningu á rekstri Eimskips sem er að mestu stjórnað af skilanefnd Landsbankans auk annarra kröfuhafa félagsins. AfneitAr eignArhlut eiginkonu sinnAr Eimskip gekk í febrúar frá kaup- um á bandaríska fyrirtækinu Ic- eExpress. Félagið var á þeim tíma í eigu Lárusar Ísfelds. Við kaupin sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, í samtali við Morgunblaðið að kaupverðið væri trúnaðarmál en það væri í rauninni greitt með hagræðingunni. Innifalið í verðinu var ekki rekstrarleyfi fyrir fyrirtæk- ið ShopUSA. Gylfi tók við sem for- stjóri Eimskips í maí 2008. Hann hafði tvö árin á undan starfað sem framkvæmdastjóri Eimskip Amer- icas sem nær yfir flutningastarf- semi Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada. Félag konunnar keypt Haustið 2007 keypti IceExpress ShopUSA fyrir eina milljón dollara sem þá var nálægt 60 milljónum króna. Þá var Gylfi framkvæmda- stjóri Eimskip Americas. Selj- andinn var meðal annars Hildur Hauksdóttir, eiginkona Gylfa Sig- fússonar. Hlutur hennar var skráð- ur 45 prósent þegar salan átti sér stað. Faðir hennar, Haukur F. Leós- son, er skráður fyrir framkvæmda- stjórn ShopUSA og prókúruhafi félagsins. Haukur varð frægur fyrir að hafa verið gert að hætta sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur haustið 2007 þegar REI-málið stóð sem hæst . Hann var auk þess endurskoðandi Sjálf- stæðisflokksins og skrifaði upp á ársreikning flokksins fyrir árið 2006 eftir risastyrkina frá FL Group og Landsbankanum. Gylfi neitar hlut Hildar Í samtali við DV segir Gylfi Sigfús- son að kona sín hafi ekki fengið neitt greitt þegar ShopUSA var selt til IceExpress. „Þú ert bara að vaða reyk,“ segir Gylfi við blaðamann aðspurður um sölu Hildar á hlut sínum í ShopUSA. Hún vinni hjá ShopUSA en eigi ekkert í félaginu. Samkvæmt hluthafalista ShopUSA Incorporation var hún skráð fyrir 45 prósenta hlut í fyrirtækinu í Banda- ríkjunum áður en það var selt til IceExpress. Samkvæmt hlutafé- lagaskrá sem Credit Info veitir að- gang að er Hildur einnig skráð fyr- ir helmingshlut í ShopUSA Holding ehf. á Íslandi. Bauð blaðamanni vinnu Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, reyndi að hafa áhrif á skrif DV um málefni sín og eiginkonu sinnar með því að bjóða blaðamanni vinnu hjá Eimskip. Sagði hann við blaða- mann að breytingar yrðu gerðar á fjármálasviði félagsins í júní og þá þyrfti að ráða nýtt fólk. Samkvæmt 4. grein siðareglna Blaðamannafé- lagsins telst það mjög alvarlegt brot þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis. Fengu samninga án greiðslu Eftir að IceExpress keypti ShopUSA af eiginkonu Gylfa fékk fyrirtæk- ið ýmsa samninga við Eimskip í Bandaríkjunum. Má þar nefna yf- irtöku á rekstri vöruhúss Eimskips í Norfolk í Virginíufylki sem IceEx- press fékk án nokkurrar greiðslu. Í lok árs 2007 var IceExpress orð- inn stærsti undirverktaki Eimskips í Bandaríkjunum og hafði yfirtekið stóran hluta af starfsemi Eimskips í Bandaríkjunum. Eimskip kaupir IceExpress Við bankahrunið í haust varð veru- legur samdráttur á flutningastarf- semi frá Bandaríkjunum til Íslands. Eimskip fækkaði þá skipaferðum til Bandaríkjanna og dró saman samn- inga við undirverktaka. IceExpress missti á þeim tíma stóran hluta við- skipta sinna og viðskipti ShopUSA snarminnkuðu. Samkvæmt heim- ildum DV jukust skuldir IceExpress við Eimskip mikið á þeim tíma. Í febrúar 2009 keypti Eimskip síðan IceExpress. Þá sagði Gylfi við blaðamann Morgunblaðs- ins að verðið væri trúnaðarmál en það greiddist með hagræðingunni. Samkvæmt heimild- um DV var kaup- verðið um þrjár millj- ónir dollara. „Við höfum ekki borgað krónu fyr- ir IceExpress. Við tókum bara yfir félagið,“ segir Gylfi í samtali við DV. IceExpress hafi verið með starfsemi í New York þar sem þeir voru að þjóna TVG Zimsen, sem er í eigu Eimskips. Það snúi að flug- starfsemi sem Eimskip hafi yfirtek- ið. Einnig hafi starfsemi IceExpress í Norfolk í Virginíufylki runnið inn í rekstur Eimskips. Undir skilanefnd Landsbankans Á mánudag var tilkynnt að Björgólf- ur Guðmundsson, eigandi Grett- is, sem var stærsti hluthafi Eim- skips með 33 prósenta hlut, bæri persónulega ábyrgð á 58 milljarða skuld við Landsbankann. Stór hluti af því væri vegna kaupa hans á hlut hans í Eimskip. Auk þess var Magn- ús Þorsteinsson, eigandi Frontline Holding sem átti 33 prósenta hlut í Eimskip, lýstur gjaldþrota af Hér- aðsdómi Norðurlands eystra. Gylfi segir að núna sé verið að vinna að endurskipulagn- ingu Eimskips í samstarfi við skilanefnd Landsbank- ans. Bankarnir fari nú fram fyrir hönd þeirra Björgólfs og Magnúsar. Óbreytt stjórn Í stjórn Eimskips sitja Sindri Sindrason, stjórnarfor- maður, Gunnar M. Bjorg, Frið- rik Jóhannsson, Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. Að sögn Gylfa sat Sindri í stjórn þar sem hann átti stóran hlut í Eimskip sem hafi nú rýrnað veru- lega. Gunnar sat fyrir hönd Magn- úsar Þorsteinssonar og þeir Orri og Tómas fyrir hönd Björgólfs Guðmundssonar. Þegar Gylfi er spurður hvort ekki eigi að setja nýja stjórn yfir Eimskip þar sem stjórnarmenn séu flestir fulltrú- ar þeirra hluthafa sem hafi glatað hlut sínum svarar hann því neit- andi. „Menn eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna Eimskips, en ekk að hugsa um það fyrir hvern þeir komu inn í stjórnina upphaflega,“ segir Gylfi. Fyrirhugaðar breytingar Að sögn Gylfa er unnið daglega með ýmsum aðilum frá Landsbankan- um, Straumi-Burðarás og erlend- um kröfuhöfum að endurskipu- lagningu félagsins. Nefnir hann meðal annars fyrirhugaða sölu á frystigeymslum í Kanada og jafn- vel einhverjum af skipum félagsins. Gylfi segir að hugsanlega sé ein- hverra frétta að vænta af félaginu fyrir aðalfund sem haldinn verður í lok maí. Ekki náðist í Hildi Hauks- dóttur og Hallgrím T. Ragnarsson, framkvæmdastjóra ShopUSA, við vinnslu fréttarinnar þar sem slökkt var á símum beggja. annaS SIGmUndSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is afneitar hlut konunnar gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, neitar því að kona hans eigi, eða hafi átt, hlut í ShopuSa. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.