Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 20. Maí 200910 Neytendur
Sátt hjá
SýSlumönnum
Neytendasamtökin benda fólki á
að leita til sýslumanna ef erfiðar
deilur skapast, sem erfitt er að
leysa úr án utanaðkomandi að-
stoðar. Vissulega sé hægt að leita
til dómstóla en sú leið sé bæði
kostnaðarsöm og seinleg. Því
hafi Neytendasamtökin beitt sér
fyrir stofnun kæru- eða úrskurð-
arnefnda á ýmsum sviðum. Nú
þegar séu allnokkrar starfandi.
„Til hliðar við kærunefndirnar
og á þeim sviðum þar sem engar
kærunefndir eru starfandi, er gott
að vita af því að hægt er að leita
til sýslumanna um sáttaumleit-
un,“ segir á heimasíðu samtak-
anna og eru neytendur hvattir til
að skoða þann kost áður en dóm-
stólaleiðin er farin.
ÓdýruStu
myndböndin
Gríðarlegur verðmunur er á því
að leigja nýtt myndband á vídeó-
leigum landsins. Ódýrasta leigan
er Krambúðin við Skólavörðu-
stíg. Hún býður allar mynd-
ir, bæði nýjar og gamlar, á þrjú
hundruð krónur á sama tíma og
algengt verð annars staðar er sjö
hundruð krónur. Sá sem leigir
eina spólu á viku getur sparað sér
ríflega 20 þúsund krónur á ári ef
hann verslar við Krambúðina í
stað þess að versla þar sem verð-
ið er hæst.
n Lastið fá Sambíóin.
Viðskiptavinur sá
nýjung auglýsta stór-
um stöfum á dögun-
um. Nýjungin var
ostapopp sem við-
skiptavinurinn keypti
að eigin sögn dýrum dómum.
Poppið reyndist bragðast alveg
eins og Stjörnu-ostapopp, sem
hægt er að fá í Bónus á rúm-
lega
100
krónur.
n Ánægður viðskiptavinur bakarísins
og kaffihússins Passion í Álfheimum
lét DV vita af góðri þjónustu og
þægilegu andrúmslofti sem þar
sé að finna. Hann sagði að í
hádeginu mætti þar fá súpu og
frábæra brauðskál í hádeginu
á 760 krónur.
SENdið LOF Eða LaST Á NEYTENdur@dv.iS
Dísilolía
Grafarvogi verð á lítra 159,4 kr. verð á lítra 162,4 kr.
Skeifunni verð á lítra 160,9 kr. verð á lítra 163,3 kr.
Algengt verð verð á lítra 162,4 kr. verð á lítra 164,8 kr.
bensín
hveragerði verð á lítra 154,8 kr. verð á lítra 158,2 kr.
Selfossi verð á lítra 154,9 kr. verð á lítra 158,3 kr.
Algengt verð verð á lítra 162,4 kr. verð á lítra 164,8 kr.
uMSjóN: BaLdur guðMuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
„Ég er fyrst og fremst núna að horfa
til sykraðra gosdrykkja. Engin þjóð
í heiminum innbyrðir eins mikið
af sykruðu gosi og Íslendingar. Við
erum heimsmethafar í gosdrykkja-
neyslu. Er þetta ekki eitthvað til að
hugleiða?“ spyr Ögmundur Jónas-
son heilbrigðisráðherra beðinn um
röksemdir fyrir svokölluðum sykur-
skatti, sem hann hefur lauslega viðr-
að í fjölmiðlum.
„Rannsóknir hafa sýnt að það er
fylgni á milli verðlagningar og neyslu
hjá börnum og unglingum. Ég held
að alvarlegasta vandamálið sem við
horfum á núna sé heilsufar barna
og unglinga almennt. Það skiptir
ekki bara einstaklinginn máli heldur
hefur það áhrif á samfélagið í heild
sinni,“ segir Ögmundur en umræðan
um sykurskatt hófst í kjölfar frétta af
slæmri tannheilsu barna.
Óheilbrigði ávísun á hærri
skatta
Neytendasamtökin hafa gagnrýnt
hugmyndir heilbrigðisráðherra harð-
lega. Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur samtakanna, segir að upptaka syk-
urskatts dragi úr valfrelsi neytenda
og hafi neikvæð áhrif á vísitölu og því
á verðtryggð lán heimilanna. Sam-
tökin hafa verulegar efasemdir um
neyslustýrandi skatta af þessu tagi.
Ögmundur bendir í þessu sam-
hengi á að samfélag, þar sem heilsu-
staðallinn er lægri, sé ávísun á hærri
skatta til framtíðar. Horfa verði á hlut-
ina í þjóðhagslegu samhengi, bæði
vegna heilsunnar og tilkostnaðar
samfélagsins. „Mér finnst það und-
arlega þröngsýnt af hálfu Neytenda-
samtakanna að horfa á þessi mál út
frá sjóndeildarhring músarholunn-
ar. Auðvitað þarf að hugsa þetta mál
í miklu stærra og víðara samhengi,“
segir Ögmundur sem hvetur sam-
tökin til að taka þátt í umræðunni á
þeim forsendum.
Hann spyr ennfremur hvort Neyt-
endasamtökin séu einnig mótfallin
því að ríkið niðurgreiði mjólkurvörur.
„Það hlýtur að vera jafn svakalegt. En
af hverju gerum við það? Jú, við ger-
um það vegna þess að neysla mjólk-
urvara er heilsusamleg, ekki síst fyrir
börn og unglinga. Er það bara mark-
aðurinn sem á að ráða? Ef sykraðir
gosdrykkir eru ódýrastir, eigum við þá
bara að smella okkur öll í það?“ spyr
hann.
Hlustum á Lýðheilsustöð
Spurður hvort gjöld á borð við sykur-
skatt megi finna í samanburðarlönd-
um Íslands segir Ögmundur að ekki
sé um nýlundu að ræða. Staðreynd-
in sé sú að hér hafi verið hár virðis-
aukaskattur á sykruðu gosi. Hann hafi
verið lækkaður úr 24,5 prósentum í 7
prósent þann 1. maí 2007.
„Þegar virðisaukinn var lækkað-
ur ákvað ríkisstjórnin að lækka skatta
á sykruðu gosi meira en á nokkurri
annarri vöru í landinu. Vörugjöld
voru afnumin og virðisaukinn var
færður niður. Í því tilviki var hlustað
á gosdrykkjaiðnaðinn en ekki Lýð-
heilsustöð, landlækni eða aðra sem til
málanna þekkja úr þeirri átt,“ útskýr-
ir Ögmundur og heldur áfram: „Við
erum í of miklum mæli að neyslu-
stýra óhollustu ofan í þjóðina. Er ekki
ráð að snúa af þeirri braut? Mér finnst
það. Ekki síst núna þegar við þurfum
að taka öll þessi mál til skoðunar.“
Tekið út úr vísitölugrunni
Ögmundur segir áhyggjur af áhrif-
um sykurskattsins réttmætar. Hann
vill þó að tekið verði á því á öðrum
forsendum. „Við getum til dæmis
tekið skatta af þessu tagi út úr vísi-
tölugrunninum. Þannig gætum við
aftengt þetta.
Frá mínum bæjardyrum séð, sem
heilbrigðisráðherra, þá kemur þetta
til greina en ég bendi á að þessi
hugmynd er byggð á sjónarmiðum
heilbrigðisráðuneytisins og þeim
stofnunum sem undir það heyra. Það
á alveg eftir að taka þetta til ákvörð-
unar og það er ekki búið að leggja
þetta fyrir ríkisstjórnina. Þetta eru
ráð frá okkar færustu sérfræðingum,
við Háskóla Íslands, Lýðheilsustöð
og fleiri. Ætlum við ekki að hlusta á
þá?“ spyr Ögmundur.
Verðstýrum nú þegar
Ögmundur segir að þetta verði ekki
tekið fyrir á þessu þingi. „Þetta verð-
ur kynnt sem sjónarmið heilbrigðis-
ráðuneytisins núna í ríkisstjórninni
og ég mun beita mér fyrir þessu af
alefli. Þetta er hins vegar bara einn
liður af mörgum í þeirri viðleitni að
stuðla að því að við setjum heilsu-
samlegri mat ofan í okkur.
Við eigum að láta skynsemina
ráða. Við erum að verðstýra öllum
stundum, með því hvernig við skatt-
leggjum. Þáverandi meirihluti tók
þá ákvörðun að ívilna sérstaklega
sykruðum gosdrykkjum. Því segi
ég, í fullri hógværð: Byrjum á því að
snúa því til baka og skoðum síðan
aðra þætti,“ segir Ögmundur sem er
staddur í Genf á alþjóðaþingi Sam-
einuðu þjóðanna um heilbrigðis-
mál.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að óheilbrigt samfélag leiði af sér
hærri skatta. Skattar og gjöld hafi lækkað mest á gosdrykkjum af öllum vörutegund-
um árið 2007. Því þurfi að snúa við. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt hugmyndir ráð-
herra harðlega en Ögmundur segir sjónarmið samtakanna undarlega þröngsýn.
„HeimsmetHafar í
gosdrykkjaneyslu“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Mér finnst það undar-
lega þröngsýnt af hálfu
Neytendasamtakanna
að horfa á þessi mál út
frá sjóndeildarhring
músarholunnar. Auðvit-
að þarf að hugsa þetta
mál í miklu stærra og
víðara samhengi.“
Svalandi en sykrað
Heilbrigðisráðherra segir
íslendinga eiga heimsmet í
neyslu gosdrykkja.
Hlustað á
sérfræðinga
Ögmundur
jónasson heil-
brigðisráðherra
segir færustu
sérfræðinga
mæla með
hærri álögum á
sykraðar vörur.