Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. Maí 2009 17Sport
Ferrari sterkt í Mónakó Finnski ökuþórinn kimi raikkonen hjá Ferrari hefur
ekki lagt árar í bát þrátt fyrir afspyrnu slæmt gengi liðsins á tímabilinu. raikkonen sem
varð heimsmeistari fyrir tveimur árum hefur aðeins náð stigum í einni keppni. Næst tekur
við keppni á Spáni um helgina en eftir það er komið að hinni sögufrægu Mónakó-braut
þar sem raikkonen telur Ferrari munu koma sterkt inn. „Staða okkar er mjög erfið, sérstak-
lega þar sem ég og Massa erum aðeins með þrjú stig hvor. En við ætlum ekkert að gefast
upp, heldur bæta bílinn og bæta stöðu okkar. Bíllinn verður bara betri með hverri keppni
og þegar við mætum til Mónakó hef ég trú á að við verðum mjög sterkir. Næstu æfingar
munu samt gefa sterk merki um hvað koma skal,“ segir raikkonen.
Sigurður Ingimundarson, landsliðs-
þjálfari í körfubolta, hefur valið hóp-
inn sem mun leik fyrir hönd Íslands
á Smáþjóðaleikunum sem fram fara
í byrjun næsta mánaðar á Kýpur. Ís-
lenska liðið á titil að verja frá Smá-
þjóðaleikunum en það hafði sigur á
þeim í Mónakó fyrir tveimur árum á
eftirminnilegan hátt.
Hvorki besti körfuboltamaður
landsins, Jón Arnór Stefánsson, né
Hlynur Bæringsson verða með en
vonast var til þess að þeir gætu náð
mótinu. Jón Arnór stendur í ströngu
með ítalska liðinu Benetton Treviso
sem hann fór til eftir að hann varð Ís-
landsmeistari með KR. Úrslitakeppn-
in á Ítalíu tekur brátt við.
Helmingur hópsins sem Sigurður
Ingimundarson valdi fyrir þessa ferð
varð meistari með liðinu fyrir tveimur
árum en Sigurður velur einn nýliða.
Það er miðherjinn sterki Fannar Freyr
Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, sem
átti afar gott tímabil í ár og var lykil-
maður Garðbæinga í leið þeirra að
bikarmeistaratitlinum.
Á Kýpur leikur íslenska liðið fimm
leiki á fimm dögum. Gegn Möltu,
Kýpur, Andorra, Lúxemborg og San
Marínó. tomas@dv.is
evra Fékk vernd
Patrice Evra, vinstri bakvörður
Englandsmeistara Manchester
united, sagði eftir leikinn gegn
arsenal um
helgina þar
sem liðið varð
meistari að
hann hefði
fengið sérstaka
vernd frá
dómara
leiksins, Mike
dean. Evra
sagði eftir
meistaradeildarleik liðanna á
dögunum að þar hefðu karlmenn
verið að spila gegn börnum. Fór það
afar illa í Cesc Fabregas, fyrirliða
arsenal, og Samir Nasri, sem létu í
veðri vaka að Evra fengi að kenna á
því í deildarleiknum. „Þeir skildu bara
ekki húmorinn minn. Mér finnst
gaman að stríða mönnum. Þegar
leikurinn var að byrja kom dómarinn
að mér og sagði að hann ætlaði að
vernda mig fyrir arsenal-mönnunum
þannig ég ætti ekki að vera með
einhver læti á móti,“ segir Evra.
uMSjóN: tóMaS Þór ÞórðarSoN, tomas@dv.is
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
FiMMtudagur
1. deild karla
14:00 Fjarðabyggð - ÍA
Eskifjarðarvöllur
16:00 Leiknir - KA
Leiknisvöllur
2. deild karla
14:00 Tindastóll - ÍH/HV
Sauðárkróksvöllur
14:00 BÍ/Bolungarvík - KS/Leiftur
Torfnesvöllur
14:00 Grótta - Hamar
Gróttuvöllur
14:00 Magni - Höttur
Boginn
14:00 Njarðvík - Hvöt
Njarðtaksvöllurinn, Njarðvík
14:00 Víðir - Reynir S.
Garðsvöllur
Næstu
leikir
Sigurður Ingimundarson búinn að velja fyrir Smáþjóðaleikana:
Jón og Hlynur ekki Með
ÍSLeNSKA LIðIð
Bakverðir:
Hörður axel vilhjálmsson keflavík
Logi gunnarson Njarðvík
Magnús Þór gunnarsson Njarðvík
Pavel Ermolinski La Palma
Þorleifur ólafsson grindavík
Framherjar:
jóhann Árni ólafsson
Proveo Merlinsr
jón Norðdal Hafsteinsson keflavík
Páll axel vilbergsson grindavík 84
Sigurður Þorvaldsson Snæfelli
Miðherjar:
Fannar Freyr Helgason Stjörnunni
Fannar ólafsson kr
Sigurður gunnar Þorsteinsson
keflavík
Logi Gunnarsson varð Smáþjóðaleika-
meistari með íslandi fyrir fjórum árum.
MyNd RóBeRT ReyNISSoN
„Það glitti í hníf í buxnastrengnum
hjá einum,“ segir tæplega fertugur
stuðningsmaður Selfoss sem varð
vitni að ryskingum stuðningsmanna
ÍR og Skjálfta, stuðningsmannasveit-
ar Selfoss, eftir 5-2 sigurleik þeirra
síðarnefndu á útivelli í Breiðholtinu
síðasta föstudag. Skjálftamenn gengu
glaðir frá ÍR-vellinum, syngjandi: „5-
2 fyrir Selfoss,“ meðal annars og það
líkaði nokkrum stuðningsmönnum
ÍR ekki.
Samkvæmt vallargestum sem DV
ræddi við sátu þessir ÍR-ingar ekki í
stúkunni, heldur héldu til í brekku
við völlinn og drukku bjór. Skjálfta-
menn voru þó einnig í glasi. „Ég hef
aldrei séð svona áður á Íslandi. Þetta
var virkilega óþægilegt. ÍR-ingarnir
voru með mikil læti og gerðu sig lík-
lega til að ráðast á Selfyssingana. Þeir
voru mjög æstir og mér leist ekkert á
blikuna. Þeir huldu andlit sín en sá
sem hafði sig mest í frammi í þessu
var vel merktur sínu félagi,“ segir
vitni að atburðinum.
„drullið ykkur heim“
Ragnar Traustason, formaður
Skjálfta, var í miðri hringiðjunni.
„Eftir leikinn erum við að rölta út í
rútu, syngjandi og sáttir með okkar
menn. Þá sé ég þessa ÍR-inga tala sig
saman og rölta svo út á plan þar sem
þeir mæta okkur. Þar fóru þeir að
öskra: „Drullið ykkur heim,“ og voru
ekki sáttir að við værum að syngja.
Þar ógnuðu þeir okkur með grjóti og
sumir sem ég hef talað við sáu glitta
í hníf hjá einum þeirra,“ segir Ragnar
en hversu langt gekk þetta?
„Þetta voru aðallega orðaskipting-
ar og ýtingar. Þeir voru samt virkilega
að ógna okkur, sérstaklega sá sem
hélt á grjótinu allan tímann. Svo voru
þeir að stinga hausnum ofan í okkur
á meðan við reyndum að komast inn
í rútuna. Það voru svona tveir sem
höfðu sig mest í frammi í þessu en
fyrir aftan þá stóðu nokkrir til viðbót-
ar sem virtust bara bíða eftir því að fá
að skerast í leikinn ef þetta hefði æxl-
ast út í einhver slagsmál. En ég, sem
formaður, reyndi bara hvað ég gat að
koma mönnum inn í rútu sem tókst
á endanum og við keyrðum heim.
Sá sem hélt á grjótinu sleppti því en
reyndi eitthvað að berja í rútuna þeg-
ar við keyrðum í burtu,“ segir Ragnar
Traustason, formaður Skjálfta.
Viðurlög ekki útilokuð
„Ég hef ekkert heyrt um þetta og
ekki séð skýrslu eftirlitsmanns. Það
hefur ekkert borist inn til mín“ sagði
Þórir Hákonarson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, við DV í gær. Aðspurður
um hvort svona atburður gæti kom-
ið niður á ÍR sagði Þórir eðlilega að
hann ætti erfitt með að tjá sig þar
sem hann vissi ekkert um málið en
sagði það þó ekki útilokað. Ólíklegt
er að nokkuð verði aðhafst í þessu
máli því þegar DV hafði samband
við eftirlitsmann leiksins, gamla
dómarann, Egil Má Markússon,
kannaðist hann ekki við neitt. „Ég
fór bara inn í klefa að ræða við dóm-
arana eftir leik. Þegar ég kom þaðan
út svona um korter yfir tíu var ekkert
í gangi,“ sagði Egill Már.
tomas@dv.is
TóMAS ÞóR ÞóRðARSoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
„Þeir voru samt virki-
lega að ógna okkur,
sérstaklega sá sem hélt
á grjótinu allan tím-
ann“
Til ryskinga kom eftir stórsigur Selfoss gegn ÍR, 5-2, í fyrstu deildinni síðastliðinn
föstudag. Nokkrum skemmdum eplum úr stuðningsmannahópi ÍR líkaði illa hversu
vel Skjálfti, stuðningsmannasveit Selfyssinga, fagnaði eftir leik og biðu eftir þeim á
bílastæðinu. Glitti í hníf hjá einum, segir vitni.
Sungið og trallað Hluti Skjálfta-
hópsins skemmtir sér í Breiðholtinu á
meðan á leik stendur. til ryskinga kom
þegar flautað var af. MyNd FóTBoLTI.NeT<
selFyssinguM
ógnað Með grJóti