Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2009, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 20. Maí 2009 21Fókus á miðvikudegi Hvað Heitir lagið? „Og Obi-Wan og Anan- kin, annað kyn, R2D2, Obi- Wan og Anankin. Í síðasta sinn,  kinn við kinn, Sandra Kim,  hvert fór hinn?“  Heitur plötusnúður Breski plötusnúðurinn Funkagenda  spilar á London/Reykjavík (gamla  Gauknum) í kvöld. Fýrinn sá er  sagður einn af heitari plötusnúðum  Evrópu um þessar mundir. Funk-  agenda er höfundur hinnar skondnu  útgáfu af What the Fuck sem segja  má að hafi komið honum á kortið,  ásamt endurhljóðblöndun á laginu  The Man with the Red Face sem  Laurent Garnier gerði ódauðlegt.  Ásamt Funkagenda ætlar einvala lið  plötusnúða að spila á tónleikunum á  London/Reykjavík í kvöld en um er  að ræða eitt af hinum epísku Smirn- off-kvöldum. Húsið verður opnað  klukkan 23, miðinn er á 1.500 krón- ur og er forsala í verslunum Blend,  Kringlunni og Smáralind. Kraumar víða Myndband ástralska New  York-búans Stuarts Rogers um  Kraumsverðlaunin - Kraum- ur Awards 2008 document- ary - hefur farið víða á netinu,  til að mynda birst á Facebook,  YouTube, Vimeo og vefsvæði  Kraums á LoFi.tv. Nú hefur  bandaríska tímaritið SPIN val- ið myndbandið til birtingar á  nýjum myndbanda-vef sínum,  SPINearth.tv, til að sýna lesend- um og áhorfendum brot af tón- listarlífi Reykjavíkur. Meðal þeirra  sem koma fram í myndbandinu  eru hljómsveitirnar Agent Fres- co, FM Belfast og Mammút auk  tónskáldsins Daníels Bjarnason- ar, Eldars Ástþórssonar, fram- kvæmdastjóra Kraums, og Óla  Palla á Rás 2.  listin breytir Heiminum ... Listin breytir heiminum, listin við- heldur óbreyttu ástandi er yfirskrift  málþings sem fram fer á Kjarvals- stöðum í hádeginu á morgun. Á  meðal fyrirlesara eru Árni Matthí- asson blaðamaður, Eiríkur Örn  Norðdahl rithöfundur, María Krist-  jánsdóttir leiklistargagnrýnandi  og Ragna Sigurðardóttir myndlist- argagnrýnandi. Útvarpsmaðurinn  Hjálmar Sveinsson stýrir málþinginu  sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík.  Málþingið hefst klukkan 12 og er að- gangur ókeypis. Í  fljótu bragði datt mér í hug að það  væri ekkert vitlausara til í heiminum  en  svartur  samuræ,  reykjandi  rúll- að tóbak, talsettur af Samuel L. Jack- son í Highlander-leik. En auðvitað er  margt vitlausara. Um er að ræða has- arleik  sem  byggður  á  samnefndum  teiknimyndum.  Þar  sem  menn  eru  einmitt  í  einhverskonar  Highland- er-leik  og  skylmingamenn  heimsins  berjast um hver er bestur. Heilu skól- arnir  og  klaustrin  blandast  inn  í  og  okkar  maður  er  eins  og  Lando  Cal- rissian, cajun style. Hakka sig í gegn- um  hina  ýmsu  óvini  með  ýmsum  brögðum.  En hvolfum öllu á botninn. Leik- urinn  er  mjög  skemmtilegur  fram- an af en verður svo nokkuð þreyttur,  eins  og  algengt  er  með  svona  leiki.  Tónlistin er eftir RZA og hún er geð- veik, sérstaklega þegar hún er hömr- uð inn í takt við bardagann. Grafíkin  er  mjög  flott  og  skemmtilega  öðru- vísi  en  gengur  og  gerist.  Og  þannig  er nú það. Afro Samurai kemur ekki  til  með  að  vinna  nein  verðlaun  eða  vera á topplistum yfir bestu leiki árs- ins. En það er alltaf gaman að skera  menn í tvennt og hafa gargandi rödd  Sam Jackson á bakvið. Það er eitthvað  ferskt og sumarlegt, þó svo að það vari  bara í 6 til 15 klukkustundir. Bújá.  Dóri DNA Margt vitlausara Alfreð  Elíasson  var  eldhugi  á  sviði  flugs  á  lands-  og  heimsvísu.  Heim- ildamyndin  sýnir  okkur  hvern- ig  hann  blómstrar  gegnum  malbik  þeirra undarlegu viðskiptahátta sem  hafa tíðkast meðal Íslendinga. Hann  kemur á fót flugfélagi og er í kjölfar- ið  brautryðjandi  á  flestum  sviðum  sem tengjast geiranum. Ég sit í bíó- salnum  og  fylgist  með  gömlu  fólki  staulast  inn.  Það  spyr  hvort  sætin  séu númeruð og talar upphátt þeg- ar það þekkir einhvern á hvíta tjald- inu,  sem  er  býsna  oft.  Myndin  lítur  ef til vill ekki spennandi út fyrir fólk  í yngri kantinum en á engu að síður  erindi  og  er  prýðilega  kynnt  í  sam- ræmi við mikilvægi efniviðsins. Hún  nær  sennilega  ekki  til  þeirra  sem  ekki  hafa  áhugann  fyrir  en  áhuga- menn  um  flug,  sagnfræði  og  þeir  sem  rekja  ætterni  og  kunningsskap  til starfsvettvangs Alfreðs eru nú dá- góður  hópur.  Myndin  byrjar  hálf- undarlega,  grafíkin  er  lítið  flott  og  pixluð á allavega einum stað. Áferð- in virðist lítið unnin og það er klippt  of  snaggaralega  á  lög  og  hljóð  sem  vinnur gegn flæðinu. Ýmislegt fleira  er  hroðvirknislega  unnið.  Eins  og  þegar ritari Alfreðs klórar sér ítrekað  á bringunni þar sem hljóðneminn er  og eyðileggur þar af leiðandi hljóðið  í  miðri  dramatískri  lýsingu.  Heim- ildamyndaformið  sem  notast  er  við er af gamla skólanum og það er  spurning hvort slíkt eigi heima í kvik- myndahúsi í dag. En smátt og smátt  sekkur  maður  sér  inn  í  merkilega  frásögn  þess  mikla  fjölda  viðmæl- enda sem prýðir myndina. Loftleið- ir  birtast  manni  sem  stór  fjölskylda  sem hefur frá nógu að segja af gríni  og  alvöru.  Saga  af  flugslysi  Geysis  á  Vatnajökli  setur  kraft  í  myndina  rétt  eins  og  björgun  á  „strandaðri“  björgunarflugvél Bandaríkjamanna.  Gullaldartími  Loftleiða  er  vel  út- færður.  Það  er  spennandi  að  sjá  hvernig „hippaflugfélagið“ er frum- kvöðull  lággjaldaflugs  í  heiminum  og kaup þeirra á Air Bahama er upp- haf  þotualdar  í  íslensku  flugi.  Hér  er  borin  á  borð  frásögn  af  viðskipt- um sem við skiljum, hin klassískari  hugsun í  fyrirtækjarekstri sem virð- ist  vera  útdauð.  Myndin  er  hvetj- andi  einmitt  þegar  útrásarvíking- arnir  okkar  hafa  haft  svo  gagnstæð  áhrif.  Við  sjáum  líka  hvernig  gjör- spillt  öfl  léku  starf  frumkvöðulsins  grátt.  Hvernig  verðmatið  á  eignum  við  sameiningu  Flugfélags  Íslands  og Loftleiða var makað af óheilind- um.  Loftleiðir  voru  í  raun  étnar  af  öflum  sem  við  þekkjum  alltof  vel.  Það er undarlegt að Kolkrabbinn sé  ekki settur skýrar í samhengi við þá  skítugu  framvindu.  Myndin  er  fyrir  rest vel þess virði, þótt einhver segði  að jafn magnaður maður ætti skilið  magnaðri mynd. Erpur Eyvindarson Ævintýri Þr mufleygs Afro SAmurAi Útgefandi: Surge Tegund: Spenna Spilast á: PS3/Xbox 360 tölvuleikir Afro Samurai Mjög skemmtilegur framan af en verður svo nokkuð þreyttur. Alfreð elíASSon og loftleiðir Leikstjóri: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson kvikmyndir Alfreð Elíasson Hann var eldhugi á sviði flugs á lands- og heimsvísu. Svar: keyrðu mig heim með Á móti sól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.