Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2009, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2009, Qupperneq 17
þriðjudagur 26. maí 2009 17Sport Stjarnan fær Svar í dag „Við búumst við svari á morgun [í dag]. þetta er í skoðun og vinnslu,“ sagði Sigurður Hilmarsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, við dV í gær um undanþáguna fyrir kaupum eða láni á markverði. aðalmarkvörður liðsins, Bjarni þórður Halldórs- son, fékk rautt spjald í síðasta leik liðsins gegn FH og verður í banni þegar Stjarnan tekur á móti Fylki á fimmtudaginn. Félagaskiptaglugginn er lokaður en þar sem staða markvarðar er æði sérstök eru veittar sérstakar undanþágur komi eitthvað upp á eins og meiðsli. Framkvæmdastjóri KSí get- ur einn veitt undanþáguna. En er Stjarnan með einhver skotmörk fái hún undaþágu? „Við erum búnir að sirka út einhver lið og sett okkur í viðræður við þau sem geta hjálpað okkur en það er ekkert frágengið. þetta hangir allt saman á undanþágunni,“ sagði Sigurður Hilmarsson. Wade Elliot, þrítugur leikmaður sem aldrei hefur leikið í efstu deild á Englandi, varð hetja Champion- ship-deildar liðsins Burnley í gær þegar hann skaut félaginu upp í úr- valsdeildina með gullfallegu marki í úrslitaleik umspilsins gegn Sheffield United á Wembley-leikvanginum. Þetta er í fyrsta skiptið í þrjátíu og þrjú ár sem Burnley er komið aftur á meðal þeirra bestu. Jóhannes Karl Guðjónsson byrj- aði á bekknum eins og vaninn hef- ur verið síðustu vikur en kom inn á sem varamaður á 27. mínútu þegar annar félagi hans varð fyrir meiðsl- um. Jóhannes Karl lék vel og var óheppinn að skora ekki annað mark Burnley þegar varið var frá honum á marklínu í dauðafæri. Jóhannes hef- ur einu sinni áður leikið í efstu deild, þá með Aston Villa. Þetta Burnley-lið er samansafn af sannkölluðum ofurmennum en liðið átti frábæru gengi að fagna í báðum bikarkeppnum tímabilsins og lagði þar á meðal Arsenal, 2-0, á Emirat- es. Burnley spilaði sextíu og einn leik á tímabilinu en notaði til þess að- eins tuttugu og þrjá leikmenn. Það er næstflesta leiki allra liða á Englandi á eftir Englandsmeisturum Manchest- er United. Ekki verið að kvarta yfir leikjaálagi þar. Owen Coyle, stjóri liðsins, hef- ur unnið sannkallað kraftaverk með þetta smálið og verður afar athyglis- vert að fylgjast með því í úrvalsdeild- inni á næsta keppnistímabili. Eitt er ljóst að stuðningsmenn liðsins eru afar ánægðir með Coyle og mátti sjá borða honum til heiðurs á Wembley í gær sem á stóð: „Coyle er guð.“ tomas@dv.is Jóhannes Karl aftur á meðal þeirra bestu: Ofurmennin í úrvalSdeildina BuSacca í róm það verður svissneski dómarinn massimo Busacca sem dæmir úrslitaleik meistaradeildarinnar þar sem mætast Evrópumeistarar manchester united og Barcelona í róm á miðvikudagskvöldið. dómaranefnd Evrópska knatt- spyrnusambandsins tilkynnti þetta í gær. Busacca, sem er fertugur, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 1999. Hann hefur dæmt 77 Evrópuleiki, þar af 32 í meistara- deildinni. Hann er búinn að dæma einn leik með man. united á árinu. Sigurleik liðsins gegn Porto á útivelli í 8 liða úrslitum þar sem Cristiano ronaldo skaut Evrópu- meisturunum áfram með stórkost- legu marki snemma leiks. HamiltOn gefSt ekki upp Heimsmeistaranum í Formúlu 1, Bretanum Lewis Hamilton, líst ekkert á blikuna það sem komið er og sér sig ekki geta varið titilinn sinn. jenson Button á Brawn gP hefur unnið fimm af sex fyrstu mótum ársins og er langefstur í keppni ökuþóra með fimmtíu og eitt stig. Sjálfur er Hamilton með níu stig. Næst taka við keppnir í Tyrklandi og á Silverstone á Englandi sem Hamilton segir ekki henta mclaren. „Ég efast um að ég geti keppt um heimsmeistaratitilinn úr því sem komið er. En ég mun halda áfram að berjast og sjá hvað gerist. Ég gefst ekki upp. Ég er tilbúinn að berjast í Tyrklandi því við verðum aðeins betri með hverri keppni en við erum hvergi nærri jafnfljótir og Brawn,“ segir Hamilton. HOllendingar dýrir miðasala á leik íslands og Hollands í undankeppni heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu er hafin en þar kosta dýrustu miðarnir 4.500 krónur í forsölu. það eru sæti í gömlu, en þó nýuppgerðu, stúkunni. Sæti í nýju stúkunni, stundum kölluð Sýnar- stúkan, kostar 3.000 krónur í forsölu og nýjustu sætin á hliðum gömlu stúkunnar kosta 1.500 krónur. Leikurinn verður laugardaginn 6. júní klukkan 18.45 en miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi miði.is umSjóN: TómaS þór þórðarSoN, tomas@dv.is Steinliggur Wade Elliot skorar gullfallega sigurmarkið í gær. mynd AFP Newcastle er fallið í Championship-deildina, þá næstefstu á Englandi, eftir öm- urlegt tímabil. Goðsögninni Alan Shearer tókst ekki að bjarga liðinu frá falli en undir hans stjórn vann liðið aðeins einn leik. Liðið er einfaldlega ekki nægilega gott, hvorki í ár né í fyrra, segir Shearer. „Ég er augljóslega gífurlega von- svikinn. Það er hægt að kenna mér um, Joe Kinnear [stjóranum sem veiktist], leikmönnunum, Mike Ashley [eigandanum], en stað- reyndin er að við vorum ekki nægi- lega góðir í ár, heldur ekki í fyrra og það er hægt að horfa lengra til baka hvað það varðar,“ sagði goð- sögnin hjá Newcastle, Alan Shear- er, eftir að liðið féll í næstefstu deild á Englandi um helgina. Þar sem varalið Englands- meistara Manchester United gerði Newcastle mikinn greiða með því að sigra Hull á útivelli þurfti Newcastle ekki nema að halda jöfnu gegn Aston Villa. Það var því eins og samantekt á öllu vonleysi Newcastle þegar Aston Villa skor- aði sigurmarkið með skoti í hinn skelfilega Damien Duff og inn. Sextán ára veru þessa stórklúbbs á enda í úrvalsdeildinni eftir hæðir og lægðir. Upprisinn er hann Newcastle lék síðast í næstefstu deild tímabilið 1992–1993. Árið áður var liðið við það að falla úr þeirri deild og var bókað að liðið myndi lýsa sig gjaldþrota hefði það gerst. Þá var kynntur til sögunnar Kevin nokk- ur Keegan en undir hans stjórn urðu næstu ár tóm sæla. Liðið komst upp um deild strax á næsta ári og end- aði í þriðja sæti úrvalsdeildar árið eftir. Eftir sjötta sætið 1995 háði lið- ið mikla baráttu við Manchester Un- ited um Englandsmeistaratitilinn 1996 og 97 en tapaði í bæði skiptin. Eftir það komu mögur ár og þeg- ar liðið var við það að falla í næst- efstu deild stýrði Robby Robson lið- inu af botninum og í meistaradeild árið eftir. Robson var síðar rekinn eftir frábært gengi. Ein af mörgum skrítnum ákvörðunum yfirvaldsins hjá Newcastle sem á endanum kom liðinu þangað sem það er núna. Óheppni í leikmannakaupum Það verður seint sagt að Newcastle hafi ekki reynt allt sitt hvað fjármál varðar til þess að gera betur. Fjölda milljóna punda hefur verið eytt undanfarin ár í að rétta hlut þessa ríka félags undir forystu auðmanns- ins Mikes Ashley. Nánast hver ein- ustu kaup síðustu árin hafa mislukk- ast, sum meira en önnur. Leikmenn sem hafa gert frábæra hluti annars staðar hafa koðnað niður hjá fé- laginu. Aldrei hefur verið beinlínis útskýrt hvað er að. Hvort þjálfunin sé svona svakalega vond eða hvað. Eina sem er ljóst er að það er eitt- hvað gífurlega mikið að og þurfa menn þar á bæ að finna lausn á því og það sem fyrst. Hverjir fara? Þó nær ekki einn einasti leikmaður hjá Newcastle hafi staðið sína plikt í ár eru þó innan liðsins leikmenn sem líklegt er að önnur lið girnist. Obaf- emi Martins, Michael Owen, Kevin Nolan, Jonas Gutierrez, Habib Beye og Fabricio Coloccini. Unglinga- starf Newcastle hefur verið ágætt undanfarin ár og endaði varaliðið til dæmis í fjórða sæti norðurdeildar varaliðanna, aðeins fjórum stigum á eftir Manchester United þar sem hafa leikið ungstirnin Danny Wel- beck og Federico Macheda. Þó margir gætu farið hefur liðið gífurlegt aðdráttarafl og gæti New- castle auðveldlega safnað að sér bestu leikmönnum næstefstu deild- ar síðustu árin. Þó þeir séu kannski ekki sömu nöfnin og hafa verið keypt síðustu ár þarf það ekkert að verra verra fyrir vikið. Hvernig fer með fjár- málin er aftur á móti stór spurning. Eigandinn Mike Ashley hefur verið leikinn grátt síðustu misserin. Fyrst tapaði hann fúlgu fjár þegar Eng- landi tókst ekki að komast á EM, svo varð hann fyrir barðinu á kreppunni og nú er hans ástkæri stórklúbbur í sömu deild og Scunthorpe. TÓmAS ÞÓR ÞÓRÐARSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Þunglyndi Stuðningsmenn Newcastle eiga allt gott skilið. þeir bestu á Englandi. mynd AFP Hrunne caS le gengi newcaStle SíðuStu tíu árin 1999 13. sæti 2000 11. sæti 2001 11. sæti 2002 4. sæti 2003 3. sæti 2004 5. sæti 2005 14. sæti 2006 7. sæti 2007 13. sæti 2008 12. sæti 2009 18. sæti (fall)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.