Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 4
Ganga á slóð menningar 55 íbúar af erlendum upp- runa mættu í menningar- göngu í miðborginni á dög- unum. Gangan er farin til að kynna menninguna fyrir innflytjendum víðs vegar frá. Hún er í boði Borgar- bókasafns, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur. Fólki gafst færi á að velja um að fylgja leið- sögumönnum sem töluðu ensku, spænsku, pólsku eða taílensku. Fólkið kynnt- ist menningarstofnunum í miðborg Reykjavíkur og sögu gatna og styttna á svæðinu. Ökuskírteininu seinkar um ár Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra hefur lagt fram frum- varp um breytingar á umferð- arlögum. Meðal þess sem þar kemur fram er að ungmenni fái ökuskírteini hér eftir átján ára en ekki sautján ára, líkt og hef- ur tíðkast undanfarna áratugi. Lagt er upp með að ökuleyfisald- ur færist upp í áföngum, seinki um þrjá mánuði á ári frá 2011 til 2015. Jafnframt er lagt til að ungir ökumenn megi ekki nema í und- antekningatilfellum keyra um með fleiri en einn farþega í bíl sínum aðfaranætur laugardags og sunnudags. 4 þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir Jón Auðunn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, segir að gerð hafi verið krafa um sölumat frá óháð- um aðilum vegna láns sem sjóð- urinn veitti lögmönnunum Karli Georg Sigurbjörnssyni og Birni Þorra Viktorssyni til kaupa á fast- eign í Riga í Lettlandi árið 2006. Húsið sem félagarnir keyptu er iðnaðarhúsnæði í Riga og af mynd- um af því að dæma virðist það ekki vera í sérlega góðu ásigkomulagi og hæpið að það sé mörg hundr- uð milljóna króna virði. Eins og sjá má á myndum sprettur illgresi upp í kringum húsið og neglt hef- ur verið fyrir glugga. Fram kom í helgarblaði DV að lögmennirnir fengu 4 milljóna evra lán fyrir kaupum á fasteign í Riga. Aðrar heimildir herma að lánið hafi verið 3,2 milljónir evra. Eignin sjálf var lögð fram sem veð fyrir láninu. Fram kom að lög- mennirnir Björn Þorri og Karl Georg yfirverðsettu fasteign- ina og er talið að hún hafi ver- ið metin á um 100 þúsund evrur á þeim tíma. Verðmæti hennar hafi því verið fertugfaldað. Talið er að BYR þurfi að afskrifa allt að einn milljarð króna vegna þessarar fjárfestingar. Fasteignin var keypt í gegnum félagið Adminu iela SIA, en þeir félagar áttu helmingshlut í félaginu á móti lettneskum lög- manni. Segir lánið greitt beint til seljanda „Þeir voru margoft krafð- ir um sölumat frá við- urkenndum óháð- um aðilum,“ segir Jón Auðunn. Hann bend- ir á að í Riga og víðar í Lettlandi sé eignar- hald gjarnan tvískipt. Einn aðili eigi lóðina og annar eigi mann- virkið sem stendur á lóðinni. Þetta sé af- leiðing af veru Sovét- manna í borginni og þannig hafi það verið í þessu tilfelli. „Þegar þetta lán var greitt út var það greitt inn á sérstakan geymslureikning, sem var opnaður í banka ytra. Þeg- ar komin var staðfesting á að búið væri að þinglýsa öllu fékk bankinn þau skilaboð að þeir mættu greiða lánið til seljanda,“ segir hann. Jón Auðunn segir að greiðslan hafi farið beint til seljanda og lög- mennirnir hafi ekki komist í lánið sjálfir. „Þeir sem fengu lánið áttu aldrei að hafa getað komist að því. Lánið var lagt inn á geymslureikn- ing og þaðan var það greitt beint til selj- andans.“ Neitar að tjá sig Björn Þorri vildi ekkert tjá sig þeg- ar leitað var til hans. Hann sagði umfjöllun DV uppfulla af rangfærslum og hann ætlaði að svara því annars staðar. Hann fékkst hins vegar ekki til að benda á efnislegar rangfærslur í umfjöllunninni. Nafninu á Adminu iela var breytt í mars á þessu ári í Beta 5. Félagið seldi þá 60 prósent af fast- eigninni fyrir 240 þúsund evrur. Í maí var gengið frá sölu á afgangs- hlut í fasteigninni fyrir 78 þús- und evr- ur. Sölu- verðið nem- ur um 10 pró- sentum af lán- inu sem tekið var til kaup- anna. risalán á hreysi Fyrrverandi stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem veitti Karli Georgi Sigurbjörnssyni og Birni Þorra Viktorssyni lán til kaupa á fasteignum í Riga árið 2006, segir lánið hafa farið beint frá bankanum til seljanda. Lögmennirnir hafi ekki haft aðgang að peningunum. Mörg hundruð milljóna króna veð var í fasteigninni. Húsið í Riga Húsið, sem Björn Þorri og Karl Georg keyptu og veðsettu fyrir risaláni, er gamalt og talið að raunvirði þess sé miklu lægra en lánið. aNNaS SiGmuNdSSoN oG ValGeiR öRN RaGNaRSSoN blaðamenn skrifa: as@dv.is og valgeir@dv.is Björn Þorri Viktorsson Átti fjórð- ungshlut í fasteigninni í Lettlandi í gegnum eignarhaldsfélag. Karl Georg Sigurbjörnsson Var meðeigandi í félaginu sem keypti húsið árið 2006. Ofsaakstur á hringbraut Mikið var um hraðakstur á höf- uðborgarsvæðinu um helgina. Sá sem mældist á mestum hraða innanbæjar var hálfþrítugur maður sem ók vélhjóli sínu á 130 kílómetra hraða eftir Hring- braut. Hann var þó ekki sá sem ók hraðast í umdæminu. Tveir vélhjólakappar, annar tvítugur en hinn þrítugur, mældust á 150 kílómetra hraða á Reykjanes- braut sunnan Hafnarfjarðar. Kona á þrítugsaldri keyrði bíl á 100 kílómetra hraða á Hring- braut og tvítugur piltur var tek- inn á sama hraða á Bústaðavegi.  Ökumenn á leið eftir Þingvallavegi geta átt von á vandræðum á leið sinni til og frá Þingvöllum í dag. Vegagerð- in ræðst í framkvæmdir, bæði mal- bikun og sandburð. Annarri akrein Þingvallavegar verður lokað fyrir umferð á kafla strax í morgunsárið og fram eftir degi. Um er að ræða tveggja kílómetra langan kafla sem hefst fimmtán kílómetra austan við Gljúfrastein. Þetta er þó ekki eina hindrunin sem ferðalangar á leið til og frá Þingvöllum verða fyr- ir. Viðvarandi blæðingar eru á Þing- vallavegi og því er vegurinn reglulega sandborinn frá Hakinu og niður að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Af þeim sökum hefur hámarkshraði verið takmarkaður við fimmtíu kíló- metra á klukkustund á þessum kafla. Víðast annars staðar á landinu eiga samgöngur að ganga vel fyrir sig. Vegir eru greiðfærir en þó þunga- takmarkanir á fáeinum stöðum. Þó verður Illagilsbrú í Fjörðum lok- uð um óákveðinn tíma vegna fram- kvæmda við endurgerð brúarinnar. Lokanir og hraðatakmarkanir vegna framkvæmda: Blæðir á Þingvallaleið Blæðandi vegir Mikið þarf að huga að viðhaldi og varúðarráðstöfunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.