Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Síða 6
6 þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir Um helgina tóku að streyma um 2.600 bláklædd ungmenni til lands- ins. Þetta er hluti af evrópsku skáta- móti sem heitir Roverway. Mótið er haldið á þriggja ára fresti og hef- ur verið haldið tvisvar sinnum áður, fyrst í Portúgal og núna síðast á Ít- alíu. Bandalag íslenskra skáta stend- ur fyrir mótinu hér á landi og hefur staðið að undirbúningi þess frá ár- inu 2007. Íslenskir þátttakendur eru fimm hundruð talsins. Fimmtíu þjóðir Mótið hófst með stórri setningarat- höfn á mánudagsmorgun fyrir fram- an Háskóla Íslands þar sem hópur- inn raðaði sér saman í risastóra ör. „38 Evrópuþjóðir og 6 þjóðir utan Evrópu taka þátt, auk gesta frá 6 öðr- um löndum, einnig utan Evrópu, sem koma sérstaklega til að kynna starfsemi skáta í viðkomandi lönd- um,“ segir Benjamín Axel Árnason, formaður upplýsingaráðs skáta og fjölmiðlafulltrúi Roverway. Skoða landið Eftir setningarathöfnina hélt allur hópurinn af stað í alls konar leiðangra um landið. Leiðangur á Hvannadals- hnúk, menningarferð um Reykjavík, ganga um Hornstrandir, ljósmynda, kvikmyndatöku- og tónlistarleið- angrar, klifurferð á Sveinstinda, fjallaleiðangur á Heklu, hesta- og menningarleiðangur um æskuslóð- ir Halldórs Laxness, Vestmanna- eyjaleiðangur, Mývatnsleiðangur og Lazy Town-leiðangur eru dæmi um það sem boðið er upp á fyrir erlendu gestina. Síðan munu allir hópast saman aftur austur á Úlfljótsvatni. „Þar mun rísa rúmlega 3.000 manna alþjóða- þorp með fjölbreyttri dagskrá. Með- al annars verður hægt að fara á tékk- neskt tehús, taka þátt í vinnuhópum um stjórnmál og njóta tónlistar eða varðelda á kvöldin,“ segir Benjamín. Helstu þemu Roverway-móts- ins eru „opnaðu hugann og hjartað, vertu opinn fyrir þrautum, menn- ingu, sköpun og náttúrunni“. Kynnast á Facebook Tilgangur mótsins er að kynna mismunandi menningarheima og hefðir innan skátahreyfingarinn- ar og einfaldlega að hafa gaman af hvert öðru. „Þátttakendur hafa undanfarna mánuði haft tæki- færi til að kynnast samferðmönn- um sínum á netinu, hver sveit setti upp spjallsvæði á Facebook, þar sem það lifir áfram eftir mótið og þátttakendur geta haldið áfram að hafa samskipti við félaga sína eftir að móti lýkur,“ segir Benjamín, en það er mikil ánægja meðal skipu- leggjanda mótsins með þátttökuna í ár. maria@birtingur.is Bandalag íslenskra skáta hefur nú boðið fólki frá 50 löndum á skátamót. Benjamín Axel Árnason, formaður upplýsingaráðs skáta og fjölmiðlafulltrúi Roverway, segir Facebook vera aðal samskiptamátann á milli skátaflokka í Evrópu. Mikil ánægja er með þátttöku í mótinu sem nú stendur yfir. Skátar reiSa alþjóðaþorp Tákn mótsins Örin er tákn Roverway-mótsins, þema þess er „open up“. Mynd RóBeRT ReyniSSon Farþegaþota nauðlenti Mikill viðbúnaður var á Kefla- víkurflugvelli rétt fyrir þrjú í gær þegar Boeing 767-farþegaþota með 190 manns innanborðs nauðlenti á flugvellinum. Til- kynnt var um reyk í stjórnklefa hennar og var slökkviliðið á Suðurnesjum og á höfuðborgar- svæðinu með mikinn viðbúnað á staðnum. Vélin var á leið til Ameríku frá Evrópu þegar reyk- urinn kom upp. Vélin var rýmd en engan sak- aði. Ekki er vitað af hverju reyk- urinn kom upp. Aðspurður hvort mikil hætta hafi verið á staðnum segir slökkviliðsmaður sem DV ræddi við að svo væri alltaf þeg- ar viðbúnaðarstig færi í gang. Viðbúnaðarstigið sem fór í gang kallast: Hættustig - Stórt. Of þung kerra valt með hesta Jeppi með hestakerru í eftir- dragi valt í fyrrakvöld í Hvera- dalabrekku. Þrír hestar voru í kerrunni þegar hún valt á hliðina. Hestarnir sluppu til tölulega vel og engin slys urðu á fólki, að sögn lögregl- unnar á Selfossi. Lögreglan á Selfossi segir að kerran hafi verið of þung fyrir bílinn en ákveðnum reglum ber að fylgja til að draga slíkar kerrur. Kerran vó 2.500 kíló en bílnum er einungis heimilt að draga 1.600 kíló. Talið er að það hafi valdið slysinu. Málið er ekki í rannsókn hjá lögregl- unni, líklega vegna þess að engin slys urðu á hestunum og fólki. ellefu greinst með svínaflensu Nú hafa ellefu tilfelli svína- flensunnar (H1N1) greinst á Íslandi. Frá því á föstudag í síð- ustu viku hafa bæst við tvö tilfelli af nýju inflúensunni. Um er að ræða 19 ára konu sem kom frá Mexíkó og veiktist eftir heim- komu og 35 ára konu sem kom frá Ástralíu og veiktist einnig eft- ir heimkomu. Lögmaður Hollendingsins Peters Rabe, sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn í Papeyjarsmyglinu sem upp komst um í vor, hefur krafist þess að málinu verði vísað frá dómi. Rabe hefur alla tíð neitað sök í mál- inu og ekki verið samvinnufús í yfir- heyrslum. Aðalmeðferð í máli gegn sexmenn- ingunum átti að fara fram fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í dag, en málinu var frestað á meðan dómari tekur af- stöðu til frávísunarkröfunnar. Grein- argerðinni var skilað inn klukkustund áður en aðalmeðferðin átti að hefjast og ekki var hægt að hefja aðalmeð- ferðina fyrr en búið var að úrskurða um kröfuna. Dómari mun líklega úr- skurða um frávísunarkröfuna í dag. Sexmenningarnir eru ákærð- ir fyrir að smygla um 109 kílóum af kannabisefnum, amfetamíni og e- pillum, sem flutt voru til landsins með skútunni Sirtaki í apríl. Við þingfestingu málsins í síðustu viku kom fram að Jónas Árni Lúð- víksson, Halldór Hlíðar Bergmunds- son og Pétur Kúld Pétursson játuðu á sig aðild að smyglinu, en þeir sögð- ust þó hafa talið að um innflutning á sterum væri að ræða. Sögðu Halldór og Pétur að þau skilaboð hefðu þeir fengið frá Jónasi Árna. Rúnar Þór Ró- bertsson og Árni Hrafn Ásbjörnsson neituðu alfarið að hafa tekið þátt í smyglinu. valgeir@dv.is Aðalmeðferð í Papeyjarmálinu óvænt frestað við upphaf þess: Rabe krefst frávísunar Aðalmeðferð frestað Sakborningar og lögmenn þeirra voru mættir í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem fram átti að fara aðalmeðferð í málinu. Mynd HeiðA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.