Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 9
fréttir 21. Júlí 2009 ÞriÐJUDAGUr 9 Fjölskylduhátíðin Kátir dagar var haldin í Langanesbyggð og nágrenni um helgina. Það skyggði óneitanlega á fögnuðinn þegar upp komst um viðamikinn þjófnað á dansleik með Ingó og Veðurguðunum í félags- heimilinu Þórsveri á Þórshöfn að- faranótt sunnudags. Tvær nítján ára stúlkur frá Akureyri gerðust þar ansi fingralangar og stálu ellefu GSM- símum, tíu þúsund krónum í pening- um, tæplega tuttugu greiðslukortum, veskjum, töskum, snyrtivörum og öðru smálegu. Ekki skipulagt Hlutirnir sem stúlkurnar stálu voru flestir geymdir í fatahenginu í fé- lagsheimilinu en engin gæsla var þar að sögn lögreglunnar á Þórshöfn enda bjuggust íbúar og gestir staðar- ins ekki við svo bíræfnum þjófnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru stúlkurnar mjög iðnar við þetta athæfi sitt á dansleiknum. Ekki virðist vera að stúlkurnar hafi skipulagt þjófnaðinn áður en þær komu til Þórshafnar. Að sögn lögreglu er nokkuð ljóst að þetta hafi verið hugmynd sem kviknaði á dans- leiknum sem stúlkurnar hafi síðan framkvæmt í snarhasti. Of stór skammtur Stúlkurnar tvær voru í hópi fólks frá Akureyri sem hafðist við í tjöldum í þorpinu. Lögreglan handtók stúlk- urnar á sunnudaginn þegar þær voru á leiðinni frá Þórshöfn aftur heim til Akureyrar. Lögreglan náði að endur- heimta allt þýfið og er búin að koma því flestu til skila til réttra eigenda. Málið telst upplýst enda fékk lög- reglan á staðnum dygga hjálp frá þeim sem lentu í þjófnaðinum, en það voru heimamenn sem og íbúar Vopnafjarðar, Þistilfjarðar og Kópa- skers. Lögreglan hafði einnig afskipti af þriðju stúlkunni úr þessum hópi frá Akureyri á föstudagskvöldið. Hún tók of stóran eiturlyfjaskammt og var flutt á heilsugæsluna á Þórshöfn þar sem var dælt upp úr henni. Leiðindamál Kátir dagar fóru annars vel fram en þessi þjófnaður olli miklum usla á Þórshöfn og nágrenni. Íbúi Þórs- hafnar, sem DV talaði við, sagði mál- ið leiðindamál en er lögreglu afar þakklátur, eins og aðrir þorpsbúar, fyrir að hafa leyst málið svo hratt og örugglega. Almenn ánægja ríkir með úrvinnslu málsins enda ekki algengt að þýfi af þessu tagi komi allt í leitirn- ar að sögn lögreglunnar á Þórshöfn. Látlaust félagsheimili Ballgestum í Þórsveri brá aldeilis í brún þegar upp komst um þjófnað á dansleiknum aðfaranótt sunnudags. Tvær ungar stúlkur frá Akureyri létu greipar sópa á dansleik á Kátum dögum á Þórshöfn og stálu peningum, símum og töskum. Þriðja stúlkan tók of stóran skammt af eiturlyfjum og þurfti á læknisaðstoð að halda. STOLIÐ AF BALLGESTUM „Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu voru stúlkurnar mjög iðnar við þetta athæfi sitt á dansleiknum.“ LiLja Katrín gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Hátíðarmatseðill Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur Steikt Lúðufiðrildi með hvítlauksristuðum humarhölum og humarsósu Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Hunangsgljáð andabringa „Orange” með rusty kartöflum og ristuðu grænmeti Dessert Hátíðardessert Forréttur Koniaksbætt humarsúpa Aðalréttur 200 gr. ristaðir humarhalar með mangó-chilli cous cous, salat og kartöflubátar Dessert Hátíðardessert Forréttur Súpa dagsins Aðalréttur Glóðuð Nautalundarpiparsteik, ristaðir humarhalar, grænmeti og rjómalöguð piparsósa Dessert Hátíðardessert Laugaás 30 ára 25. júní Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.