Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Page 12
12 þriðjudagur 21. júlí 2009 fréttir Klónaðir fíkni- efnahundar Tollgæslan í Suður-Kóreu segist hafa tekið í þjónusu sína heims- ins fyrstu klónuðu „þefhunda“ til að leita að eiturlyfjum á flugvöll- um og við landamærastöðvar. Um er að ræða sex hunda sem voru klónaðir eftir kanad- ískum „þefhundi“ síðla árs 2007 og hafa hundarnir nú lokið sex- tán mánaða þjálfun. Að mati tollgæslunnar væri hægt að lækka kostnað barátt- unnar gegn glæpum með því að klóna hunda því erfitt sé að finna góða „þefhunda“ og að að- eins þrjátíu prósent „þefhunda“ sem fæðist með eðlilegum hætti standist próf. Að sögn þarlendra vísindamanna væri hægt að hækka hlutfallið í níutíu prósent með klónun. Lýsir sig sekan Mohammad Ajmal Amir Qasab mun hafa viðurkennt sekt sína vegna hryðjuverkaárásanna í Mumbaí á Indlandi í nóvember. Qasab er sá eini hryðjuverka- mannanna í Mumbaí sem lifði árásirnar af og var ákærður fyr- ir áttatíu og sex atriði, þeirra á meðal stríð gegn Indlandi, morð og fyrir að hafa haft sprengiefni í fórum sínum. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Qasab hefur breytt yfirlýs- ingu sinni en í maí lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruliðum. Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi Viðbúnaðarstig vegna hryðju- verkahættu í Bretlandi hefur verið lækkað frá „alvarlegri“ hættu til „verulegrar“ hættu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti landsins. Viðbúnaðarstig var hækkað í landinu árið 2007, en þá var talið að hryðjuverkaárás væri „mjög líkleg“. Samkvæmt nýju mati er nú talið að slík árás sé „möguleg“. Að sögn Alans Johnson hjá innanríkisráðuneytinu mun almenningur ekki verða var við breytingar á öryggisráðstöfun- um og telur hann að ógnin sé eftir sem áður „raunveruleg og alvarleg“. Baráttusamtök fyrir mannréttindum í Rússlandi lýstu því yfir um helgina að þau væru reiðubúin til að standa fyrir máli sínu fyrir dómstólum, en Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjen- íu, segist ætla að höfða mál á hend- ur samtökunum vegna fullyrðinga þeirra um að hann sé morðingi. Oleg Orlov, forstöðumaður Mem- orial mannréttindasamtakanna í Rússlandi, sagði að hann stæði við fullyrðingar sem hann lét falla í síð- ustu viku í kjölfar morðsins á mann- réttindabaráttukonunni Natalíu Estemirovu. Estemirovu var rænt á miðvikudaginn af heimili hennar í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, og fannst lík hennar í nágrannaríkinu Ingúsetíu. Estemirova hafði verið skotin í höfuð og bringu. „Við vitum hver er ábyrgur. Við vit- um hvaða stöðu hann gegnir. Hann er forseti Tsjetsjeníu,“ sagði Orlov á fréttamannafundi í Moskvu. Að sögn Orlovs hafði Kadyrov haft í hótunum við Natalíu Estemirovu á síðasta ári og að hún hefði verið vöruð við því að halda áfram mannréttindabaráttu sinni eða taka afleiðingunum ella. Rússlandsforseti neitar sekt stallbróður síns Natalia Estemirova var enginn ný- græðingur í mannréttindabaráttu og hafði unnið í Grosní í tæpan áratug og skrásett aftökur án dóms og laga, mannshvörf og fjölda annars konar mannréttindabrota í Tsjetsjeníu und- ir stjórn Ramazans Kadyrov. Natal- ia var ennfremur náinn vinur Önnu Politkovskayu blaðamanns sem var myrt í Moskvu í október 2006, en enn sér ekki fyrir endann á rannsókn þess morðs. Dmitry Medvedev fordæmdi morðið á Nataliu Estemirovu og fyr- irskipaði rannsókn á því. Estemir- ova var svarinn andstæðingur stjórn- valda í Tsjetsjeníu, en Kadyrov, forseti landsins, er afar hallur undir stjórnvöld í Kreml. Dmitry Medved- ev veit kannski ekki hver er ábyrgur fyrir morðinu á Estemirovu en telur sig þó vita hvar ábyrgðin liggur ekki. Medvedev hefur hafnað ásökunum á hendur Kadyrov og sagði þær „frum- stæðar og óviðunandi“. Myndi vinna málshöfðun Stjórnmálaskýrendur eru flestir þeirrar skoðunar að Ramazan Kad- yrov myndi hafa sigur fyrir dómstól- um þar sem rússneskir dómstólar séu stjórnvöldum leiðitamir. Engu að síður kynni málið að skaða orðspor Kremlverja enda beinast sjónir nú í miklum mæli að Kadyrov sem er að mati stjórnvalda í Rússlandi ómiss- andi bandamaður í Tsjetsjeníu í bar- áttunni gegn uppgangi múslímskra afla þar í landi. Mannréttindasinnar segja að Kad- yrov sé ekki lengur stætt á þeirri full- yrðingu að óvinir hans beri ábyrgð á morðum á óvinum hans, en hann hefur beitt þeim rökum í hvert skipti sem fréttamaður, lögfræðingur eða aðrir sem andvígir eru honum eru myrtir í Rússlandi. Í blaðinu Novaya Gazeta, sem Estemirova skrifaði fyrir, var skrif- uð ítarleg grein um kringumstæður morðsins á henni og meðal annars vakin athygli á því að bifreið mann- ræningjanna hefði verið ekið athuga- semdalaust í gegnum nokkrar eftir- litsstöðvar lögreglunnar og það hefði ekki verið mögulegt nema mannræn- ingjarnir hefðu haft opinber skilríki. Leynilegur dauðalisti Það er víðar en í Rússlandi og Tsjetsj- eníu sem gagnrýnendur þarlendra stjórnvalda eiga við skammlífi að stríða. Útlægir Tsjetsjenar fullyrða að Ramazan Kadyrov hafi sett sam- an leynilegan lista yfir andstæðinga sína og af þeim hafi um 300 verið eyrnamerktir til aftöku. Engar sann- anir liggja fyrir um þessa fullyrðingu, en Umar Israilov, einn andstæðinga Kadyrovs, var skotinn til bana á götu úti í Vín í Austurríki í mars. Israilov hafði án árangurs leitað til lögregl- unnar vegna ótta um að honum yrði fyrirkomið. Annar andstæðingur Kadyrovs, Sulim Yamadayev, var í sama mánuði myrtur í Dúbaí. Skömmu eftir morðið fannst morðvopnið, rússnesk Makar- ov-byssa, og voru tveir handteknir vegna morðsins, en fjórir grunað- ir um aðild flúðu til Rússlands. Yfir- maður lögreglunnar í Dúbaí sakaði Adam Delimkhanov, náinn vin og frænda Kadyrovs, um að hafa staðið að baki morðinu. Myrtir nærri heimahögum Aðrir andstæðingar Kadyrovs hafa fallið nærri heimahögum. Þeirra á meðal er Ruslan Yamadayev, bróð- ir Sulims, sem var skotinn til bana skammt frá Kreml í september. Rúss- neskir fjölmiðlar hafa einnig tengt Adam Delimkhanov við morðið á Movladi Baisarov, fyrrverandi stríðs- herra í Tsjetsjeníu og foringja í FSB, fyrirrennara leyniþjónustu Sovétríkj- anna KGB. Stjórnmálaskýrendur, sem Times í Moskvu vitnar í, segja að Kadyrov hafi gert fástískt samkomulag við Kreml- verja, þar sem Vladimír Pútín forsæt- isráðherra hefur tögl og hagldir þrátt fyrir setu Medvedevs í forsetastóli. Ennfremur segja stjórnmálaskýrend- ur að rússnesk stjórnvöld hafi gef- ið Kadyrov frjálsar hendur fyrir að hafa brotið á bak aftur sjálfstæðisöfl- in sem létu til sín taka upp úr 1990. Kadyrov hefur í kjölfarið farið fram á skilyrðislausa tryggð af hálfu keppi- nauta sinna að viðlagðri útlegð eða einhverju þaðan af verra. Enn sér ekki fyrir endann á máli blaðamannsins og mannréttindasinnans Önnu Politkovsk- ayu. Og nú skekur morð á annarri mannréttindakonu stjórnvöld í Kreml og beinir sjónum að Ramazan Kadyrov, forseta Tsjetsjeníu og stuðningsmanni rússneskra stjórnvalda. Mannréttinda- fóLK Myrt Útlægir Tsjetsjenar fullyrða að Ramazan Kadyrov hafi sett sam- an leynilegan lista yfir andstæð- inga sína og af þeim hafi um 300 verið eyrnamerktir til aftöku. BLaðaMenn og MannréttindafóLK seM drepin hafa Verið í rússLandi YuRi ShcheKochiKhin Drepinn í júlí 2003 Yuri Shchekochikhin var blaðamaður og meðlimur dúmunnar. Hann lést vegna banvæns ofnæmis sem olli því að líkami hans steyptist út í rauðum útbrotum og orsakaði bilun í líffærum hans. Yuri Shchekochikhin hafði oft og iðulega flutt fréttir beint af staðnum í Tsjetsjeníu og barist gegn mannréttindabrotum og almennri spillingu þar í landi. AnnA PoLitKovSKAYA Drepin í október 2006 Anna Politkovskaya var blaðamaður og skrifaði fyrir Novaya Gazeta og gaf að auki út tvær bækur þar sem hún gagnrýndi stefnu rússneskra stjórnvalda með tilliti til Tsjetsjeníu. Þrátt fyrir að verða fyrir nokkrum morðtilræðum lét Anna ekki deigan síga og hélt starfi sínu ötul áfram þar til hún féll fyrir kúlum óþekktra morðingja fyrir framan heimili sitt í Moskvu. StAniSLAv MARKeLov Drepinn í janúar 2009 Stanislav Markelov var vel þekktur mannréttindalögfræðingur sem kom meðal annars að máli við Önnu Politkovskayu. Markelov var einnig lögfræðingur Elzu Kungayeva, tsjetsjenskrar konu, sem var myrt af foringja í rússneska hernum árið 2000. Stanislav Markelov var myrtur um hábjartan dag í Moskvu ásamt Anastösju Baburaovu, sem var í starfsþjálfun hjá Novaya Gazeta. KoLbeinn þoRSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is nataliu estemirovu minnst Forseti Tsjetsjeníu hefur verið sakaður um aðild að morðinu. Anna Polikovskaya Gagnrýndi tengsl Rússlands og Tsjetsjeníu og var myrt 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.