Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Qupperneq 14
Hvers á æska Íslands að gjalda? Hví, ó hví á að ganga svo hart fram gegn henni að hún geti ekki lengur farið á rúntinn á föstudags- og laugardagskvöldum? Nú hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra kynnt tillögur að breytingum á umferðarlögum. Áratugum saman hafa íslensk ungmenni getað hlakkað til þess að fá bílprófið dag- inn sem þau verða sautján ára. (Og foreldrar þeirra ef til vill fyllst óhug, eða í það minnsta einhverjum ugg.) En þessi dýrðartíð stendur víst ekki mikið lengur. Nú verða blessuð börn- in að bíða árinu lengur eftir bílpróf- inu. Í stað þess að fá prófið 17 ára fá þau prófið 18 ára ef áform ráðherrans ganga eftir. Sem þýðir þá væntanlega mikinn sparnað fyrir ungmenni og foreldra þeirra á næsta ári en að sama skapi mikið tekjutap fyrir ökukennara sem sjá fram á að heill árgangur dett- ur út hjá þeim ef svo má segja. (OK, reyndar ekki alveg því þetta á að ger- ast í áföngum, ungmenni fá bílprófið sautján ára og þriggja mánaða 2011, sautján og hálfs árs 2012 og þar fram eftir götunum. Það verður þá í það minnsta ekki gert upp á milli barna eftir því hvenær ársins þau fæddust.) En þetta er ekki allt. Ónei. Nú á að banna krökkum að fara á rúntinn eftir klukk- an ellefu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Reyndar er þetta ekki sagt þessum orðum í frumvarpinu heldur látið nægja að segja að ökumaður megi ekki hafa meira en einn farþega í bíl sínum fyrr en hann er orðinn tví- tugur. Þessu beinir ráðherrann ráðríki augljóslega gegn rúntinum sem hef- ur verið ánægja ungmenna og hluti af þroskaferli þeirra frá því fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöld. Allir sjá í hendi sér að menn rúnta ekki mikið með einn farþega, ónei, það verð- ur fyrst fjör þegar eru komnir fleiri farþegar í bílinn en framleiðendur hans gerðu ráð fyrir. En nú má ekki lengur fylla hann að því marki sem hann er byggður fyrir. Og hvað gerist þegar krakk-arnir ætla að fara í bíó sam- an? Það er löng leið úr Grafarvogi í Háskóla- bíó og Hafnarfirði í Mjóddina. Nú þurfa fimm ungmenni á þrem- ur bílum að halda til að fara í bíó ef sýningunni er ekki lokið vel fyrir klukkan ellefu á föstudags- og laugardags- kvöldi. Ekki getur þetta talist umhverfisvænt. Bar Kristján L. Möller samgönguráðherra þetta undir Svandísi Svavarsdóttur um- hverfisráðherra? Eða er kannski ætlast til að sautján, átján og nítján ára ungmenni fari í bíó klukkan átta í síðasta lagi og verði komin heim löngu fyrir miðnætti? Reyndar verður að taka fram að reglan um einn farþega gildir ekki ef um neyðarakst-ur er að ræða. Þannig að ef þrjú ungmenni í bíl sjá blikkandi ljós lögreglunnar eftir klukkan ellefu á föstudagskvöldi geta þau alltaf bjarg- að sér með því að brjóta glerflösku á höfði eins farþegans. Að drepA rúntinn Spurningin „Já, mér finnst það nú. Maður hefur verið mikið í því að leika svona vini aðalleikarans í gegnum tíðina.“ Laddi leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Jóhannes. Það er fyrsta aðalhlut- verk hans í kvik- mynd á löngum ferli. VAr kominn tími á þig? Sandkorn n Deilt er um stöðu Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, eftir að hún sat hjá við afgreiðslu á aðildarumsókn Íslands í Evrópu- samband- ið. Heima- stjórnararmur Sjálfstæðis- flokksins er ævareiður út í varafor- manninn sem datt úr takti við formann- inn. Úr þeim ranni heyrist að varaformaðurinn hafi veikst. Reyndar heyrast sömu sjónar- mið á meðal fjölmargra Evrópu- sinna flokksins sem telja að það sé pólitískt hugleysi hjá Þor- gerði að sitja hjá. n Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, er lágt skrifað- ur þessa dagana eftir að hafa pínt flokk sinn til að samþykkja aðildarumsóknina að ESB. Formaðurinn þykir hafa fórnað flestum hugsjónum flokksins fyrir valdastólana og daglega missir hann stuðningsmenn. Þá veldur IceSave-samning- urinn og stórundarlegt val á formanni samninganefndar Steingrími miklum vandræð- um. Samfylkingarmenn gera lítið til að hjálpa honum eins og sjá má af því að þeir hafa tek- ið upp baráttu fyrir því að sett verði varúðarákvæði í IceSave- samninginn. Einhver hefði sagt að Steingrímur hefði átt að fá að reisa þá kröfu sjálfur til að milda áfall sitt. n Björn Bjarnason, eftirlauna- þegi og fyrrverandi ráðherra, hefur lengst af verið þekktur fyrir annað en gaman- semi. Svo virðist þó sem brott- hvarf hans á þingi og rólegheit því samfara hafi laðað fram nýj- ar hliðar hans. Björn blogg- aði nýverið um samherja sína á hægrivefnum amx.is sem er eins konar mótvægi við Smug- una, vef VG. Björn segir amx vera „vefsíðu, sem njóti sívax- andi vinsælda“. Þá toppar hann eigin húmor með því að segja það „fagnaðarefni, að vefsíðu á borð við amx.is skuli haldið úti, þegar efnistök allra fjölmiðla séu eins og steypt í sama mót“. n Eitt vinsælasta svæðið á Ís- landi fyrir sumarhús er í Borg- arfirði. Einstaklingar sem eiga bústaði mynda gjarnan með sér félög sem gæta hagsmuna og velsæmis. Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur var for- maður eins slíks félags í Borg- arfirði. Það félag hefur ítarlegar reglur sem ná til umgengni, dýrahalds og auðvitað umhverf- ismála. Síðasta ákvæðið í regl- unum vekur sérstaka athygli en þar er ábúendum gert skylt að bjóða góðan daginn þegar þeir mæta gestum og gangandi. LyngháLs 5, 110 ReykJavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er frjáls. Þessi mál eru úr sögunni í dag.“ n Fyrrverandi Idol-stjarnan Kalli Bjarni er laus úr fangelsi og búin að gera upp öll sín mál. – DV „Ég hvorki erfi nokkurn hlut né er í neinni keppni við hann og mun aldrei vera.“ Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals, segir allt gleymt og grafið milli hans og Páls Einarssonar eftir farsann á milli þeirra fyrir nokkrum árum. Þeir mættust á hliðarlínunni í leik Vals og Fylkis í gærkvöldi. – Vísir.is „Kannski verðum við næstu silfurdrengir Íslands.“ Jón Þór Þórsson, sundkappi í samkynhneigða sundfélaginu Styrmi, segir undirbúning fyrir Outgames í Kaupmannahöfn ganga vel. – Fréttablaðið. „Mér þykir býsna ótrúlegt að íslenskur dómstóll hnekki þeim.“ Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, um líklega málshöfðun kröfuhafa í þrotabú Landsbankans til að fá neyðarlögunum hnekkt. – Morgunblaðið „Ég stóð upp og söng í strætis- vögnum þegar ég var lítil.“ Svanhildur Þórsteinsdóttir, Svansí, var á útopnu sem lítil stelpa í Skagafirði. – DV Stefnulaust rekald Leiðari Ríkisstjórnin sem nú situr er banda-lag um völd. Ágreiningsmálin eru risavaxin og lausnirnar dýrkeyptar. Á meðan Samfylking fær nánast öllu sínu framgengt verða vinstri-grænir að éta flestar sínar hugsjónir ofan í sig. Vandséð er að þessi stjórn geti lifað út eitt kjörtímabil . Óskilj- anlegt er að ríkisstjórn skuli vera mynduð um að sækja um aðild að Evrópusambandinu með það fyrirliggjandi að annar stjórnarflokkanna er nær algjörlega andvígur. Auðvitað fylgja því sárindi þegar foringjar VG ganga þvert gegn samþykktum flokksins og styðja aðild- arumsókn. Það hefur verið lenska í íslensk- um stjórnmálum að flokkarnir hafa traðkað á yfirlýstri stefnu sinni. Sjálfstæðisflokknum var lengst af stjórnað af mönnum sem blygð- unarlaust þöndu út ríkið milli þess sem þeir einkavæddu í þágu flokksgæðinga. Hin opin- bera stefna þess flokks um minni ríkisafskipti og frelsi einstaklinga til athafna varð aldrei að öðru en orðum á blaði. Flokkurinn þandi út ríkisbáknið í stjórnartíð sinni og þverbraut flestar sínar hugsjónir. Það sama er nú uppi á teningnum hjá vinstri-grænum. Flokkurinn sem berst gegn stóriðju hefur það hlutverk að auka þannig rekstur í landinu. Og flokkurinn sem er algjörlega andvígur aðild að ESB axlaði sjálfviljugur þann kross að senda inn aðildar- umsókn sem hann þykist ætla að berjast gegn. Formaður VG lýsti því á sínum tíma að henda ætti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum út úr landinu. Hann kúventi í þeirri afstöðu sinni þegar hon- um bauðst aðild að ríkisstjórn. Og meðan all- ir þessir umsnúningar eiga sér stað vex reið- in innan flokksins. Að óbreyttu er útilokað að VG haldi núverandi fylgi sínu í gegnum aðrar kosningar. Flokkur sem ekki í neinu heldur fast við stefnu sína eða sannfæringu getur ekki átt sér góða framtíð. Sá tími að flokkar með skálka við stýrið vinni þvert á eigin stefnu ætti að vera að baki. Þjóðin er nýlega búin að hrista af sér ríkisfasisma Sjálfstæðisflokksins þegar martröðin heldur áfram og róttækasti vinstri flokkur lands svíkur kjósendur sína í öllum meginatriðum. VG er stefnulaust rekald í ólgu- sjó íslenskra stjórnmála. reynir trAustAson ritstjóri skrifAr. Að óbreyttu er útilokað að VG haldi núverandi fylgi sínu. bókStafLega 14 ÞRIÐJUDAGUR 21. júlí 2009 UmRæÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.