Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Side 17
sport 21. júlí 2009 ÞrIÐJUDAGUr 17 David Beckham fékk engar stjörnumót- tökur í sínum fyrsta leik með bandaríska MLS-liðinu Los Angeles Galaxy þegar hann sneri þangað aftur á sunnudaginn. Liðið lék þá æfingaleik gegn ítalska stór- liðinu AC Milan sem allt vesenið milli Beckhams og Galaxy hefur verið út af. Beckham var á láni hjá Milan og gaf það út að hann vildi vera áfram á Ítalíu því þar væri betri fótbolti spilaður. Baulað var á Beckham og borðum með fúkyrð- um flaggað. Englendingurinn hlédrægi bauð þó fram sáttahönd og átti að sjálf- sögðu þátt í báðum mörkum liðsins en hann hefur verið iðinn við kolann hvað varðar stoðsendingar hjá liðinu. „Farðu heim, svikari“ Hörðustu aðdáendur Galaxy eru allt annað en ánægðir með framkomu Beck- hams á síðustu mánuðum. Einn þeirra var með risastóran borða sem á stóð: „Farðu heim, svikari“ á meðan annar hafði einfaldlega gert hring í kringum númer Beckhams, 23, og strikað í gegn- um það. Á einum borðanum mátti lesa: „Hey Becks, við vorum hér áður en þú komst, verðum eftir að þú ferð og erum hér þrátt fyrir þig“ og enn annar sagði: „Er illska eitthvað sem þú ert eða eitt- hvað sem þú gerir?“ Þegar flautað var til hálfleiks var mik- ið baulað og fórnaði Beckham þá hönd- um og bað fólkið um að hætta sem það gerði ekki. Hann kom þó aftur inn á í seinni hálfleik en eftir leikinn gekk hann að hörðustu baulurunum og sagði þeim að koma úr stúkunni, niður á völl og taka í höndina á honum. Það gerði enginn. Þegar Beck- ham ætlaði svo sjálfur að æða yfir auglýsinga- skilti og upp í stúku var hann stöðvaður af gæslumanni. Landsliðið markmiðið Það er ekkert launungar- mál að Beck- ham hefur ekki tekist ætlunar- verk sitt í Ameríku enda virðist áhugi á knattspyrnu þar jafnlítill og venjulega. Beckham hefur gefið það út að hann vilji spila á heimsmeistaramótinu á næsta ári en Fabio Capello, landsliðþjálfari Englands, hefur sagt að ætli hann sér það verði Beckham að spila reglu- lega í einni af bestu deildum heims. Það styttist í tímabilin á meginland- inu en MLS-deildinni lýkur ekki fyrr en í haust. Leonardo, nýráðinn þjálfari AC Mil- an, hefur opinberlega sagt að það sé pláss fyrir Beckham í Milan og sjálfur hefur hann viðurkennt að vilja spila þar áfram. Næsta verkefni Beckhams er þó að halda áfram að vinna stuðn- ingsmenn Galaxy aftur á sitt band. „Það mátti alveg búast við þessu. Stundum gengur fólk samt of langt. Langflestir stuðningsmennirnir hafa þó verið mér afar góðir,“ sagði David Beckham eftir leikinn gegn Milan. „Farðu . heim, svikari“ David Beckham fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri aftur til Los Angeles Galaxy í æf- ingaleik gegn AC Milan sem hann lék með seinnipart veturs. Stór hluti áhorfenda baulaði á Englendinginn sem rétti fram sáttahönd og átti þátt í báðum mörkum liðsins. Beckham Ekki sá vinsælasti í LA þessa dagana. TÓmaS ÞÓR ÞÓRÐaRSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is eiNN aF BORÐuNum Farðu heim, svikari. KOMDU Í ÁSKRIFT :: hringdu í síma 515 5555 eða :: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is :: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.