Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 29. júlí 2009 fréttir
„Helber
ósannindi“
Magnús Þorsteinsson segir frétt
Stöðvar 2 frá því í fyrrakvöld, þar
sem því var haldið fram að hann
hefði flutt mikla fjármuni frá
Íslandi til skattaskjóla í gegnum
fjárfestingabankann Straum,
vera „helber ósannindi“.
Magnús sendi frá sér yfirlýs-
ingu vegna fréttarinnar í gær.
Hann segir að hann hafi aldrei
átt fjármuni inni á reikningum
í bankanum og hafnar alfarið
„þeim rógburði“ sem frétta-
stofa Stöðvar 2 hafi sett fram um
hann. Krafðist hann afsökunar-
beiðni og hótaði málsókn ella.
Skulda engum
afsökunarbeiðni
„Nei. Við treystum heimildar-
manni okkar,“ segir Óskar Hrafn
Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar
2 og Vísis, aðspurður hvort til
greina komi að biðja Magnús
Þorsteinsson afsökunar á frétt
Stöðvar 2 frá í fyrrakvöld. Þar
var staðhæft að fjórir auðmenn
hefðu flutt mikla fjármuni frá
Íslandi til skattaskjóla, í gegnum
fjárfestingabankann Straum.
Bæði Magnús Þorsteinsson
og fjárfestingabankinn Straum-
ur-Burðarás sendu frá sér yfir-
lýsingu í gær vegna fréttarinnar
þar sem hún var sögð röng.
„Á meðan það eru engin
gögn komin fram um málið og
enginn hefur gert annað en að
senda frá sér geðvonskulegar
yfirlýsingar, þá stöndum við við
þessa frétt. Við skuldum engum
afsökunarbeiðni,“ segir Óskar
Hrafn í samtali við dv.is.
Sparkað í
höfuð manns
Líkamsárás var kærð til lög-
reglunnar í Vestmannaeyj-
um um helgina en árásin
átti sér stað á bifreiðastæði
norðan við Hásteinsblokkina.
Var sparkað í höfuð manns
en sá sem varð fyrir árásinni
og árásarmaðurinn höfðu
átt óuppgerðar sakir frá því
á Goslokahátíðinni í byrjun
júlí.
Árásarmaðurinn var
handtekinn og fékk að gista
fangageymslur lögreglu.
Sá er fyrir árásinni varð var
fluttur á Heilsugæslustöð
Vestmannaeyja þar sem gert
var að sárum hans en hann
fékk meðal annars skurð við
gagnauga.
Skjálftakona
selur skjálftahús
Lára Ólafsdóttir sjáandi, sem
spáði stórum jarðskjálfta í
Krýsuvík í fyrrakvöld, rekur fyr-
irtæki ásamt eiginmanni sín-
um, Sigurði Ágústi Rúnarssyni.
Fyrirtækið byggir meðal annars
svokölluð Sigurhús. Húsin ganga
aldrei undir öðru nafni en Jarð-
skjálftahús.
Eins og komið hefur fram
spáði Lára stórum jarðskjálfta
í fyrrakvöld. Ekki kom þó stór
skjálfti þó skjálfti að stærð 1,5
á Richter hafi mælst á svæðinu
klukkan 23.15. Mikið hefur verið
rætt og ritað um spádóm Láru
og spyr einn bloggarinn hvort
um hafi verið að ræða sölutrix
hjá Láru. Í viðtali við Vikuna seg-
ir hún hins vegar frá fyrirtækinu.
Frjálslyndi flokkurinn færir sig um set vegna hárrar húsaleigu:
Frjálslyndir flytja úr miðbænum
„Við erum bara að lækka húsaleig-
una, það er ekkert annað sem við
erum að gera,“ svaraði Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, spurningu blaðamanns
þar sem Guðjón Arnar var ásamt
félaga sínum að bera húsgögn inn
í húsnæði að Lynghálsi í Reykjavík.
Flokkurinn var áður með aðstöðu í
Austurstræti 14 en hefur nú fært sig
um set og verður nýja aðstaðan til-
búin á næstu dögum.
„Við erum bara búnir að vera að
bera inn kassa og tengdum tölvurnar
í morgun (í gær) þannig að við erum
bara að fá okkur minni aðstöðu og
koma okkur fyrir á betri stað,“ segir
Guðjón Arnar. Hann segir að flokk-
urinn starfi áfram þrátt fyrir að hafa
ekki náð manni inn á þing í síðustu
kosningum. En er framtíð flokksins
björt? „Nja, við getum nú ekki sagt
það. Við erum með skuldir frá síð-
ustu kosningum sem við erum að
vinna með og ég hef svona gert mér
í hugarlund að við sjáum kannski
hvernig við lendum því í september.
Það næst þó ekki í einn einasta kjaft
á þessu landi á þessum árstíma,“
segir Guðjón.
Hann segist vera að koma sér fyr-
ir á nýja staðnum og ætlar flokkur-
inn að öllum líkindum í framboð í
næstu sveitarstjórnarkosningum.
„Það var hugmyndin. Það var tal-
að þannig í vor á síðasta miðstjórn-
arfundi að við skyldum bjóða fram
til næstu sveitarstjórnarkosninga.
En við erum náttúrlega að reyna að
sníða okkur stakk eftir vexti, og erum
komnir með tveggja manna starfs-
aðstöðu og með aðgang að fundar-
aðstöðu. Það er enginn á launum
hjá flokknum, það er allt unnið í
sjálfboðavinnu,“ segir Guðjón Arn-
ar. Um 1650 manns eru skráðir í
flokkinn í dag.
bodi@dv.is
Á nýja staðnum Guðjón Arnar
og Helgi Helgason báru húsgögn
inn í nýja húsnæðið í gær.
mynd heiða
Knattspyrnudómarinn Þórður már Gylfason varð fyrir aðkasti að minnsta kosti
tveggja leikmanna Afríku í þriðju deildinni. Áflog brutust út í leikslok. Þjálfari Ýmis
segir aðfarir leikmanna Afríku hafa verið grófar og leikmenn hans hafa átt fullt í fangi
við að verja dómarann. Tveir voru dæmdir í ársbann.
„Við Vorum aðallega
að Verja dómarann“
Knattspyrnudómarinn Þórður Már
Gylfason, sem varð fyrir aðkasti að
minnsta kosti tveggja leikmanna Afr-
íku í þriðju deildinni í fyrrakvöld, seg-
ist vera búinn að jafna sig eftir atvikið
en vera bundinn trúnaði við Knatt-
spyrnusamband Íslands og mega
ekki ræða atvikið í fjölmiðlum.
Þórður var að dæma leik Ýmis,
sem er eins konar varalið HK, og Afr-
íku. Leiknum lauk með 6–1 sigri Ýmis
en upp úr sauð þegar um 15 mínútur
voru til leiksloka. Þá var sóknarmað-
ur Ýmis felldur og varnarmaður Afr-
íku fékk að líta rauða spjaldið. Mark-
vörður Afríku brást illa við og sló til
dómarans, sem vísaði markmann-
inum einnig af velli. Atvikið var tekið
fyrir á fundi aganefndar KSÍ í gær þar
sem tveir leikmenn, Afrim Haxholli
og Joao Ramos Rocha, voru dæmdir í
eins árs keppnisbann.
Lögreglan kölluð til
„Það var ekkert að gerast þarna. Við
vorum að labba af velli í leikslok,“
segir Ragnar Bogi Pedersen, þjálf-
ari Ýmis, þegar hann er beðinn um
að lýsa atvikinu á mánudagskvöld
frá sínum sjónarhóli. „Þessir tveir
sem voru reknir út af og einn annar
veittust að dómaratríóinu með frek-
ar grófum athöfnum. Einn leikmað-
ur okkar fékk hnefahögg og ég líka. Ég
held að það hafi samt ekki verið ætl-
unin, þetta gerðist á meðan við vor-
um að stía mönnum í sundur. Síðan
náði hann að slá dómarann og mark-
manninn okkar. Við vorum aðallega
að verja dómarann,“ segir Ragnar.
Dómaratríóið sá ekki annan kost
í stöðunni en að kalla lögreglu til að
leik loknum.
„Þeir vilja bara búa til sögu“
Ragnar segir að almennt sé þriðja
deildin prúðmannlega leikin, en
vissulega eigi sér stað ýmis atvik og
leikmenn eru búnir undir það. „Menn
eiga bara að fara í hringinn og stunda
box í staðinn fyrir að spila
svona,“ segir hann og
bætir við: „Það hefur
verið allt í góðu á milli
liðanna hingað til en
þeir virðast hafa verið
eitthvað illa fyrirkallað-
ir í þetta sinn.“
Zakaria Elías Anbari,
þjálfari Afríku, segist hafa
verið að spjalla við Ragn-
ar þegar atvikið átti sér
stað. „Allt í einu vildu tveir
leikmenn
ræða
við
dómarann og hann vildi ekki ræða við
þá. Hann var hræddur en ég skil það
ekki. Það voru allir farnir þegar lögg-
an kom, ég var búinn að henda öllum
út.“ Hann vill ekki gefa mikið fyrir at-
vikið og segir: „Þeir vilja bara búa til
sögu, dómarinn fékk ekki neitt
högg. Það var bara einn leik-
maður Ýmis sem var sleginn
af leikmanni Afríku. Við
ætlum að biðjast afsök-
unar vegna þessa máls. Ég
er búinn að tala við leik-
menn um að vera ekki að
tala við dómara, en sum-
ir vilja ekki tapa og byrja
að rugla. Það gerist úti um
allt,“ segir Zakaria.
vaLGeir örn raGnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Það fékk einn leik-
maður okkar hnefa-
högg og ég líka.“
Zakaria elías anbari
„Dómarinn fékk ekki
neitt högg.“
Leik Ýmis og afríku lauk
með 6-1 sigri Ýmis Tveir
leikmenn Afríku fengu að líta
rauða spjaldið.
mynd viLhjÁLmur siGGeirsson