Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 17
sport 29. júlí 2009 miðvikudagur 17 Þó að skoska liðið Hearts, sem aust- firski landsliðsmaðurinn Egg- ert Gunnþór Jónsson leikur með, sé aðeins á undirbúnings- tímabilinu var þjálfaranum, Csaba Laszlo, nóg boðið eftir fjórða tap liðsins í röð. EggErt og félagar húðskammaðir Skoska úrvalsdeildarliðið Hearts, sem hinn ungi Austfirðingur og landsliðs- maður Eggert Gunnþór Jónsson leik- ur með, hefur farið afar illa af stað á undirbúningstímabilinu. Hearts náði sínum besta árangri í skoskri deildar- keppni í vor þegar það endaði í þriðja sæti deildarinnar undir forystu ung- verska þjálfarans Csaba Laszlo. Laszlo hefur tekist það þrekvirki að koma lið- inu á réttan kjöl eftir algjöran farsa í kringum liðið og skrautlegan stjórn- arformann þess. Hearts ætlar sér stóra hluti og sæk- ist eftir góðu gengi í Evrópudeildinni í ár. Undirbúningstímabilið byrjaði vel með sigri á minnipokaliði frá Þýska- landi en eftir það fylgdu síðan þrír ta- pleikir gegn þýskum liðum í röð. Þegar Hearts tapaði svo 2–0 fyrir Southamp- ton í æfingaleik um helgina var þjálf- aranum nóg boðið, tók hann allt liðið á teppið inn í klefa og húðskammaði leikmenn eins og smástráka. Segir það sem hann hugsar „Þegar hann kom inn í klefann var augljóst að hann var ekki ánægður,“ segir Lee Wallace, leikmaður Hearts. „Csaba er mjög heiðarlegur stjóri og þú veist að hann mun alltaf segja þér nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Og það gerði hann. Hann messaði yfir okkur og sagði að þrátt fyrir að þetta væri undirbúningstíma- bil væri frammistaðan í síðustu leikj- um einfaldlega ekki nægilega góð. Hann gerði okkur ljóst að það væru tvær vikur eftir af undirbúningstíma- bilinu og við fengjum þrjá leiki til að koma okkur í stand,“ segir Wallace en Hearts leikur æfingaleiki gegn Plym- outh, Bolton og Sunderland áður en liðið heldur í umspilsleiki um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Er það væntanlega það sem þjálfarinn er hræddur við því liðið ætlar sér sæti þar og vill því að menn fari að sýna eitthvað meira en þeir hafa gert hing- að til. Eggert í bakverðinum Austfirðingurinn öflugi Eggert Gunn- þór Jónsson hefur svo sannarlega verið þúsundþjalasmiður í þessu Hearts-liði undanfarin ár og einn af lykilmönnunum þess utan. Hon- um hefur verið hrókerað mikið á milli staða á vellinum þó að honum líki best að leika á miðsvæðinu. Und- ir lok síðasta tímabils lék hann meira og minna í miðverði og var haldið að það yrði hans staða á komandi tímabili en Laszlo hafði lofað að finna endanlega stöðu fyrir Eggert. Á undirbúningstímabilinu hefur Eggert verið að leika í hægri bakverði og virð- ist sem svo að Laszlo ætli landsliðs- mann- inum ís- lenska þá stöðu. Nokkrir nýir leikmenn hafa verið keyptir inn sem eru þó engan veginn að smella í liðið eins og er. Tíminn er þó að verða naumur fyr- ir hjörtun. „Að spila á frábærum leikvöng- um í Evrópu er draum- ur okkar allra. Ef það á að takast verðum við að vinna umspilsleikina um sæti í Evrópudeildinni. En fyrst þurfum við nú bara að fara geta eitthvað í æf- ingaleikjunum,“ segir Lee Wallace, leikmaður liðs- ins. tomas@dv.is TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Eggert Gunnþór Jónsson Var húðskamm- aður, ásamt liðsfélögum sínum í Hearts, fyrir dapra frammistöðu undanfarið. Hann er nú farinn að leika sem hægri bakvörður. MYND GETTY Barátta Svona vilja vill Laszlo sjá hjá sínum mönnum. Csaba Laszlo Ungverski þjálfarinn hefur ekki verið ánægður með sína menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.