Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 15
Hver er maðurinn? „Þórhallur Guðmundsson miðill.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Ég bara veit það ekki.“ Hvenær fórstu fyrst að geta haft samband við framliðna? „Húsbændur og hjú sem fylgja mér segja að þetta hafi verið allar götur frá því að ég var krakki.“ Hefur fleira fólk verið að sækja til miðla í kreppunni? „Já og nei. Ég verð ekki svo mikið var við það sé kreppa úti á landi en maður verður frekar var við hana á höfuðborgar- svæðinu.“ Hvað kemur til að þættirnir eru að snúa aftur? „Við Guðrún Möller, flugfreyja og fegurðardrottning með meiru, ákváðum að leggja þetta til við SkjáEinn og þar var fólk tilbúið að taka á móti þessu.“ Hvenær hefjast upptökur? „Einhvern tíma núna seinni partinn í ágúst eð í byrjun september.“ Eru svona skyggnislýsingar fyrir alla? „Já, meira að segja konur og karla.“ Hvað segirðu við fólk sem segir svona skyggnilýsingar eintómt plat? „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi þá skoðun því það er eðli mannsins að efast, en hver og einn verður að hafa sitt í þessu. Sumir koma á fundi með vantrú en við því er eiginlega ekkert hægt að segja. Fólk sem hefur áhuga á svona verður bara að kynnast þessu og finna sinn takt. Sumir virðast oft þurfa að missa einhvern til þess að þetta gangi upp. Aðrir koma á skyggnilýsingafundi fyrst og út frá því þróast þetta áfram og fólk fer að prófa meira og meira í þessu. Þetta fólk fer síðan oft að mæta einnig í einkatíma í framhaldi af skyggnilýsingafundunum.“ Veistu hver er næsta spurning? „[Hlær] Ertu sáttur?“ Hver er draumurinn? „Að dagurinn á morgun verði betri en dagurinn í dag.“ Hvað ætlarðu að gera um verslunarmannaHelgina? „Ég ætla bara að vera heima og spila golf. Það er best að vera heima.“ LúðVík HaraLdsson 55 árA FrAMkVæMdAStJóri „Það er kotmót í kirkjulækjarkoti. Ég hef farið áður og þetta er bara svo kristilegt og þægilegt.“ Bjarni Hrafnsson 45 árA AtVinnuLAuS „Ég ætla að fara á kristilegt mót í kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Ég er búin að fara þangað í mörg ár og það er alltaf jafn gaman.“ Margrét guðrúnardóttir 47 árA FuLLtrúi „Ég fer líklega í Borgarfjörðinn, í sumarbústað með ættingjum.“ BErgLind nordaL 50 árA HJúkrunArFræðinGur Dómstóll götunnar ÞórHaLLur guðMundsson miðill snýr aftur í haust með þætti sína Lífsaugað þar sem hann sér um skyggnilýsingar og talar við framliðna fyrir fullum sal af fólki. Þættirnir verða á dagskrá Skjás eins í september en Þórhallur mun áfram njóta aðstoðar hinnar fögru Guðrúnar Möller. Eðli mannsins að Efast „Ég er líka að fara á kotmótið. Ég hef aldrei farið áður en hef heyrt að þetta sé skemmtilegt og mikið húllumhæ.“ ÞórHaLLur gauti 39 árA AtVinnuLAuS maður Dagsins „Gjaldið sem Íslendingar greiða nú er gjaldið fyrir að það að standa ein- ir,“ sagði Uffe Ellemann Jensen, fyrr- verandi utanríkisráðherra Dana, í Berlingske Tidende 14. október síð- astliðinn. Athugasemd Uffe Ellemann ætti að vera eldheitum vinstrigrænum, sem hafa skömm á kapítalismanum og meintu ofríki ESB, nokkurt um- hugsunarefni. Uffe Ellemann rekur hversu dug- legir Íslendingar hafi verið. „Það er leitt að allir vinir mínir á Íslandi skuli vera komnir í þessa klípu [...] Íslendingar vinna meira en flestir aðrir og fara miklu nær því en aðrar Norðurlandaþjóðir að vera sjálfum sér nægir. Svo eru þeir haldnir sjálf- stæðisþörf sem einangrar þá á sama tíma og þeir þarfnast samstöðu með efnahagslegu og pólitísku samfélagi við aðrar þjóðir. Hugsið ykkur ef Ís- land hefði verið í Evrópusamband- inu og með evruna þegar markað- irnir frusu ...“ Jón Bjarnason, ráðherra á vegum VG, virðist varla geta fylgt samþykkt- um Alþingis um aðildarumsókn um ESB. Nokkrir þingmenn VG til við- bótar fylgja honum að málum. Ögmundur Jónasson, annar ráð- herra VG, ritar grein á vefsíðu sína um vini Íslands. „Allt Icesave málið er kennslubókardæmi í ofríki,” seg- ir hann og bætir við: „Látum hót- anir þvert á móti verða til þess að herða okkur í ásetningi um að kom- ast út úr vandræðum okkar af eig- in rammleik. Um hjálpina að utan hef ég einnig miklar og vaxandi efa- semdir í efnahagslegu samhengi.” fyrirvararnir Enginn veit á þessari stundu hver stuðningur VG verður við Icesave- frumvarpið á Alþingi. Það er vænt- anlega háð þeim fyrirvörum sem verið er að smíða við frumvarpið um ríkisábyrgðina. En eitt þurfa einkum ráðherr- arnir Ögmundur og Jón að vita: Því meiri sem andstaða þeirra við rík- isábyrgðina á Icesave-reikningun- um er, því meiri er hættan á stjórn- arslitum. Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin öll eru einhuga í ESB- málinu og hún mun aldrei fórna því fyrir eitt eða neitt. Jóhanna þarf ekki að fara á fund forseta og kalla eftir þingrofi og kosningum. Hún gæti leitað til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Icesave í því augna- miði að raska ekki ESB-málinu. Þegar á reynir styður Sjálfstæðis- flokkurinn Icesave-frumvarpið, lík- lega með hjásetu. Slíkur er þrýst- ingur atvinnurekenda á flokkinn um að lenda málinu. Og þegar hér er komið sögu verður Bjarna Bene- diktssyni, Illuga Gunnarssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Ólöfu Nordal og fleiri þingmönn- um flokksins varla meint af því að styðja bæði málin, ESB og Icesave með fyrirvörum. Þingið ræður, geta þau sagt og horft beint framan í Ög- mund og Jón. nær lýðræðisástin yfirhönd- inni? Þetta er mikið alvörumál fyr- ir VG enda stappar nærri klofn- ingi í flokknum. Forystan verður að gera það upp við sig hvort hún vill stjórna áfram með Samfylkingunni og taka stefnuna á norræn velferð- arstjórnmál eftir gríðarlegt skipbrot frjálshyggjunnar eða hvort hún ætli að dæma sig til útlegðar úr stjórnar- ráðinu vegna tortryggni í garð ann- arra þjóða og einstrengingslegra hugmynda um fullveldi. Ögmundur veit vel að aukin þjóðernis- og full- veldistrú getur leitt til takmarkana á viðskiptafrelsi þjóða í millum. „Að þessu sinni er verðugt að hugleiða hvort hið algera sjálfstæði leiði ekki til þess að takmarka verði verslun- arfrelsið. Eins og málum er háttað nú er enginn sterkur sem stendur einn,“ sagði Uffe Ellemann í áður- nefndri grein sinni í Berlings- ke. Vilji VG halda í stjórnarsam- starfið, er snjallast fyrir ráðherra flokks- ins að nota ekki framkvæmda- valdið í áróð- ursstríði gegn löggjafarvald- inu. Þingið mun afgreiða Icesave með fyrirvörum sem VG þarf að sætta sig við rétt eins og þingið hefur sagt sitt um ESB-málið og afgreitt það. Ög- mundur er lýðræðissinni og hann er maður sem vill skýran aðskiln- að framkvæmda- og löggjafarvalds. Hann vill ráðherraræðið burt. Þess vegna mun hann auðmjúklega beygja sig undir vilja þingsins í Ic- esave-málinu þegar þar að kemur hvað svo sem líður tortryggni hans gagnvart samvinnu við aðrar þjóðir. Bjartur í Grímshaga kjallari mYnDin 1 skjálftakona selur „jarðskjálfta- hús“ Lilja ólafsdóttir sjáandi sem spáði stórum jarðskjálfta rekur fyrirtæki sem byggir sumarhús sem nefnast Jarðskjálftahús. 2 Megrunarkúr Cörlu gerði út af við sarkozy nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, er sagður hafa þolað illa að fara á sama matarkúr og frúin var á. 3 Byssumaður treystir sér ekki til að tala Eiginkona byssumansins sem tekinn var á Barðarströnd segir að hvorki hún né maðurinn vilji tjá sig. 4 stúlkunni var hótað í gegnum netið 15 ára stúlku var hótað í gegnum netið að hún yrði lamin ef hún myndi kæra nauðgunartilraun. 5 sigfús leitar að íbúð Sigfús Sigurðsson auglýsir nú grimmt á Facebook-síðu sinni eftir íbúð. 6 geimverur gera rússneskum hermönnum lífið leitt rússneski sjóherinn hefur aflétt leynd af hergögnum sem innihalda sögur rússneskra hermanna af fljúgandi furðuhlutum. 7 stöð 2 ætlar ekki að biðjast afsökunar óskar Hrafn Þorvaldsson segist treysta sínum heimildarmanni og sér enga ástæðu til að biðja Magnús Þorsteinsson afsökunar. mest lesið á dV.is umræða 29. júlí 2009 miðvikudagur 15 trén Byrgja sýn Eitt sinn sögðu Íslendingar þann brandara að ef menn villtust í íslenskum skógi þyrftu þeir bara að standa upp til að rata út. Þessi mynd sýnir að þetta á ekki við um öll íslensk tré. Mynd HEiða HELgadóttir jóHann Hauksson útvarpsmaður skrifar „Vilji VG halda í stjórnarsamstarfið er snjallast fyrir ráðherra flokksins að nota ekki framkvæmdavaldið í áróðursstríði gegn lög- gjafarvaldinu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.