Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 29. júlí 2009 fréttir Fimmtán ára stúlka sem lenti í nauðgunartilraun á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur gæti verið langan tíma að vinna úr atburðinum, að sögn Sigríðar Björnsdóttur hjá Blátt áfram. Hún segir mikilvægt að unglingar eigi góð samskipti við foreldra sína. Eftirlit með unglingum í miðbænum um helgar er afar lítið sökum niðurskurðar hjá lögreglunni. „Skömmin er stærsti fylgifiskur slíkrar árásar og það getur tekið langan tíma að taka á atburðinum og vinna úr honum. Fórnarlömb upplifa að best sé að loka á þetta og gleyma en því miður er það ekki hægt. Upplifunin er sterk og því fyrr sem hægt er að vinna úr því, því betra,“ segir Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram. DV sagði frá því í blaði gærdags- ins að 23 ára karlmaður reyndi að nauðga fimmtán ára stúlku á sal- erni á skemmtistað í miðbæ Reykja- víkur fyrr í mánuðinum. Dyraverð- ir komu stúlkunni til bjargar sem komst inn á staðinn þrátt fyrir ung- an aldur. Ótti og óöryggi Sigríður segir mjög mikilvægt að stúlkan fái dyggan stuðning fjöl- skyldu sinnar. „Það er mikilvægast fyrir stúlk- una að fá allan þann stuðning sem hún getur fengið og að hún fái að heyra að þetta sé ekki henni að kenna. Hver sem er getur lent í þessu. Skammtímaafleiðingar slíkr- ar árásar eru ótti við að vera innan um fólk og treysta að- stæðum,“ segir Sigríður. Hún segir enn fremur að fórnarlambið þurfi sjálft að vilja leita sér meðferðar. „Það er ekki hægt að þröngva stúlkum í meðferð eftir svona atburð, þá væri það ann- að ofbeldi. Stúlk- an þarf að vilja það sjálf. En með góð- um stuðningi frá foreldrum og fjöl- skyldu eru meiri lík- ur á að hún finni leið til að læra að vinna úr reynslunni og læra að lifa með henni eins og sagt er.“ Fræðsla um hætturnar Sigríður hvetur foreldra til að fræða börn sín um þær hættur sem leynast í miðbænum um helgar. „Best er að foreldrar eigi góð samskipti við unglingana sína og ræði við þau um hvert þau séu að fara og með hverjum. Foreldrar eiga líka að láta börn sín vita af hættun- um og segja sannleikann um þær. Mikilvægt er að foreldrar láti börn sín vita að ef þau lenda í slæmum aðstæðum geti þau alltaf leitað til þeirra eftir hjálp, alveg sama hverjar aðstæðurnar eru. Það er mikilvægt að unglingar upplifi sig örugga þannig að þeir geti leitað til foreldra sinna eftir hjálp,“ segir Sigríður. Hún telur ekki einungis að foreldrar eigi að fræða unglinga um hætturnar í miðbæn- um heldur einnig ýmislegt sem fylgir unglingsárunum. „Á þessum árum dregur oft úr samskiptum við foreldra og ungl- ingarnir vilja ekki að foreldrar þeirra viti hvað er í gangi. Á þeim árum er enn mikilvægara að for- eldrar gefi sér tíma til að hlusta og ræða um samskipti, mörk, kyn- líf og neyslu við unglingana. Ekki bara einu sinni heldur reglulega. Foreldrar eiga að vita hverjir vinir barna þeirra eru og hverja þau um- gangast. Og síðast en ekki síst að vera góðar fyrirmyndir.“ Hlutverk dyravarða Birgir Fannar Snæland, annar rekstraraðili London/Reykjavík- ur, staðarins þar sem reynt var að nauðga fimmtán ára stúlku fyrr í mánuðinum, sagði í samtali við DV vegna málsins að strangt eftir- lit hefði verið á staðnum en ungir krakkar kæmust samt sem áður inn eins og á öllum skemmtistöðum borgarinnar. Eftirlit með því hvort ungir krakkar komist inn á skemmtistaði er fyrst og fremst í höndum dyra- varða staðanna að sögn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Lög- reglunni berast alltaf öðru hverju kvartanir frá aðstandendum ungl- inga og gestum skemmtistaða sem reka augun í að þar eru of ungir krakkar að skemmta sér. Allar þess- ar kvartanir eru skoðaðar en fjöldi skemmtistaða er gríðarlegur og ekki nægur mannafli í lögreglunni til að halda uppi ströngu eftirliti. Ef staðir eru staðnir að því að of ungt fólk er þar inni fá þeir áminningu og við- vörun um að huga betur að þessum öryggisatriðum. Ef það gerist ítrek- að missa staðirnir leyfið. Lítið eftirlit Áður fyrr var göngueftirlit í mið- bænum, lögreglumenn á gangi að fylgjast með því að enginn væri niðri í bæ sem mætti það ekki. Nú er þetta eftirlit ekki lengur til stað- ar vegna niðurskurðar en þegar það var og hét var hringt í foreldra krakka sem voru of ungir til að vera í bænum eða þeir sendir heim í strætó. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins er það algengt að dyraverðir komi á lög- reglustöðina eftir helgi með bunka af skilríkjum sem þeir hafa tekið af ungum krökkum. Þá hafa krakkarn- ir krotað ofan í skilríkin og breytt einni tölu í kennitölunni í þeim til- gangi að sýnast eldri og komast inn á skemmtistaði. Lögreglan segir að langflestir dyraverðir séu mjög vel vakandi fyrir því að krakkar reyni að svindla sér inn á staði. rúmlega fjórðungur notar hótanir n Í ársskýrslu Stígamóta frá árinu 2008 kemur fram að 108 leituðu til samtakanna vegna nauðgunar, 6 vegna gruns um nauðgun og 24 vegna nauðgunartilrauna. Í skýrslunni segir að þegar grunur sé um nauðgun sé til dæmis um að ræða að stúlka vaknar á ókunnum stað og hefur enga minningu um hvernig hún endaði þar og vaknaði við hlið ókunnugs manns. Í töflu þar sem skilgreint er hvar kynferðisofbeldi átti sér stað kemur í ljós að fimm atvik áttu sér stað á eða við skemmtistað. Þá er verið að tala um kynferðisofbeldi almennt en ekki aðeins nauðganir. Í tæplega fimmtíu prósentum tilvika var það vinur eða kunningi sem nauðgaði og í 23,6 prósentum tilvika var það ókunnugur. Í grein DV í gær um fimmtán ára stúlku sem varð fyrir nauðgunartilraun á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur kom fram að stúlkan hefði ekki viljað kæra vegna hræðslu því árásarmaðurinn og vinir hans höfðu hótað henni og systur hennar. Í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að 28,3 prósent þeirra sem hafa nauðgað fórnarlömbum sem leita til Stígamóta notuðu hótanir til að tryggja þögn fórnarlambsins. afleiðingar nauðgunartilrauna: n Líkamlegir áverkrar eftir árásina n Skömm n Óöryggi n Sjálfsásökun n Ótti við að vera innan um fólk n Félagsleg einangrun LiLja guðmundSdÓttir blaðamaður skrifar lilja@dv.is Skömm er fylgifiSkur „Það er mikilvægast fyrir stúlkuna að fá allan þann stuðning sem hún get- ur fengið og að hún fái að heyra að þetta sé ekki henni að kenna.“ niðurskurður í eftirliti Lögreglan segir það í höndum dyravarða skemmtistaða að fylgjast með því að ungir krakkar komist ekki inn. Fræðsla mikilvæg Sigríður segir afar mikil- vægt að foreldrar fræði börn sín um hætturnar í miðbænum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.