Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 29. júlí 2009 fréttir  Enn í rannsókn Rannsókn á meintu kynferðis- broti sem kært var til lögregl- unnar á Vestfjörðum í lok maí er enn í gangi. Kynferðisbrotið er talið hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 31. maí á Ísafirði. Vestfjarðaritið Bæjarins besta sagði frá því þegar málið kom upp að hinir grunuðu væru fjórir íþróttamenn frá suðvesturhorni landsins. Lögreglan á Vestfjörð- um getur ekki staðfest þetta og gat ekki gefið upp hvort einn eða fleiri væru grunaðir um brotið í samtali við dv.is. Þá getur lög- reglan ekki sagt til um hvenær rannsókn lýkur og gefur ekkert upp um innihald rannsóknar- innar að svo stöddu. Miklu færri fara til útlanda Íslendingar hafa ekki farið í færri utanlandsferðir frá því árið 2002 sé tekið mið af ut- anlandsferðum í júní. Sam- kvæmt tölum Ferðamála- stofu fóru tæplega 27 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð í síðasta mánuði en til saman- burðar fóru 35 þúsund í sama mánuði í fyrra. Þessi fækkun nemur 23 prósentum á milli ára. Utan- landsferðir voru flestar árið 2007 þegar 55 þúsund Íslend- ingar héldu út fyrir landstein- ana. Fyrstu sex mánuði ársins fóru helmingi færri Íslend- ingar frá Leifsstöð en á sama tímabili í fyrra. Þeir voru 125 þúsund fyrstu sex mánuði þessa árs en tæplega 250 þús- und á sama tímabili í fyrra. Unglingsstúlkur á stolnum bíl Tvær unglingsstúlkur stálu bíl á höfuðborgarsvæðinu á sunnu- dagskvöld. Þær náðu að aka nokkurn spöl áður en til þeirra náðist í Austurbænum. Stúlk- urnar voru á bifreiðastæði þegar lögreglan hafði upp á þeim en þá reyndu þær að komast undan á hlaupum. Stúlkurnar voru færðar á lög- reglustöð en þaðan var hringt í forráðamenn þeirra. Pálmi Haraldsson keypti 20 málverk af Skeljungi fyrir um 25 milljónir króna þegar hann átti félagið. Um var að ræða málverk eftir gömlu meistarana eins og Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving. Málverkin voru verðmetin af list- fræðingi. Pálmi segir að sér finnist myndlist alveg yndisleg og falleg. PÁLMI FÉKK 20 AF VERKUM SKELJUNGS Pálmi Haraldsson, einn af þáverandi eigendum olíufélagsins Skeljungs, keypti um 20 af málverkum félags- ins sumarið 2006 fyrir um 25 millj- ónir króna. Um var að ræða málverk eftir eftir gömlu meistarana eins og Kjarval, Jón Stefánsson og Gunn- laug Scheving og höfðu þau verið í eigu félagsins í nokkra áratugi þeg- ar Pálmi keypti þau. Salan á verkun- um til Pálma fór fram eftir að listfræð- ingur hafði verðmetið málverkin fyrir Skeljung, samkvæmt öruggum heim- ildum DV. Sala verkanna til Pálma olli nokkr- um titringi meðal sumra starfsmanna Skeljungs sem töldu málverkin hafa tilfinningalegt gildi fyrir fyrirtækið. Mörgum þeirra brá í brún helgina eft- ir að verkin höfðu verið seld og tekin niður af veggjum í höfuðstöðvum fyr- irtækisins á Suðurlandsbraut, önn- ur málverk höfðu þá verið sett upp í staðinn. Málverkin keypt á yfirverði, segir Pálmi Pálmi segir að hann hafi keypt verk- in á yfirverði því hann hafi látið meta þau í vetur og að verðmatið hafi hljóð- að upp á 14 milljónir króna. Málverk- in eru því metin á tæplega helmingi lægri upphæð en Pálmi greiddi fyrir þau, samkvæmt því sem hann segir. Pálmi segist hafa staðgreitt málverk- in þegar hann keypti þau. „Þetta var metið og staðgreitt með beinhörðum peningum. Síðan var þetta metið aft- ur af matsmönnum í vetur á helmingi lægra verði. Það er kannski aðalfrétt- in: Var of vitlaus að kaupa málverkin allt of dýrt og þau eru nú metin á 50 prósent lægra verði,“ segir Pálmi. Myndlist en ekki Rolls Royce Aðspurður segist Pálmi ekki muna nákvæmlega hvað hann greiddi fyrir verkin, en heimildir DV herma að það hafi verið 25 milljónir króna, líkt og áður segir. Þá segist Pálmi ekki muna eftir hvaða málara myndirnar eru. Aðspurður af hverju hann keypti málverkin segir Pálmi: „Mér finnst myndlist bara alveg yndisleg, bara svo falleg. Ég hef aldrei haft neinn sérstak- an áhuga á að kaupa mér fína bíla: Rolls Royce eða Bentley eða eitthvað slíkt, en ég keypti þessi verk.“ Hann bætir því við aðspurður að honum sé farið að þykja vænt um myndirnar. Ekki er vitað hvar myndirnar sem Pálmi keypti af Skeljungi eru en reikna má með að þær séu á heimili Pálma á Sólvallagötu en hann keypti húsið sumarið 2006. Málverkin seld þegar Skeljung- ur flutti Samkvæmt heimildum DV ákvað Skeljungur að selja málverkin þeg- ar félagið flutti höfuðstöðvar sínar af Suðurlandsbraut 4 og út á Hólma- slóð í Örfirisey því ekki var eins mikið veggpláss þar og í gömlu höfuðstöðv- unum. Að sögn heimildarmanns DV innan úr Skeljungi þótti forsvars- mönnum fyrirtækisins betra að selja verkin en að láta þau „rykfalla niðri í geymslu“. „Við höfðum einfaldlega ekki not fyrir þessar myndir og það var ástæðan fyrir því að þau voru seld,“ segir heimildarmaðurinn. InGI F. VIlHJálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Þetta var metið og staðgreitt með bein- hörðum peningum.“ Eigandinn keypti myndir Skeljungs Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson keypti 20 málverk af Skeljungi fyrir um 25 milljónir króna árið 2006. Meðal þeirra voru verk eftir gömlu meistarana, meðal annars Kjarval. Fjallamjólk eftir Kjarval, sem birt er mynd af hér með fréttinni, tengist efni fréttarinnar ekki beint. Finnst myndlist yndisleg Pálmi Haraldsson segir að sér finnist myndlist vera ynd- isleg. Hann segist hafa staðgreitt verkin 20 frá Skeljungi með beinhörðum peningum og að þau hafi verið verðmetin. Einstaklingar greiða rúma 220 milljarða króna í skatta: 827 þúsund á mann Hver og einn skattgreiðandi borgar að meðaltali 827 þúsund krónur til hins opinbera vegna tekna sinna á síðasta ári. Samanlagt nemur upp- hæðin 221,3 milljörðum króna og hækkar um 3,6 prósent frá fyrra ári. Ríkið fær 98,6 milljarða króna í tekjuskatt, sem þýðir að hver og einn hinna tæplega 180 þúsund skatt- greiðenda sem greiða tekjuskatt greiðir 549 þúsund krónur. Útsvar sveitarfélaga er ennþá hærra og skil- ar sveitarfélögunum samanlagt 108,7 milljörðum króna, eða 423 þúsund krónum á meðal útsvarsgreiðand- ann. Bæði tekjuskattur og útsvar skil- uðu ríki og sveitarfélögum auknum tekjum milli ára í krónum talið. Því er öfugt farið með fjármagnstekjuskatt- inn sem dróst saman um tuttugu prósent milli ára. Það gerist þrátt fyrir að greiðendur fjármagnstekju- skatts hafi tvöfaldast milli ára. Það er vegna þess að fjármálastofnunum hefur verið gert skylt að senda óum- beðið upplýsingar um þá til skatta- yfirvalda. Árið 2007 voru 58 prósent af fjármagnstekjum til komin vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa en að- eins tólf prósent í fyrra. Á sama tíma stórjukust innistæður í bönkum sem hluti af fjármagnstekjum, fóru úr 10 prósentum í 39 prósent, ekki síst vegna þess að fólk flutti fé úr pen- ingamarkaðssjóðum á bankareikn- inga eftir bankahrun. Álagningarseðlar verða birtir á netinu á fimmtudag og berast fólki í pósti á föstudag. Meiri eða minni pening Næstu daga skýrist hvort fólk fær rukkun eða endurgreiðslu frá skattinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.