Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 8
8 þriðjudagur 11. ágúst 2009 fréttir 250 milljóna króna innheimtukrafa Lögfræðistofu Reykjavíkur á hend- ur Exista leggst ofan á aðrar kröfur í eignir Exista og gæti vel komið til innheimtu að mati forsvarsmanna félagsins. Í síðasta helgarblaði DV var sagt frá því að Lögfræðistofa Reykjavíkur hefði sent ofangreindan reikning eft- ir að skilanefnd Landsbankans hafði falið lögfræðistofunni að annast inn- heimtu á 27 milljarða króna láni sem skilanefndin hafði gjaldfellt. Lárentsínus Kristjánsson, for- maður skilanefndar Landsbankans, er jafnframt einn af eigendum Lög- fræðistofu Reykjavíkur. Í yfirlýsingu sem skilanefnd- in sendi frá sér í kjölfar fréttar DV var tekið fram að Lárentsínus hefði hvergi komið nálægt samningsgerð við Lögfræðistofu Reykjavíkur. Sveinn Andri Sveinsson, meðeig- andi Lárentsínusar í Lögfræðistofu Reykjavíkur, sagði í fréttum Stöðv- ar tvö og Bylgjunnar þennan sama dag, að skilanefnd Landsbankans hefði leitað til utanaðkomandi aðila til að létta sér verkið. „Og það kom upp sú tillaga skilanefndar að Lög- fræðistofu Reykjavíkur yrði falið að aðstoða skilanefndina í samningum við Exista.“ Sveinn Andri sagði einnig í sömu frétt að þegar sú tillaga hafi kom- ið upp hefði Lárentsínus vikið sæti á fundinum. Aðrir hefðu því tekið ákvörðunina. „Og blaðamenn DV vita það ósköp vel eins og aðrir, að það sem gerist er í þessu tilviki er að þegar ákveðið er að gjaldfella þessa risastóru kröfu eru lögð á hana drátt- arvextir og innheimtuþóknun eins og gengur, bara eins og það reiknast í kerfinu. En það er víðsfjarri að þess- ar 250 milljónir sé eitthvað sem er að greiðast til Lögfræðistofu Reykjavík- ur. Það eru meiri líkur á að vinna í ít- alska ríkislottóinu heldur en að þessi krafa greiðist.“ Undir hæl skilanefnda Forsvarsmenn Exista vilja síður koma fram og tala undir nafni enda er félagið, rétt eins og mörg önn- ur félög í vanda, undir hæl skila- nefnda hinna föllnu banka og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Í samtölum við DV benda þeir þó á að fullyrðingar Sveins Andra megi túlka þannig að lítið sem ekkert innheimt- ist af 27 milljarða gjaldföllnu láninu. Jafnvel þótt aðeins 1 prósent þess innheimtist væru það 270 milljónir og það dygði fyrir innheimtukröfu frá lögfræðistofu Sveins Andra og Lárentsínusar. Meira að segja yrðu 20 milljónir króna afgangs upp í Ice- save-reikningana. Forsvarsmönnum Exista þykir sem talsmenn Lögfræði- stofu Reykjavíkur séu býsna fullyrð- ingasamir um greiðslustöðu Exista sem ekki hefur verið tekið til skipta. Sveinn Andri Sveinsson vísaði því einnig á bug í frétt Stöðar 2 að um hagsmunaárekstra væri að ræða. „Í fyrsta lagi var hann (Lárentsínus) ekki formaður þegar þessi ákvörð- un var tekin. Og í öðru lagi voru það aðrir fulltrúar í skilanefndinni sem tóku þessa ákvörðun en hann vék sæti þegar þessi tillaga kom upp.“ Þrátt fyrir yfirlýsingar Sveins Andra er efni til að spyrja um hæfi og vanhæfi. Ekki er ljóst hvort Lár- entsínus átti hlut að þeirri ákvörðun að gjaldfella 27 milljarða króna lánið á hendur Exista sem síðar leiddi til þess að lögfræðistofa hans öðlaðist tilefni til að senda Exista 250 millj- óna króna innheimtureikning. Yfir, undir og allt um kring Í yfirlýsingu skilanefndar Lands- bankans um málið segir meðal ann- ars að eitt af þeim málum sem fyrir nefndina hafi komið hafi verið lán- veiting bankans til Exista, sem þá þegar var komið í alvarleg vandræði. „Gerði skilanefnd af því tilefni ítar- legan verksamning við lögmann hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur þar sem honum var falið að innheimta kröf- ur bankans við Exista. Lárentsínus Kristjánsson vék sæti í skilanefnd við umræðu og atkvæðagreiðslu um þann samning.“ Ýmsir lögfræðingar Lögfræði- stofu Reykjavíkur gætu hafa gert áð- urgreindan verksamning, en hann er ekki nafngreindur í yfirlýsingunni. Einn þeirra er Steinar Þór Guðgeirs- son, en hann er formaður skilanefnd- ar Kaupþings. Geta má þess að Ex- ista var fjórðungseigandi Kaupþings skömmu áður en bankinn féll. Annar þeirra er Ólafur Garðarsson, en hann er formaður slitastjórnar Kaupþings. Þeir fara því báðir með hagsmuni þess banka sem Exista átti fjórðungs hlut í. Þá gæti Sveinn Andri Sveins- son einnig hafa gert umræddan verk- samning. Enn einn lögfræðingur hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur hefur einnig komið við sögu skilanefnd- anna, en það er Tómas Jónsson, sem situr nú í skilanefnd Icebank. Hann hefur meðal annars komið við sögu skilanefndar Kaupþings. Á kaupi hjá eigin stofu Framan af vetri voru skilanefndir föllnu bankanna á launum hjá hinu opinbera en nú fá þær greitt fyrir störf sín af eignum þrotabúa bankanna sjálfra. DV greindi frá því snemma í febrúar að allir skilanefndarmenn stóru bankanna með tölu sendu á þeim tíma Fjármálaeftirlitinu reikn- inga og innheimtu fyrir störf sín í nafni lögmannastofa, endurskoðun- arfyrirtækja eða einkahlutafélaga. Miðað við greiðslur á þeim tíma inn- heimtu félög skilanefndarmannanna 3,2 milljónir að meðaltali á mán- uði fyrir hvern og einn skilanefnd- armann, en margir þeirra skiluðu gríðarlegum tímafjölda samkvæmt heimildum DV. Þar eð Ólafur, Lár- entsínus, Steinar Þór og Tómas koma allir við sögu skilanefndanna hefur lögmannastofa þeirra, Lögfræðistofa Reykjavíkur, innheimt á annan tug milljóna króna á mánuði fyrir skila- nefndarstörf og lögfræðistofan síðan gert upp við þá. Auk starfs- og kunningjatengsl- anna eru flestir ofangreindra lög- fræðinga í Sjálfstæðisflokknum og hafa sumir hverjir gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokkinn. Þess má geta að Lögfræðistofa Reykjavíkur var valin til verka fyrir hina föllnu banka þegar í október af Jónasi Fr. Jónssyni, þáverandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins. Eftir því sem DV kemst næst höfu Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins, og Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME, hönd í bagga um val á sérfræðingum í skilanefnd- irnar auk Jónasar. Baldur og Jónas Fr. hafa sterk flokkstengsl við Lögfræði- stofu Reykjavíkur. Kvartað yfir Lárentsínusi Í yfirlýsingu frá skilanefnd Lands- bankans fyrir helgi segir að 250 milljóna króna innheimtukrafan taki mið af undirliggjandi 27 millj- arða láninu sem skilanefnd Lands- bankans gjaldfelldi á Exista. Í ljósi aðstæðna má búast við, samkvæmt innheimtusamningn- um, að málið fari í þann farveg að Lögfræðistofa Reykjavíkur fái tíma- gjald fyrir þjónustu sína eða miklu lægri fjárhæð en sem nemur heild- artölunni í hinni formlegu kröfu- gerð. Ef krafan ásamt innheimtu- kostnaði innheimtist að fullu verður kostnaðurinn greiddur af skuldara, ekki af bankanum,“ segir í tilkynn- ingunni. Aðeins tveir skilanefndarmenn af fimm eru eftir í skilanefnd Lands- bankans. Einn hvarf á braut að eig- in ósk en Fjármálaeftirlitið sagði tveimur öðrum upp störfum þar eð þeir gegndu ábyrgðarstöðum í gamla Landsbankanum. Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu í gær hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um að fjölga í nefndinni á ný. Þá hefur heldur ekki verið tekin ákvörðun um framtíð Lárentsínusar hjá nefndinni, en DV hefur heimildir fyrir því að FME hafi borist athugasemdir við störf hans og hagsmunatengsl. Forsvarsmenn Exista telja að í yfirlýsingum frá Lögfræðistofu Reykjavíkur felist fullyrðingar um að félagið eigi ekki einu sinni fyrir 250 milljóna króna innheimtureikningi frá lögfræðistofunni. Jafnvel þótt aðeins 1 prósent innheimtist af 27 milljarða láni sem skilanefnd Landsbankans hafi gjaldfellt sé til fyrir reikningnum og meira að segja 20 milljónir króna að auki upp í Icesave-reikninginn. 250 milljónirnar ofan á aðrar skuldir „Það eru meiri líkur á að vinna í ítalska ríkislottóinu heldur en að þessi krafa greiðist,“ seg-ir Sveinn Andri Sveinsson um greiðslugetu Exista. Jóhann haUKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Til varnar meðeiganda Sveinn Andri Sveins- son sér enga meinbugi á því að Lárentsínus Kristjánsson, meðeigandi hans í LR, standi nærri ákvörðun um gjaldfellingu á 27 milljarða króna láni til Exista og geti jafnframt haft hag af 250 milljóna króna innheimtu á hendur félaginu. skilanefnarformaðurinn Eftir því sem DV kemst næst hefur verið kvartað yfir meintum hagsmunatengslum Lárentsínusar til Fjármálaeftirlitsins. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.