Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2009, Page 10
BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 10 þriðjudagur 11. ágúst 2009 neytendur Kostnaður sem hver Íslendingur þarf að bera vegna Icesave nemur rúmri millj- ón króna verði samningurinn samþykktur á Alþingi. Hefðbundin fimm manna fjölskylda gæti fyrir Icesave-peninginn leyft sér mikinn munað. Þar á meðal væru flatskjáir, amerískur ís- skápur, tölvur og nýlegur einkabíll. Þess í stað mun hún þurfa að greiða fimm og hálfa milljón í formi verð- og skattahækkana vegna Icesave ef fer sem horfir. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir að samþykkt samn- ingsins sé mikilvæg fyrir framtíð Íslands. Horfa verði á málið í víðara samhengi. Þetta gætirðu keypt fyrir icesave-peningana Fimm manna fjölskylda gæti keypt lítið notaðan bíl, fimm fullkomna farsíma, fimm glæsilegar fartölvur, amerískan ísskáp með öllu, fimm flatskjái af dýrustu sort og þrjú reið- hjól fyrir peninginn sem hún þarf að greiða vegna Icesave verði rík- isábyrgð samþykkt á Alþingi. Hver einstaklingur þarf að greiða rúmar milljón krónur vegna samkomulags- ins sem ríkisstjórnin segir nauðsyn- legt að staðfesta. 356 milljarðar Miðað við núverandi forsendur Icesave-samningsins þarf íslenska ríkið að greiða Hollendingum og Bretum 355,9 milljarða króna. Þetta miðast við 5,5 prósent vexti af 2,35 milljarða punda láni frá breska rík- inu og 1,33 milljarða evru láni frá hol- lenska rík- inu. Auk þess er búið að gera ráð fyrir því að þrír fjórðu hlutar eigna Landsbankans upp á 1.100 milljarða muni ganga upp í skuldina. Miðað við óbreytt gengi krónunnar munu 355,9 milljarð- ar króna leggjast á herðar íslenska ríkisins; almennings. Talan verður reyndar töluvert hærri en þessi upp- hæð fæst út ef tekin eru með áhrif verðbólgu. Upphæðin miðast sem sé við núvirði. 1,1 milljón á mann Datamarket hefur hannað reikni- forrit sem sýnir hverjar skuldbind- ingar íslenska ríkisins eru vegna Ic- esave. Forritið má finna á mbl.is. Samkvæmt úreikningunum þarf hver einasti núlifandi Íslendingur að borga meira en eina milljón króna vegna þess samkomulags sem ef til vill verður samþykkt á Alþingi á næstu dögum eða vikum. Miðað við gefnar forsendur nemur upphæðin á hvert mannsbarn 1.114.557 krón- um. Þetta þýðir að meðal fimm manna fjölskylda mun greiða rúmar 5,5 milljónir króna á næstu 15 árum vegna Icesave-reikninganna sem Landsbankinn, með þá Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson í broddi fylkingar, stofnaði í Bret- landi og Hollandi. Til hliðsjónar má nefna að Sigurjón hafði rúmar 286 milljónir króna í árslaun árið 2008, samkvæmt tekjublaði Mannlífs. Þar eru fjármagnstekjur ekki meðtaldar. Halldór hafði litlar 84 milljónir í árs- laun 2008. Bíll og fartölvur Til að setja kostnaðinn í samhengi tók DV saman hvað fimm manna fjölskylda, sem þarf að jafnaði að greiða 5,5 milljónir í formi skatta og verðhækkana, gæti keypt fyrir 5,5 milljónir króna. Hún gæti byrjað á að kaupa þriggja ára gamlan Toyota Av- ensis. Á vefnum bilasolur.is má finna nokkra slíka á rétt rúmar tvær millj- ónir króna, eða 2.090 þúsund krón- ur. Á bílnum gæti fjölskyldan farið í Elko og keypt þar MacBook App- le-fartölvur af dýrustu gerð. Fimm slíkar, ein fyrir hvern fjölskyldumeð- lim, myndu kosta 950 þúsund krón- ur án hugsanlegs magnafsláttar. Þá Hart deilt um Icesave inn á þingi sem utan þess Hagfræðingur segir vinnu- brögð fjármálaráðherra og fjárlaganefndar Alþingis almennt vekja traust. Hagsmunir ofar vináttu Ólafur Ísleifsson hagfræðingur segir reynsluna sýna að tengsl þjóða byggist meira á hagsmunum en vináttu. Miðað við óbreytt gengi krónunnar munu 355,9 milljarðar króna leggjast á herðar ís- lenska ríkisins; almenn- ings. Apple Macbook Fimm gæðafartölvur kosta 950.000. Flatskjár í hvert herbergi Fjölskyldan gæti meðal annars keypt sér fimm 32” Phillips HD fyrir peninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.