Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Page 4
4 miðvikudagur 12. ágúst 2009 fréttir Landsmenn auka orkunotkun Orkustofnun gerir ráð fyrir að orkunotkun aukist um átta pró- sent næstu sex árin og um 44 prósent til ársins 2030. Mest er búist við að orkunotkunin aukist á höfuðborgarsvæðinu. Orkuspárnefnd lét vinna raf- orkuspána og byggir hún á spá frá árinu 2005 en með teknu til- liti til nýrra gagna og breyttra for- sendna. Þannig er byggt á for- sendum um mannfjölda, fjölda heimila, landsframleiðslu og framleiðslu einstakra atvinnu- greina. Mikið um makaskipti Þriðjungur allra fasteigna sem gengu kaupum og sölum á höfuðborgarsvæðinu í síð- asta mánuði skiptu um hend- ur með makaskiptum. Aðeins tvisvar áður hefur það gerst í einum mánuði að meira hafi verið um makaskipti á íbúð- um. Alls seldust 177 fasteignir í síðasta mánuði. Þar af var um makaskipti að ræða í 65 tilfell- um. Mest var um makaskipti í maí síðastliðnum þegar 79 slíkir samningar litu dagsins ljós og í september í fyrra voru 72 slíkir samningar þinglýstir. Hagkaup og 10- 11 stóðu sig verst Verðmerkingum í matvöruversl- unum á höfuðborgarsvæðinu er mest ábótavant í Hagkaupum Spönginni og 10-11 Langarima og Lágmúla. Fulltrúar Neyt- endastofu könnuðu verðmerk- ingar á 50 vörum í 78 verslunum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Í verslununum þremur sem tald- ar eru upp hér að framan voru að lágmarki 40 prósent varanna vit- laust eða ekki merktar. Níu verslanir fengu hins veg- ar toppeinkunn, þar sem allt var rétt verðmerkt. Þetta eru 10- 11, Barónsstíg og Austurstræti, Nettó, Salavegi, 11-11, Grensás- vegi og í Hraunbæ, Kaskó, Vest- urbergi, Hagkaup, Jafnaseli, Samkaup, Búðarkór og Bónus, Helluhrauni. Í lok ágúst verður haldið málþing í Skálholti sem átti upprunalega að vera til heið- urs Ólafi Skúlasyni biskupi. Konurnar sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni á sínum tíma voru ósáttar við það og því er málþingið ekki lengur tengt minningu Ólafs. Stefaníu Þorgrímsdóttur, einni kvennanna, þykir þetta mjög leitt. HÆTT VIÐ AÐ HEIÐRA MINNINGU BISKUPS lilja Katrín gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Ég skil vel að hann eigi aðstandendur sem vilja heiðra hans minningu.“ Dagana 23. til 24. ágúst fer fram málþing í Skálholti með yfirskrift- inni Þjóðkirkjan og lýðræðið. Upp- haflega átti málþingið að vera til heiðurs Ólafi Skúlasyni heitnum, fyrrverandi biskupi. Að sögn skipu- leggjanda málþingsins verður það ekki á nokkurn hátt tengt minningu Ólafs. Er það vegna þess að sum- ar konurnar sem sökuðu Ólaf um kynferðislega áreitni árið 1996 settu sig í samband við skipuleggjendur málþingsins og mótmæltu þessari ákvörðun. Mjög leitt Stefanía Þorgrímsdóttir er ein kvennanna sem sökuðu þáverandi biskup, séra Ólaf Skúlason, um kyn- ferðislega áreitni árið 1996 í biskups- málinu svokallaða. Hún vissi ekki af málþinginu og þykir mjög leitt að það hafi verið hætt við að tengja það minningu Ólafs. „Ólafur Skúlason átti sína fjöl- skyldu og hann var maður eins og ég. Ég skil vel að hann eigi aðstand- endur sem vilja heiðra hans minn- ingu. Ég er búin að vinna mig út úr mínum málin og dreg mörkin við að leggjast gegn því að minning einhvers manns sé heiðruð af þeim sem þykir vænt um hann og kynnt- ust annari hlið á honum en ég. Mér þykir þetta mjög leitt,“ segir Stefanía Þorgrímsdóttir. Kennir ólafi ekki um Stefanía sagði frá kynnum sínum við Ólaf í DV í mars árið 1996. Hún hitti hann einu sinni og þá var hún tólf ára gömul. „Það var þegar ég var á barnsaldri á sundnámskeiði og hann stýrði fermingarbarnamóti sem æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar á sama stað. Hann hafði þá mikil og óeðlileg af- skipti af mér og annarri telpu og við- hafði athæfi sem ég get ekki kallað annað en mjög grófa kynferðislega áreitni þó ekki hlytist meira af.“ Í dag er Stefanía á sextugsaldri og hefur unnið vel úr sínum málum. „Fyrir mér er þessu máli lokið. Maðurinn er dáinn. Ég kenni hon- um ekki einum um þau mál sem komu þarna upp á sínum tíma. Ég hef alltaf sagt það og segi það enn að það var valdabarátta innan kirkj- unnar sem við vorum dregnar inn í. Ég álít að þó að Ólafur hafi verið, að mínu mati, maður sem gekk ekki heill til skógar í sum- um efnum þá hef- ur hann áreiðanlega líka gert góða hluti í sínu starfi. Það eru fleiri hliðar á hverjum manni.“ Fjölskyldan ósátt Skipuleggjendur málþingsins höfðu ekki einungis samráð við konurnar heldur einnig fjölskyldu Ól- afs. Samkvæmt heim- ildum DV voru einhverjir innan fjöl- skyldunnar sem voru heldur ekki sáttir við að málþingið yrði haldið til að heiðra minningu hans. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs, vildi ekkert tjá sig um málið þegar DV hafði samband. Viðkvæm mál tengd biskupi Skipuleggjendur málþingsins segja ákvörðunina um að tengja málþing- ið ekki við Ólaf hafi líka helgast af því að mál tengd honum hafi verið mik- ið í umræðu fjölmiðla upp á síðkast- ið og séu mjög viðkvæm. Eru þeir þá að vísa til máls Sigrúnar Pálínu Ingv- arsdóttur, Pálu eins og hún er kölluð, sem steig fyrst kvennanna fram árið 1996 og sakaði Ólaf um nauðgun- artilraun. Hún tók mál sitt upp aft- ur í kjölfar fyrirgefningarbeiðni sem Karl Sigurbjörnsson biskup fór með í setningarræðu sinni á prestastefnu í lok apríl á þessu ári. Þar bað bisk- up „þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið“. Pála sagði sögu sína í sjónvarps- þætti Jóns Ársæls, Sjálfstætt fólk, í maí og lýsti reynslu sinni af Ólafi. „Og bara svo ég segi heiðarlega hvað gerðist voru hendurnar á hon- um inni á brjóstunum á mér, ég fann að honum reis hold og tung- an á honum uppi í mér og þetta var prestur sem gifti mig og skírði barn- ið mitt,“ sagði Pála í þættinum. Í júní fékk Pála uppreisn æru er hún fékk fund með kirkjuráði. Í ályktun ráðsins eftir fundinn kom fram að það harmaði „sársauka og vonbrigði sem fram komu í frásögn hennar á fundinum og skort á skiln- ingi og máttleysi í viðbrögðum kirkj- unnar á sínum tíma“. Fimmtudagur 30. apríl 200912 Helgarblað Fimmtudagur 30. apríl 2009 13Helgarblað Karl Sigurbjörnsson Ólafi Skúlasyni Gunnari Björnssyni FYRIRGEFNING SYNDANNA „Ég bið þær konur og börn, sem brot- ið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið,“ sagði Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld. Sagði biskup ennfremur að Kirkju- þing hefði sett starfsreglur um með- ferð kynferðisbrotamála í kirkjunni. „Settar hafa verið siðareglur og heilræði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi. Við verðum að taka mark á þessu og fylgja eftir í starfi kirkjunnar. Þessa dagana er verið að ljúka gerð bæklings sem unninn er af starfshópi á vegum Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna trúfélaga sem vill leggja sitt af mörkum til að vinna gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, sem sagt kynferðisáreitni og mis- notkun.“ Vonar að sár muni læknast Karl segir í samtali við DV að fyrir- gefningin sé almenn en útilokar ekki að einstaka aðilar verði beðnir fyrir- gefningar persónulega af hálfu kirkj- unnar. „Þá er það þegar og ef. En ég tek það skýrt fram að þetta er almenn yf- irlýsing og þetta snertir ekki einstaka atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna að taka á sérstökum málum sem fyrir liggja. Ég er að vísa til bæði mála sem hafa verið í hámæli og til reynslu sem fólk hefur talað um stundum mörgum árum síðar þar sem farið hefur verið yfir mörkin. Ég er að vísa til þessara sára, þjáningar og sárs- auka sem er þarna úti sem í raun ýf- ist upp og hefur aldrei fengið neina sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða það. Ég bið þess og vona að þessi sár muni læknast. Ég tala við presta og djákna og kirkju fólksins og það er fyrir þeirra hönd sem ég ber þetta fram en ég er ekki með nein sérstök dæmi í huga. Ég er ekki að dæma í sérstökum, til- teknum málum. Ég er bara að vísa til þess að það eru ýmsir sem bera sár og finna til þeirrar þjáningar sem hefur kannski aldrei verið tekið á. Eins og er alls staðar í okkar samfé- lagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Kynbundið ofbeldi er samfélagsvá Karl telur að kynferðisbrot verði ekki aðeins gerð upp með lögum og reglum heldur líka með hjálp trúarinnar. „Heimilisofbeldi og kynbundið of- beldi er samfélagsmein á Íslandi í dag. Kirkjan hefur markað stefnu um virka andstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Hún hefur markað stefnu bæði innan sinna vébanda í kirkjunni og líka í samfélagi við alþjóðakirkju- stofnanir sem við erum þátttakendur í. Það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og tökum það alvarlega og látum þau skilaboð hljóma í samfélaginu. Öll umræða um slíka hluti verður til þess að ýfa upp sárar minningar um brot og margt af því verður ekki gert upp með þeim verkfærum sem samfélag- ið leggur til með lögum sínum og regl- um, siðareglum og dómstólum heldur með þeim verkfærum sem trúin bend- ir okkur á. Það er að tala um hlutina, iðrunin, fyrirgefningin sem til þarf. Það er vegur trúar, vonar og kærleika. Að því þurfum við að stuðla. Það sem ég er fyrst og fremst að vísa til er að okkar stefnumörkun í þessum málum er alveg skýr og kirkjan vill ekki líða slíka framkomu. Hún vill vinna að því og taka undir með þeim í okkar samfélagi sem vilja vinna gegn þess- ari samfélagsvá sem margvíslegt kyn- bundið ofbeldi er. Við eigum að taka það alvarlega. Þetta eru ekki bara ein- hver pappírsgögn þessar stefnumark- anir kirkjunnar. Þetta á að hafa áhrif á okkar persónulegu afstöðu og hvernig við vinnum úr málum þegar þau koma upp í framtíðinni.“ Sakaður um nauðgunartilraun Nokkur tilfelli hafa komið upp síð- ustu ár þar sem starfsmenn kirkj- unnar hafa verið sakaðir um kyn- ferðislega áreitni. Árið 1996 sakaði Sigrún Pálína Ingvarsdóttir séra Ólaf Skúlason, þá- verandi biskup, um nauðgunartil- raun. Mál Sigrúnar vakti mikla at- hygli á Íslandi og í kjölfar ásakana hennar gáfu aðrar konu sig fram og sökuðu biskup um kynferðislega áreitni. Öll málin voru frá þeim tíma þegar Ólafur var prestur. Biskup kærði málið til saksókn- ara og sagði sakaráburð nafn- greindra og ónafngreindra aðila vega að friðhelgi einkalífs hans og æru með ólögmætum hætti. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á þessum tíma sagði að ráða mætti af ummælum í fjölmiðl- um að markmiðið með þess- um röngu sakargiftum væri að þvinga hann til að segja sig frá biskupsembættinu. Ríkissaksóknari vísaði mál- inu frá þar sem hann taldi ekki efni fyrir hendi til að ákæru- valdið aðhefðist neitt í máli kvenn- anna sem biskup kærði. Skömmu áður en saksóknari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað biskup að aftur- kalla kröfu sína. Biskupinn er sekur Í viðtali við Helg- arpóstinn 30. maí árið 1996 lýsti Sig- rún Pálína yfir vonbrigðum sínum við þessari niðurstöðu og sagðist standa við að biskup væri sekur. „Ég er ekki sátt við þessi málalok, þar sem engin niðurstaða fékkst. Það segir þó sína sögu að ríkissaksóknari skuli ekki telja ástæðu til málshöfð- unar gagnvart okkur fyrir að hafa borið biskup röngum sökum. Bendir það til þess að biskup sé saklaus? Mér sýnist að ef ég hefði komið fram með þetta mál áður en það var fyrnt hefði ég jafnvel getað unnið það, því ég stend við það að biskupinn er sekur. Við rannsókn RLR komu fram vitni sem höfðu sömu sögu að segja af samskiptum við biskup og við. En það hlýtur að vera óviðunandi, bæði fyrir presta landsins og okkur sem tilheyrum Þjóðkirkjunni, að biskup sitji áfram í embætti eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Sigrún Pálína í við- talinu. Valdníðsla Sigrún Pálína tók málið fyrst upp tveimur árum áður. Þá talaði hún við séra Pálma Matthíasson og árið eftir við séra Vigfús Þór Árnason. Hún bað prestana tvo að taka málið upp inn- an kirkjunnar en hvorugur hafðist að í málinu. „Í upphafi lagði ég ekki fram kæru á hendur bisk- upi heldur erindi til siða- nefndar Prestafélagsins. Framganga biskups í mál- inu varð hins vegar til þess að ég fór að sækja málið með ákveðn- ari hætti. Eg sé ekki eftir að hafa farið af stað með þetta mál þótt niðurstaðan valdi mér vonbrigðum. Ég var svo barnaleg að halda að siðanefnd Prestafélagsins tæki virkilega á málinu og liti það alvarlegum augum. Tilgang- ur minn var að losa mig við þessa vitneskju og hræðslu um að aðrar konur ættu eftir að lenda í því sama og ég. En þegar málið snýst upp í það að Ólafur Skúlason fer að hóta mér, eins hann gerði á sáttafundi í Graf- arvogskirkju, varð ekki aftur snúið. Þetta mál er löngu hætt að snúast um mig og biskup. Það snýst um vald og valdníðslu og réttarkerfið í landinu,“ sagði Sigrún Pálína í viðtali við Helg- arpóstinn 30. maí árið 1996. „Neytir aflsmunar“ Sigrún Pálína og tvær aðrar kon- ur sögðu sögu sína í helgarblaði DV í byrjun mars þetta ár. Þar lýsti Sig- rún Pálína fundi sínum við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrún- ar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina. Ég sagði mínum nánustu frá þessu en það var alls staðar sama svarið. „Þú getur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Á þessum tíma voru engin Stígamót og þessi umræða ekki byrjuð nema að mjög litlu leyti. Eðli atburðarins og hversu alvarlegur hann var gerði það að verkum að ég gat ekki fundið sökina hjá mér þrátt fyrir að ég færi strax að leita að henni eins og fórn- arlömb reyna jafnan að gera.“ Önnur kona sagði frá því að séra Ólafur hefði leitað á hana í Kaup- mannahöfn 1979. Þá hefði hún búið þar ásamt eiginmanni sínum og séra Ólafur viljað hitta þau en hann var þá í borginni á presta- þingi. Þriðja konan sagðist hafa orðið fyrir áreitni séra Ólafs þeg- ar hún var tólf ára. Nokkru áður en konurnar þrjár komu fram í DV birtist frétt í blaðinu þar sem greint var frá að þrjár konur hittust reglulega hjá Stígamótum vegna fyrri samskipta sinna við biskup og að starfskona samtakanna vissi af fleiri konum en vildi ekki greina nánar frá málum þeirra. Tveir biskupar í málinu Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvenn- anna gegn séra Ól- afi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú sóknarprestur dómkirkjunnar, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sín- um til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í frétt- inni segir meðal annars að prestarn- ir tveir hafi átt tíða fundi með kon- unum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni. Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreind- ur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. Gefðu mér nú kraft Á síðasta ári kærðu tvær unglings- stúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunar- semi. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans þegar meint brott áttu að eiga sér stað. Önnur stúlkan fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur og hin sex hundruð þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði Gunnar. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari en hafi látið orðin: „Gefðu mér nú kraft A mín“ falla er hann faðmaði stúlkuna, hann hafi einungis ekki verið alveg hress. Í skýrslu sagði stúlkan að Gunnar hafi látið þau orð falla að straumarnir streymdu úr lík- ama hans við það að faðma hana. Sigurður Þ. Jónsson, þá- verandi lög- maður séra Gunnars, sagði í samtali við DV í maí að umbjóðandi hans væri algjörlega saklaus. „Þetta er nú bara það sem sums staðar hefðu ver- ið talin afar eðlileg samskipti. Þannig sé ég þetta eftir að hafa skoðað málið vandlega,“ sagði Sigurður í maí á síð- asta ári. Leitaði á drengi í KFUM og K Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og losnaði út af Litla-Hrauni snemma á síðasta ári. Þegar Ágúst var nýlega laus úr fang- elsi fékk hann leyfi fangelsismála- yfirvalda til að flytja til Uppsala í Sví- þjóð þar sem hann ætlaði að stunda nám í biblíuskóla. Ágústi var neitað um skólavist eftir kvartanir foreldra barna í skólanum um að dæmdur barnaníðingur myndi sækja skól- ann. Ágúst ólst upp í Grýtubakka og var í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í æskulýðsstarfi kirkj- unnar, KFUM og K, í Bakkahverfinu sem unglingur og las sögur fyrir ungt fólk. Þar lentu einhverjir drengir í því að Ágúst leitaði á þá. Málið vakti usla í hverfinu en var aldrei kært til lög- reglu. LiLja KaTríN GUNNarSdÓTTir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is alræmdur barnaníðingur Ágúst tók að sér að lesa sögur fyrir ungt fólk í KFum og K á sínum yngri árum og leitaði þar á unga drengi. Fyrsta fréttin lítil frétt á innsíðu í dV 15. febrúar 1996 markaði upp- hafið að umfjöllun um mál nokkurra kvenna gegn þáverandi biskupi. Sver af sér sakir Séra Ólafur Skúlason biskup sagði ekkert til í ásökununum. Stigu fram Þrjár konur sem sakað höfðu biskup um áreiti og tilraun til nauðgunar komu fram í viðtali í helgarblaði dV 2. mars 1996. Baðst fyrirgefningar Karl bað fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis fyrirgefningar við upphaf prestastefnu íslands og segir kynbundið ofbeldi samfélagsmein á íslandi. Sýknaður Séra gunnar var sýknaður fyrir skemmstu af ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. „Eins og er alls staðar í okkar samfélagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Fékk uppreisn æru Í júní fékk Pála fund með kirkjuráði sem harmaði máttleysi í viðbrögðum kirkjunnar á sínum tíma. ljósMyndari: sigtryggur ari jóhannsson Pála stígur fram Karl Sigurbjörnsson biskup bað fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis fyrirgefningar á prestastefnu. Í kjölfarið tók Pála mál sitt gegn kirkjunni upp aftur. Ögmundur jónasson segir ríkisstjórnina ekki í hættu: Icesave fellir ekki ríkisstjórnina Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra segir að ríkisstjórninni sé ekki hætta búin vegna frumvarpsins um ábyrgð á hluta Icesave-skuldanna. Mest sé um vert að ná breiðri sam- stöðu á Alþingi um fyrirvara sem eitt- hvert hald sé í. Hann hafi sjálfur lagt sig eftir því að undanförnu. Ætlunin er að fjárlaganefnd leggi lokahönd á málið í dag og skili tillög- um sínum um fyrirvara. Ekki er þó fullvíst að sú áætlun gangi eftir. Utanríkisráðuneytið undirbýr við- ræður við Hollendinga og Breta komi til ágreinings við þjóðirnar vegna hugsanlegra fyrirvara sem Alþingi kann að setja með samþykkt frum- varpsins Þetta kom fram í máli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utan- ríkismálanefndar, á þingfundi í gær. Eygló Harðardóttir, Framsóknar- flokki, spurði Árna Þór um það hvort óskað hefði verið eftir fundum með breskum og hollenskum yfirvöldum vegna Icesave-málsins og hvort sam- skiptaleiðir væru ef til vill lokaðar við viðsemjendur í málinu. Árni Þór sagði ekki tímabært af hálfu framkvæmdavaldsins að óska eftir viðræðum meðan málið væri til þinglegrar meðferðar á Alþingi. „En það er hárrétt að ef Alþingi kýs að afgreiða málið með fyrirvörum er mikilvægt að íslensk stjórnvöld ræði við Hollendinga og Breta um það. Ég veit að í gangi er vinna í utanrík- isráðuneytinu ef til þess kemur. Ekki er eðlilegt að óska eftir samninga- viðræðum við þá nú af hálfu fram- kvæmdavaldsins.“ Ögmundur jónasson Vill víðtæka samstöðu, vald þingsins sem mest og haldgóða fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.