Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2009, Qupperneq 25
Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu
1, Michael Schumacher, hryggði
Formúlu-heiminn mikið í gær þegar
hann tilkynnti að hann myndi ekki
keppa í Valencia um aðra helgi. Eft-
ir slæm höfuðmeiðsl Felipe Massa í
Búdapest stóð til að Schumacher
myndi leysa Brasilíumanninn af
út tímabilið en meiðsl á hálsi hafa
nú aftrað Schumacher frá end-
urkomu.
Meistarinn sjöfaldi slasað-
ist við Mótorhjólakappakst-
ur á síðasta ári en hann
féll þá af fák sínum í
keppni í Þýskalandi. Hann hefur ver-
ið að dunda sér aðeins við mótor-
hjólin eftir að ferlinum í Formúlunni
lauk.
Eins manns dauði er þó annars
brauð og fær nú tilraunaökumað-
ur Ferrari, Luka Badoer, tækifærið.
Badoer, sem er 38 ára gamall, ók í
Formúlunni frá 1993-1999 en hefur
verið á bak við tjöldin hjá Ferrari síð-
an. Hann er fyrrverandi heimsmeist-
ari í Formúlu 3000 en ók 48 sinnum
í Formúlu eitt á sínum ferli. Vilja
Ferrari-menn þannig launa Badoer
alla vinnuna sem hann hefur lagt af
mörkum við að prufukeyra Ferrari-
bílana undanfarin ár.
Felipe Massa hefur sjálfur sagst
vonast til að geta keyrt aftur á þessu
tímabili en læknar hafa ráðlagt hon-
um að gera svo ekki. Nú þegar heims-
meistaratitill bílasmiða er löngu úr
augsýn sætta Ferrari-menn sig lík-
lega við að Badoer aki út tímabilið.
tomas@dv.is
Luka Badoer fær tækifæri hjá Ferrari:
Tíu ár síðan síðasT
Ronaldo með flensu Dýrasti knattspyrnumaður í heimi, Cristiano Ronaldo, verður ekki með
portúgalska landsliðinu sem mætir Liechtenstein í æfingaleik í landsleikjahléinu í vikunni. Ronaldo fékk
flensuna en sum blöð á Spáni vilja halda því fram að það sé hin alræmda svínaflensa. Ekkert kom fram
nákvæmlega í fréttatilkynningu frá Real Madrid í gær, ekki nema það að hann lægi heima við og væri
undir læknishendi. Carlos Queiroz, landsliðsþjálfari Portúgals, kallaði á vængmanninn Eliseu í
hópinn í staðinn en hann leikur með Lazio á Ítalíu.
Manchester City ætlar sér stóra hluti
í ensku úrvalsdeildinni á komandi
tímabili en liðið hefur leik á laugar-
daginn gegn Stóra Sam og strákun-
um hans í Blackburn Rovers. Fyrir
utan endanleg félagaskipti Cristian-
os Ronaldo til Real Madrid hefur
Manchester City nær átt sviðsljós-
ið í bresku pressunni og það eðli-
lega með kaupum á mönnum eins
og Emmanuel Adebayor, Kolo Toure,
Roque Santa Cruz, Gareth Barry og
Argentínumanninum Carlos Tevez.
Tevez-kaupin hafa fengið mikla
umfjöllun hjá sparkspekingum í öll-
um miðlum á Englandi. Nokkrum
finnast þau góð og segja baráttugleði
og eljusemi Tevez nákvæmlega það
sem City-liðið þarfnast. Mjög marg-
ir sjá þó einfaldlega ekki hvað City sé
að fá fyrir þessar 25 milljónir punda
sem bláliðar Manchester-borgar
eyddu í hann þótt það séu auðvitað
vasapeningar fyrir ríkisbubbana þar
á bæ.
„Hvað er ég að fá fyrir
peningana?“
Nú síðast var það fyrrverandi Arsen-
al- og Celtic-hetjan Charlie Nicholas
sem afbakaði þessi kaup City-manna
í pallborðsumræðum á Sky-sjón-
varpsstöðinni. Nicholas lék á sínum
tíma 450 leiki með Celtic og Arsen-
al meðal annars, skoraði 150 mörk
á ferlinum og var eitt sinn kjörinn
besti knattspyrnumaður Skotlands.
Á meðan gamla kempan Paul Mer-
son sagði Glen Johnson ekki pening-
anna virði fyrir Liverpool og annar
spekingur mikill, Chris Kamara, vildi
meina að Stewart Downing væri eng-
in reifarakaup fyrir Aston Villa var
Nicholas harður á því að Tevez væri
minnst auranna virði.
„Ég sé ekki hvað Tevez á að gera.
Ekki misskilja mig, hann er góður
leikmaður, en fyrir 25 milljónir, sé
ekki ekki öll mörkin sem hann á að
skila,“ sagði Nicholas en Tevez var
ekki iðinn við kolann í deildinni
á árunum sínum tveimur hjá
Manchester United. „Hann
er ekki heldur neitt sérstak-
ur í því að skapa mörk. Hann
er auðvitað mjög eljusamur,
hæfileikaríkur og með frábært
úthald en Tevez þarf að vera í
góðu og jöfnu liði til þess að geta
þrifist,“ bætti hann við og sagðist
algjörlega skilja ákvörðun sir Alex
Ferguson að láta hann fara.
„Ég get skilið að stuðninsmenn
elska hann en fyrir 25 milljónir punda
hefur sir Alex einfaldlega hugsað:
„Hvað er ég að fá fyrir peningana?“
og ég spyr einfaldlega sömu spurn-
ingar í þeim efnum,“ sagði Charlie
Nicholas. tomas@dv.is
Sparkspekingar á Englandi keppast nú við að hita upp fyrir tíma-
bilið þar í landi en besta deild heims, enska úrvalsdeildin, hefst
á laugardaginn. Manchester City er mikið á milli tannanna á
mönnum og kaupin þeirra. 25 milljóna punda kaup City á Carlos
Tevez eru margir sammála um að muni ekki borga sig.
Tevez ekki
auranna virði
25 milljónda punda maður Mark Hughes vonast
til að Tevez verði peninganna virði.
sir alex ferguson Vildi ekki kaupa
Tevez svo dýru verði.
mótorhjóla-
kappakstur
Fór illa með
Schu-
macher.
2 dálkar = 9,9 *10
Fyrir bústaðinn og heimilið