Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir betra líf á landsbyggðinni Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan flytur til Akureyrar um áramótin. Hann er kominn með nóg af borgarlífinu og ákvað að breyta til enda alinn upp úti á landi. Hann vonar að fjölskyldan snúi aftur harðmælt sem aldrei fyrr. Nær fjögur þúsund manns fluttu af höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina fyrstu sex mánuði ársins. fyrirgefið mér linmælið „Ég er kominn með nóg af Reykjavík og kannski er Reykjavík komin með nóg af mér. Mér finnst miklu betra að búa úti á landi en hef svo sem engar sérstakar væntingar um hvernig það verður. Mig langaði bara að breyta til í smá tíma,“ segir Kastljóssmaðurinn Helgi Seljan. Um áramótin leggur Helgi land undir fót og flytur til Akureyrar þar sem hann mun dvelja ásamt fjöl- skyldu sinni í eitt ár. Unnusta hans, Katrín Bessadóttir fjölmiðlakona, á ættir sínar að rekja til Akureyrar og sjálfur er Helgi Reyðfirðingur. Hann bjó á Austfjörðum þangað til hann hóf blaðamannaferil í borginni. Nú er kominn tími fyrir Helga til að snúa aftur á landsbyggðina og vinnur hann í því þessa dagana að finna íbúð fyrir sig, Katrínu og dóttur þeirra Indíönu. „Það er að mörgu leyti ódýrara að búa úti á landi og ég held að and- rúmsloftið sé öðruvísi gagnvart öllu þessu krepputali. Það er kannski lummulegt að segja það en það var ekki eins mikið góðæri úti á landi. Akureyri er líka mjög vinalegur stað- ur. Núna erum við að reyna að finna okkur íbúð þó mér sýnist þær ekki vera mikið ódýrari en hér í borginni.“ Þúsundir á faraldsfæti Á fyrri helmingi ársins fluttust 3.695 landsmenn flutt út á land frá höfuð- borgarsvæðinu, það er Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Flestir flytja í Reykjanesbæ, Árborg, Fjarða- byggð og Akureyri. Spilar krepp- an þar eflaust stórt hluverk þar sem húsnæðisverð og húsaleiga er marg- falt lægri úti á land en hér í borginni. Freistingarnar eru einnig færri í dreif- býli og lætur fólk sér nægja einföldu hlutina í lífinu eins og lesa má í við- tölunum hér á opnunni.. Ódýrast í Eyjum DV gerði úttekt fyrr á árinu um hvar væri best að búa á landinu. Þar kom í ljós að lægsta fermetraverðið á sér- býli væri í Vestmannaeyjum, eða 92 þúsund krónur á fermetra. Næst á eftir kom Skagafjörður með 110 þúsund krónur og síðan Akranes og Reykjanes með 164 þúsund krón- ur á fermetrann. Til viðmiðunar var fermetraverðið á Seltjarnarnesi rúm- ar 347 þúsund krónur og í Reykjavík rúmar 246 þúsund krónur á fermetr- ann. Þá sýndi úttektin að ódýrast væri að fara í sund úti á landi á Akranesi og Reykjanesbæ, ódýrara en alls staðar á höfuðborgarsvæðinu nema í Garða- bæ. DV spjallaði við nokkra sem hafa ákveðið að flytja út á land á síðustu mánuðum og sjá svo aldeilis ekki eft- ir því. Þeir eru sammála um að þar sé ódýrara að lifa og mun öruggara um- hverfi fyrir börnin. Húðflúr fyrir Akureyri? Helgi er svo sannarlega stoltur Aust- firðingur og lét húðflúra póstnúmer Reyðarfjarðar á sig. Hann ætlar hins vegar að sjá til hvort Akureyri fær þann heiður að fá sess á líkamspört- um hans. „Ég ætla að sjá til með tattúið. Þetta er nú bara ár. Ég fæ mér kannski tyggjótattú. En það kemur ekki til greina að ég tattúveri á mig póstnúm- erið í Reykjavík,“ segir Helgi og biður Akureyringa sérstakrar bónar áður en hann flytur í bæinn. „Ég vona að þeir fyrirgefi mér að vera ekki nógu harðmæltur til að byrja með. Ég ætla mér að bæta úr því. Nú er dóttirin líka byrjuð að tala og ég vil að hún verði með norðlenskan hreim. Það er svo töff að tala svona. Ég vona að við komum öll mjög harðmælt til baka til Reykjavíkur. Annars held ég að Akureyringar hafi fengið verri og betri sendingar en mig.“ liljA KAtrín gunnArSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Hvert flytja borgarbörnin? 1. Reykjanesbær - 579 manns 2. Akureyri - 389 manns 3. Sveitarfélagið Árborg - 224 manns 4. Fjarðabyggð - 180 manns 5. Akranes - 142 manns 6. Ísafjarðarbær - 111 manns 7. Vestmannaeyjar - 109 manns 8. Skagafjörður - 107 manns 9. Hveragerði - 100 manns 10. Grindavíkurbær - 97 manns „Það er kannski lummulegt að segja það en það var ekki eins mikið góðæri úti á landi.“ Halló, Akureyri! Helgi flytur norður um áramótin enda finnst honum miklu betra að búa úti á landi. mynd HEiðA HElgAdÓttir Betra á landsbyggðinni Helgi segir margt betra við lífið á landsbyggðinni en í borginni. mynd HEiðA HElgAdÓttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.