Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 36
Miðvikudagur 14. október 200936 norðurland LipoSan Náttúruleg íslensk vara, framleidd hjá sjávarlíftæknifyrirtækinu Prímex á Siglufirði -inniheldur Kítosan, trefjar sem binda fitu úr fæðunni -gott fyrir meltinguna -áhrifarík leið til þyngdarstjórnunar 20 % afsláttur í október Verð áður 4990 - Verð nú 3990- NutriLenk Þúsundir Íslendinga nota NutriLenk með góðum árangri við aumum og slitnum liðum. - inniheldur náttúrulegt kondróitín súlfat sem er mikilvægt byggingarefni brjóskvefs. - er unnið úr sérvöldum fiskibeinagrindum aðallega úr hárkarlsbeinum. 20% afsláttur 210 stk. verð áður 7.690.- verð nú 6.150.- 90 stk. verð áður 4.390.- verð nú 3.500.- Aðalgötu 34, 580 Siglufirði. Sími 467-2222 Fax 467-1905 OKTÓBERTILBOÐ - Eina einkarekna apótekið á Norðurlandi Hlíðarfjall er á meðal vinsælustu skíðasvæða landsins. Aðstaðan og tækifæri til að hafa opið breyttust til muna fyrir nokkrum árum þegar snjóframleiðslutæki voru tekin þar í gagnið og hefur gestafjöldinn aldrei verið jafn- mikill og síðasta vetur. Stefnt er að opnun Hlíðarfjalls seinni hluta nóvember. „Stemningin er góð í Hlíðarfjalli. Það kom smá snjór um daginn og hann er ennþá og við ætlum svo að byrja að framleiða snjó í næsta kuldakasti. Við þurfum svona tvö kuldaköst og stefnum að því að opna síðan seinni partinn í nóvem- ber,“ segir Guðmundur Karl Jóns- son, framkvæmdastjóri Skíðastaða í Hlíðarfjalli. Venjan er að Hlíðarfjall opni um það leyti en þó getur óvenju mikil snjókoma flýtt aðeins fyrir. Í fyrra til að mynda var opnað 1. nóvember. „Það var hægt af því að það snjóaði svo hressilega í lok október í fyrra,“ segir Guðmundur. Snjóframleiðslu- tæki hafa verið til taks í Hlíðarfjalli frá árinu 2005 og segir Guðmund- ur reynsluna af þeim virkilega góða. „Þau hafa tryggt okkur samfellda opnun út veturinn. Ef það kom hláka hér áður fyrr misstum við mikið af snjónum og gátum þurft að loka, en það hefur ekki gerst síðan við feng- um við tækin,“ segir Guðmundur. 160 opnunardagar metið Meðalfjöldi opnunardaga á ári í Hlíðarfjalli eftir að tækin góðu komu til sögunnar hefur verið hundrað og tuttugu á meðan þeir voru áður 75-80. Í fyrra voru dagarnir tæp- lega hundrað og fimmtíu. „Met- ið er hundrað og sextíu dagar árið 2006 eða 2007. Annars horfum við svo sem ekki til þess hversu mikið er opið heldur hversu góðir dagarnir eru,“ segir Guðmundur. Gestafjöld- inn í fyrra var hins vegar met þegar ríflega sjötíu þúsund manns mættu á svæðið en aðsóknin hefur farið stigvaxandi frá því sjóframleiðslan hófst. Spítali Sem varð fjallahótel Saga Hlíðarfjalls sem skíðasvæðis á upphaf sitt að rekja til þess þegar þar var opnað hótel árið 1956. „Þetta var mjög framúrstefnulegt hótel með um tuttugu herbergjum,“ segir Guð- mundur. „Þetta var ekta fjallahótel og tók tíma sinn að komast þang- að. Þetta var reyndar gamli spítalinn á Akureyri og átti að rífa hann þeg- ar nýi spítalinn var byggður. Hópur framsækinna manna ákvað hins veg- ar að taka húsið niður og flytja það hingað upp eftir. Það tók þá fjögur, fimm ár að að reisa húsið aftur. Svo voru settar upp toglyftur til að byrja með en fyrsta stólalyftan var sett hér upp árið 1967 sem var á meðal fyrstu skíðalyfta á Íslandi. Við horfum því á árið 1967 sem upphafsár Hlíðarfjalls metaðSókn í fyrra Hlíðarfjall Ófáir Íslendingar eiga ljúfar minningar frá Hlíðarfjalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.