Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 14. október 200922 norðurland Kristján Þórir Kristjánsson, eigandi veitingastaðarins Rub 23 á Akureyri, segir marga fúlsa við sushi í fyrstu en flestir kolfalli fyrir þessum ferska mat þegar þeir komist á bragðið. Kristján gefur hér lesendum auðvelda uppskrift að bleikjuforrétti fyrir fjóra. Bleikja tempura með asísku salati og unagi-sósu 300 gr bleikja Tempura mix (Hagkaup) Skerið bleikjuna í strimla og dýfið í tempuradeigið og djúpsteikið. Unagi-sósa 100 ml soyasósa 100 ml mirin 100 gr sykur Soðið saman í 5 mín. Asískt-salat Agúrka, radísur, wakame-þari, sultaður engifer, vorlaukur, sesamfræ, klettasalat. Skorið í fallega bita og dressað með soyasósu, sesamolíu og soyaolíu. „Það er klárlega sushi-æði í gangi,“ segir matreiðslumaðurinn Kristj- án Þórir Kristinsson en Kristján er eigandi sjávarréttastaðarins Rub 23 ásamt Einari Geirssyni en veitinga- staðurinn er í Listagilinu á Akur- eyri. Kristján Þórir getur ekki útskýrt óvæntar vinsældir sushi en er skilj- anlega ánægður með vinsældirnar. „Sushi er hollur, ferskur og góð- ur matur og það virðist vera tísku- bylgja í gangi. Er þetta bara ekki eins og allt ann- að og kemur og fer í bylgjum?“ Að sögn Kristjáns er veitingastaður- inn Rub23 eini sushi-staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur segir hann staðinn þann eina sem bjóði upp á sushi-pitsu. „Að mínu viti erum við þeir einu á landinu ef ekki í Evrópu sem framleiðum sushi- pitsu en pitsan er algjört sælgæti,“ segir Kristján sem vill lítið tjá sig um innihald pitsunnar enda um hern- arðarleyndarmál að ræða. Kristján viðurkennir að margir fúlsi við sushi í fyrstu en segir flesta verða yfir sig hrifna þegar þeir komist á bragðið. „Margir halda að þetta sterka sjáv- arbragð komi af ferska fiskinum en í rauninni er þetta af nori-blaðinu sem heldur utan um fiskinn en þetta blað er þurrk- aður þari sem kemur frá Japan. Meginmálið við sushi er að bjóða upp á ferskt hrá- efni og ég er hræddur um að þeir sem passi ekki upp á ferskleikann geti gleymt því að ætla að reka svona stað,“ seg- ir hann. Þrátt fyrir leyndardóma pitsunn- ar felst Kristján á að gefa lesend- um einfalda uppskrift að þessum bleikjurétti en um forrétt fyrir fjóra er að ræða. indiana@dv.is Algjört sushi-æði Kristján Þórir Kristjánsson og Einar Geirsson matreiðslumenn og eigendur Rub 23 á Akureyri Að sögn Kristjáns er veitingastaðurinn Rub23 eini sushi-staður-inn utan höfuðborgarsvæðisins. Mynd PEdRoMyndiR Bleikjuréttur Að hætti kristjáns „Að mínu viti erum við þeir einu á landinu ef ekki í Evrópu sem fram- leiðum sushi-pitsu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.