Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2009, Qupperneq 22
Miðvikudagur 14. október 200922 norðurland Kristján Þórir Kristjánsson, eigandi veitingastaðarins Rub 23 á Akureyri, segir marga fúlsa við sushi í fyrstu en flestir kolfalli fyrir þessum ferska mat þegar þeir komist á bragðið. Kristján gefur hér lesendum auðvelda uppskrift að bleikjuforrétti fyrir fjóra. Bleikja tempura með asísku salati og unagi-sósu 300 gr bleikja Tempura mix (Hagkaup) Skerið bleikjuna í strimla og dýfið í tempuradeigið og djúpsteikið. Unagi-sósa 100 ml soyasósa 100 ml mirin 100 gr sykur Soðið saman í 5 mín. Asískt-salat Agúrka, radísur, wakame-þari, sultaður engifer, vorlaukur, sesamfræ, klettasalat. Skorið í fallega bita og dressað með soyasósu, sesamolíu og soyaolíu. „Það er klárlega sushi-æði í gangi,“ segir matreiðslumaðurinn Kristj- án Þórir Kristinsson en Kristján er eigandi sjávarréttastaðarins Rub 23 ásamt Einari Geirssyni en veitinga- staðurinn er í Listagilinu á Akur- eyri. Kristján Þórir getur ekki útskýrt óvæntar vinsældir sushi en er skilj- anlega ánægður með vinsældirnar. „Sushi er hollur, ferskur og góð- ur matur og það virðist vera tísku- bylgja í gangi. Er þetta bara ekki eins og allt ann- að og kemur og fer í bylgjum?“ Að sögn Kristjáns er veitingastaður- inn Rub23 eini sushi-staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur segir hann staðinn þann eina sem bjóði upp á sushi-pitsu. „Að mínu viti erum við þeir einu á landinu ef ekki í Evrópu sem framleiðum sushi- pitsu en pitsan er algjört sælgæti,“ segir Kristján sem vill lítið tjá sig um innihald pitsunnar enda um hern- arðarleyndarmál að ræða. Kristján viðurkennir að margir fúlsi við sushi í fyrstu en segir flesta verða yfir sig hrifna þegar þeir komist á bragðið. „Margir halda að þetta sterka sjáv- arbragð komi af ferska fiskinum en í rauninni er þetta af nori-blaðinu sem heldur utan um fiskinn en þetta blað er þurrk- aður þari sem kemur frá Japan. Meginmálið við sushi er að bjóða upp á ferskt hrá- efni og ég er hræddur um að þeir sem passi ekki upp á ferskleikann geti gleymt því að ætla að reka svona stað,“ seg- ir hann. Þrátt fyrir leyndardóma pitsunn- ar felst Kristján á að gefa lesend- um einfalda uppskrift að þessum bleikjurétti en um forrétt fyrir fjóra er að ræða. indiana@dv.is Algjört sushi-æði Kristján Þórir Kristjánsson og Einar Geirsson matreiðslumenn og eigendur Rub 23 á Akureyri Að sögn Kristjáns er veitingastaðurinn Rub23 eini sushi-staður-inn utan höfuðborgarsvæðisins. Mynd PEdRoMyndiR Bleikjuréttur Að hætti kristjáns „Að mínu viti erum við þeir einu á landinu ef ekki í Evrópu sem fram- leiðum sushi-pitsu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.