Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Síða 16
Miðvikudagur 21. október 200916 HeiMili og rúM 7. Veggfóður er hægt að nota til að skreyta fleira en veggi, það er t.d. hægt að veggfóðra hillur, skáphurð- ir, kommóður eða hvaðeina (svona næstum því) sem ykkur dettur í hug! Þarna er búið að veggfóðra skáp- hurðir hverja með sínu veggfóðrinu sem kemur vel út því þau tóna vel saman. 8. Viltu vídd í vegginn? Þá er ekki svo mikið mál að taka „bút“ úr veggnum og mála hann í öðrum lit. Ef það er gert þar sem rúmið stendur virkar þetta nánast eins og risavaxinn rúmgafl. Önnur hugmynd er að taka aðeins dýpri en mun minni „bút“og búa til hillu sem fellur inn í vegginn. Þetta hentar sérstaklega vel ef herbergið er undir súð. 9. Til að nýta gólfpláss sem best í litlum barnaherbergjum er góð lausn að vera með hátt rúm svipað og þetta á myndinni því þá nýtist allt gólfplássið sem í boði er. Ef það er nógu hátt er hægt að vera með skrifborð og stól undir og búa til kósí „skrifstofustemningu“ en þá er nauðsynlegt að vera með góðan borðlampa. 10. Barnaherbergi ættu að vera örvandi en um leið róandi fyrir krakkakrílin; ekki viljum við að þau skrúfist upp þegar þau fara inn í herbergi eftir langan dag í leikskólanum eða skólanum. Litir eiga heima í barnaherbergjum en ekki gera þau of litrík, kúnstin er að velja rétta liti og litatóna saman, ekki mála heilu veggina neonskæra eða í mjög dökkum litum. Eldrauður, kóngablár eða kolsvartur litur á til dæmis ekki heima í herbergjum krílanna. Veljið frekar milda liti. 11. Ekki stútfylla herbergið af leik- föngum; „less is more“ þegar kemur að herbergjum barnanna. Ef það er að drukkna í dóti verða börnin bara rugluð í ríminu, finna ekkert og nenna síður að taka til. Hjá yngri börnum er ágætt að skipta dótinu í tvo eða þrjá dótakassa, (eftir því hvað þau eiga mikið dót), og hafa bara einn í herberginu í einu, skipta svo um dótakassa á mánaðarfresti. Þá fá þau síður leið á leikföngunum. 12. Geymið dótið í dótakössum sem hægt er að loka því þá er hægt að smella sessu ofan á lokið og búa til sæti í leiðinni; sparar pláss í litlum barnaherbergjum. 13. Athugið að það sé góð lýsing í herbergjum barnanna og þá er gott að vera með dimmer á ljósunum ef þau vilja hafa smáljós á næturnar, því mörg kríli eru hrædd við drauga! barnaherbergið 20 ráð fyrir Í Boði HúsA oG HÍBýLA Þegar líður á meðgönguna verður alltaf erfiðara og erfiðara að finna réttu stöðuna til að sofa í. Marg- ar óléttar konur verða andvaka ófá- ar næturnar, sérstaklega á seinasta þriðjungi meðgöngunnar, og stund- um virðist sem það sé ekki til sú svefnstelling í heiminum sem geti losað konurnar við pirring, verki og þreytu. Ýmislegt er hægt að gera til að gera næturnar þægilegri og þurfa margar konur að endurskoða svefn- stellingar sínar þar sem gömlu stell- ingarnar valda bara verkjum og van- líðan. Sofðu á hliðinni Besta svefnstellingin fyrir óléttar konur er að sofa á vinstri hliðinni með hnén örlítið beygð. Líka er gott að sofa á hægri hliðinni og er nauð- synlegt að hafa kodda á milli fót- leggjanna. Í þessari stellingu setur ófætt barn þitt ekki þrýsting á líffæri og æðar. Blóðflæði er þar með betra og næringarefni berast betur til fylgj- unnar. Þessi stelling er einnig talin draga úr vökvasöfnun og þar af leið- andi bjúgmyndun. Þá bætir stelling- in meltinguna og dregur úr líkum á gyllinæð. Á fyrri hluta meðgöngunn- ar reynist þessi stelling góð fyrir kon- ur sem eru mjög aumar í brjóstum og sífellt óglatt. notaðu makann Hliðarstellingin er líka góð ef þú ert þjáð af bak- verkjum og þá er gott að setja kodda líka undir kviðinn. Ef þú færð brjóst- sviða á næturnar er gott að hafa nóg af púðum við efri part líkamans til að liggja á. Heppilegt er að fjárfesta í brjóstagjafapúð- um strax á meðgöngunni þar sem það er mjög gott að sofa með þá. Svo nýt- ast þeir líka rækilega þegar barnið er fætt. Ef makinn þinn er ósáttur við allt þetta púðaflóð geturðu reynt að nýta þér hann með því til dæmis að hvíla annan fótlegginn uppi á hon- um í staðinn fyrir að hafa púðann á milli leggjanna. Seint á meðgöngunni finna margar kon- ur fyrir því að þær séu andstuttar og er þessi stelling mjög góð til að auðvelda svefn ef svo er. Fyrir þær konur sem ekki eru vanar að liggja á hliðinni er samt mælt með því að þær prófi það því það virkar. Það er samt sem áður ekki vænlegt að liggja í sömu stellingunni alla nóttina og gott að hreyfa sig aðeins úr stað. Ekki Sofa á bakinu Flestir sérfræðingar eru sammála um að óléttar konur eigi ekki að liggja á bakinu. Sú stelling getur valdið bakverkjum, erfiðleikum með andardrátt, meltingarörðugleikum, gyllinæð, lágum blóðþrýstingi og getur minnkað blóðflæðið til hjart- ans og barnsins. Konur ættu samt ekki að óttast það að snúa sér á bak- ið á næturnar ef þeim líður illa en þá er gott að velta sér á aðra hvora hliðina áður en þær festa aftur svefn. Þá er ekki ráðlagt að vanfærar kon- ur liggi á maganum á seinni hluta meðgöngunnar enda reynist það mjög óþægilegt eftir því sem kúlan stækkar. Allar óléttar konur sem glíma við svefnerfiðleika vegna grindar- verkja, gigtar, bakverkja og annarar vanlíðunar ættu að prófa snúnings- lökin svokölluðu. Þau hjálpa kon- um að sofa alla nóttina og hindra að þær vakni títt á næturnar til að snúa sér. Fást þau til dæmis í Móðurást og kosta 3.300 krónur. liljakatrin@dv.is Það eru varla til heiti yfir alla þá verki sem ólétt kona getur upplifað á meðgöngunni. Þessir verkir gera mörgum konum erfitt um vik að festa svefn og þjást margar af svefnleysi og vanlíðan vegna þessa. Það er samt margt hægt að gera til að auðvelda svefninn, lina þjáning- arnar og vakna endurnærð á morgnana. hin fullkomna Það er samt sem áður ekki vænlegt að liggja í sömu stellingunni alla nóttina og gott að hreyfa sig aðeins úr stað. stelling Undrastelling Í Bandaríkjunum kallast hliðarstellingin sos (sleep on side) og er það nafn með rentu þar sem hún bjargar mörgum konum frá svefnleysi og vanlíðan. Mynd Photos.coM nóg af púðum Í Fifa er úrval af brjóstagjafapúð- um og er verð á þeim frá 7.990 krónum upp í 15.900 krónur. Mynd FiFa.is „Gengið hefur nánast tvöfaldast og því væri eðlilegt að vöruverð myndi hækka í samanburði við það,“ seg- ir Eyjólfur Pálsson, forstjóri hús- gagnaverslunarinnar Epal. „Það hefur hins vegar ekki gert það hjá okkur. Við erum svo bráðheppin að hafa í 34 ár átt í farsælum við- skiptum við sömu birgjana sem hafa flestallir komið vel á móts við okkur meðan ástandið er svona,“ segir Eyjólfur en Epal hefur verið með sömu kennitöluna síðan fyrir- tækið var stofnað árið 1975. „Birgjarnir hafa margir hverjir gefið okkur vænan afslátt á meðan ástandið er svona slæmt og við sla- kað á álagningu á sama tíma,“ en Eyjólfur segir að með því hafi versl- uninni tekist að halda hækkunum í lágmarki hjá sér. Íslendingar hafa jafnan verið kallaðir heimsmeistar- ar í kennitöluflakki og það er sjald- gæft að fyrirtæki hérlendis sé með sömu kennitölu eftir öll þessi ár. „Við seljum því alveg þokkalega,“ heldur Eyjólfur áfram og bætir við, „Við erum bara bjartsýn.“ Epal hefur alltaf verið framar- lega hvað íslenska hönnun varðar og segir Eyjólfur það einnig skila sér í dag. „Það er mikil vakning í sambandi við alla íslenska hönn- un í dag sem er auðvitað bara frá- bært.“ Epal nýtur góðs af heiðarlegum viðskiptum: heilindi skila sér Eyjólfur Pálsson Mætir skilningi hjá erlendum birgjum eftir áralöng viðskipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.