Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Side 9
FRÉTTIR 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR 9
„Við finnum að það er rosalegur með-
byr með okkur og til marks um það hef-
ur áskrifendum fjölgað verulega síðan
nýir eigendur tóku við blaðinu,“ seg-
ir Bogi Örn Emilsson, framkvæmda-
stjóri DV. Bogi stóð vaktina í Smáralind
um helgina og kynnti DV fyrir vegfar-
endum, ásamt Reyni Traustasyni, rit-
stjóra DV, Lilju Skaftadóttur stjórnar-
formanni og blaðamönnum blaðsins.
Gestum og gangandi í Smáralind
gafst færi á því um helgina að hitta rit-
stjóra og aðra þá sem standa að baki
DV og DV.is í Smáralind. Gátu áhuga-
samir kynnt sér stefnu blaðsins, rætt
við aðstandendur blaðsins og keypt
áskrift.
Á miðvikudag var tilkynnt um nýja
eigendur DV og DV.is en miðlarnir
munu héðan í frá vera gefnir út und-
ir dreifðri eignaraðild. Þannig mynda
tæplega tuttugu manns hluthafahóp-
inn sem keypti blaðið og vefmiðilinn
af Birtíngi útgáfufélagi.
Bogi segir að áskrifendum hafi
fjölgað verulega að undanförnu en
ljóst sé að fleiri áskrifendur þurfi að
bætast í hópinn. „Við erum mjög þakk-
lát fyrir þann stuðning sem fólk er að
sýna okkur en það er ljóst að það við
þurfum að fjölga áskrifendum meira.
Fyrsta skrefið í því er að vera í Smára-
lindinni að hitta fólk og safna áskrif-
endum.“
Ritstjóri og forsvarsmenn DV stóðu vaktina í Smáralind:
Mikil fjölgun áskrifenda DV
Stjórnarformaður seldi áskriftir Lilja Skaftadóttir, stjórnarformaður DV ehf., seldi
áskriftir í Smáralind um helgina. Mikil fjölgun áskrifenda hefur orðið upp á síðkastið.
MYND REYNIR TRAUSTASON
AUÐMENN HRÆÐA
BLAÐAMENN
eignaverkefnum tengdum íslensku
útrásinni. Eiður telur að blaðamenn
DV hafi ekki rétt á að skyggnast inn í
einkalíf hans á þennan hátt.
Hræða blaðamenn
Svavar Halldórsson hefur sagt að til-
gangur auðmanna með málarekstri,
á borð við ofantaldar stefnur, sé að
hræða blaðamenn frá því að skrifa
um aðdraganda hrunsins. Þorbjörn
Broddason er sammála þeirri skýr-
ingu. „Þetta er ekki til annars en
að hrekja menn frá því að fjalla um
óþægileg mál. Þetta er til þess fall-
ið að hræða og til að ná sér niður á
mönnum. En aftur á móti gildir um
blaðamenn eins og alla aðra að vara-
samt er að segja meira en maður get-
ur staðið við, hvort sem auðmenn
eða aðrir eiga í hlut. Auðmenn vilja
ekki, líkt og allir aðrir, að æra þeirra
sé hrakin með lygum og ósannind-
um,“ segir Þorbjörn.
Óviðfelldin viðleitni
Hann segir þekkt fyrirbæri erlend-
is að fjársterkir einstaklingar hafi
þaggað niður í fjölmiðlum með
lögsóknum og hafi það verið einna
verst í Bretlandi. Fyrirbærið sé kom-
ið til Íslands. „Meginmarkmiðið
virðist vera að reyna að venja menn
af því að fjalla um eitthvað sem auð-
mönnunum líkar ekki. Þetta er ákaf-
lega óviðfelldin viðleitni af þeirra
hálfu til að þagga niður umræðu.
En það breytir því hins vegar ekki
að þessir menn, eins og allir aðrir,
eiga rétt á að bornar séu ekki upp á
þá lognar sakir. Og við fólkið hljót-
um að gera þá kröfu til fjölmiðla að
þeir sýni af sér ítrustu ábyrgð. Þetta
eru alveg stórkostlega alvarleg mál.
Það spillir umræðunni mjög mik-
ið ef menn fara offari. Við gerum þá
kröfu að blaðamenn fari ekki með
annað en það sem þeir hafa fengið
staðfest og síðan verða hinir svoköll-
uðu auðmenn bara að sætta sig við
það,“ segir Þorbjörn
Óréttlæti
Þorbjörn segir að mikið ójafnvægi
sé á milli auðmanna og óbreyttra
blaðamanna í slíkum málum. Auð-
velt sé fyrir þá efnuðu að greiða fyr-
ir lögfræðikostnað og annað um-
stang sem fylgir málarekstrinum.
Blaðamenn lendi hins vegar í mikl-
um fjárhagslegum vandræðum og
eyði miklum tíma samfara dóms-
meðferðinni. „Það er ólíku saman
að jafna að vera með stórrekstur og
ráða lögfræðing í vinnu fyrir sig og
að vera blaðamaður. Það þekkist
ekki að fólk úr alþýðustétt fari í mál
við fjölmiðla vegna þess að þeir hafi
sagt eitthvað um það. Og það segir
okkur mjög mikla sögu. Þarna ríkir
gróf mismunun. Á endanum þurfa
menn að hafa efni á því að leita rétt-
ar síns. Venjulegu fólki er það bók-
staflega um megn að fara í slík mál.
Það er ekki jafnrétti,“ segir hann.
Karl, Björgólfur, Magnús og Björgólfur Thor Krefjast einnar milljónar hver frá fréttamönnum vegna fréttar Stöðvar 2.
Þetta er ákaflega óviðfelldin við-
leitni af þeirra hálfu til
að þagga niður umræðu.
Pálmi stefnir Svavari Pálmi
Haraldsson vill fá 3 milljónir frá
Svavari Halldórssyni, fréttamanni
Ríkisútvarpsins. MYND KARL PETERSSON
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
2 dálkar = 9,9 *10
nýjar vörur
vorbæklingurinn
kominn
Opið: má-fö. 12-18
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
í bústaðinn - á heimilið
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -