Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Side 13
VIÐTAL 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR 13 en það getur ekki skýrt allt sem gerð- ist að mínu mati. Ég kom inn á þetta í máli mínu í Björgvin. Í skýrslum er lögð mjög mikil áhersla á að þetta hafi verið eftirlitsvandamál á Íslandi sem það var að hluta til. Ég held að lögð sé of mikil áhersla á þetta og fólk skilji ekki – eða vilji ekki skilja – hina áhættuna eða hin vandamálin. Þau snerta þá hrikalegu áhættu sem felst í millibankastarfsemi þegar bankar eru starfræktir í mismun- andi myntum og aðeins með lánveit- anda til þrautavara í eigin mynt. Það er líka hæpið að hægt sé að líta almenni- lega eftir bönkum, sem starfa víða um heim, einungis á grundvelli eftirlits heimalandsins. Auk þess var fleira gall- að, eins og innlánstryggingar. Það hefur verið tilhneiging erlendis að líta fram- hjá þessum þáttum vegna þess að þeir eru pólitískt erfiðir. Í evrópskum banka þarf að koma til sögunnar evrópskt eft- irlit. Evrópskar innlánstryggingar þurfa að vera til staðar. Boðskapurinn til banka sem starfa utan evrusvæðisins en innan Evrópska efnahagssvæðisins þarf svo að vera á þessa leið: Þið fáið ekki að gera það sama og bankar inn- an evrusvæðisins vegna þess að ykkar bankastarfsemi er miklu áhættusam- ari þegar hún fer fram í annarri mynt. Þetta er pólitískt erfitt fyrir Evrópukerf- ið og því hefur verið nokkuð einhliða áhersla á að eftirlitsþættinum sé um að kenna. Fylgst með Íslandi og skýrslunni Fólki finnst Ísland áhugavert á ann- an hátt einnig. Segja má að tveir skól- ar séu fyrir hendi í þessum efnum sem eiga rætur að rekja til hagfræðinnar. Annar þeirra leggur áherslu á kerfið og hönnunargalla. Til dæmis má þá líkja fjármálakreppu við viðfangsefni verk- fræðinga þegar þeir hanna brú. Brú getur verið rangt hönnuð. Það er til í dæminu að sent sé herfylki út á nýja brú. Nái göngutaktur hermannanna eigin tíðni byggingarefnis brúarinnar getur hún byrjað að sveiflast – eins og dæmi eru um – og jafnvel fallið sam- an. Enginn glæpur hefur verið fram- inn, en hönnunargalli olli hruni. Sumir vilja líta svona á málin og segja að það sé alltaf mikil áhætta í bankastarfsemi og hún verður meiri þegar eftirliti er áfátt og öryggisnetið er gisið, eins og innlánstryggingar eða lánatryggingar til þrautavara. Menn segja þá að kerfið hafi verið rangt hannað en enginn hafi beinlínis gert neitt rangt. Hinn skólinn leggur áherslu á hegð- un einstakra aðila í ferlinu og það að þeir brjóti reglur eða fari á svig við þær og gerist jafnvel sekir um lögbrot. Ég held að skýringin liggi þarna einhvers staðar á milli. Það sem er áhugavert við Ísland er að það er verið að rannsaka þenn- an lagalega og jafnvel siðferðilega þátt miklu meira en víða annars staðar. Það eru ekki sérstakir saksóknarar eða rannsóknarnefndir í sama mæli í ýms- um öðrum löndum líkt og hér. Ég held að það verði horft til þessa. Englar voru þeir ekki Er þetta ekki glíma við lítið klíkuþjóðfé- lag eins og til dæmis Carsten Valgreen, sérfræðingur hjá Danske Bank, hefur sagt í blaðagrein. Kunningjaþjóðfélag- ið geti verið gott en einnig slæmt að því leyti að það getur fært þjóðina inn á spor sem erfitt er að leiðrétta? Ég bíð eftir rannsóknarskýrslunni. Það getur verið að þetta skipti tölu- verðu máli og það skiptir örugglega einhverju máli. En það er alveg hugs- anlegt að íslenska bankakerfið hefði hrunið jafnvel þótt engin slík vanda- mál væru fyrir hendi. Það sem þurfti til þess að það hryndi var að kerfið væri með banvæna veikleika sem voru afar viðkvæmir fyrir þeim atburðum sem urðu á alþjóðamarkaði. Til þess varð það að vera svo stórt að íslenska ríkið gæti ekki komið til bjargar með eigið fé og í svo miklum mæli með efnahags- reikning og endurfjármögnunarþörf í erlendri mynt að Seðlabanki Íslands gæti ekki komið til bjargar sem lán- veitandi til þrautavara. Þarna voru að- stæður þar sem aðeins allra traust- ustu bankar gátu endurfjármagnað sig. Mjög margir bankar voru búnir að taka mikla áhættu og voru með of lítið laust fé, of lítið eigið fé. Þeir voru skyndilega í þröngum aðstæðum sem þeir gerðu ekki ráð fyrir þegar þeir tóku áhættu- samar ákvarðanir sínar. Þeir gerðu þau mistök að telja að góðar aðstæður yrðu að eilífu. Það er þannig hægt að hugsa sér að bankakerfi hrynji þótt all- ir í bankakerfinu séu algerir englar og mæti í messu á hverjum sunnudegi. Ég hef reyndar ekki þá trú að þannig hafi það verið hér á landi. Englar voru þeir líklega ekki. Glatað tækifæri 2006 Hefðir þú vísað til dæmis Kaupþingi út úr landinu á sínum tíma til að draga úr áhættu? Ég segi ekkert um það. En stóra tækifærið til þess að gera eitthvað í málinu var árið 2006. Menn klúðr- uðu því tækifæri. Þá skapaðist vantrú á íslenska fjármálakerfinu erlendis. Þá var verið að horfa á sömu hluti og urðu bönkunum síðar að falli, það er að segja gríðarlega stærð bankakerfis- ins og mikla fjármögnunarþörf þess í erlendri mynt. En því miður brugðust Íslendingar, bæði fjármálastofnanirn- ar og að hluta til yfirvöld, við gagnrýni þannig að þetta væri einhver misskiln- ingur í útlendingum. Síðan tókst að brjótast út úr þessari herkví – kannski því miður – meðal annars með því að fara í áróðursstríð. Það skilaði einhverj- um árangri en einnig breyttust aðstæð- ur. Þetta tengdist aukinni og tímabund- inni áhættufælni snemma árs 2006 sem síðar hjaðnaði. Þarna hefði verið hægt að taka kerfið niður og minnka það og draga úr áhættu. Það hefði ver- ið hægt að segja: Nú hættum við að þenja okkur út, reynum að flytja hluta starfseminnar til útlanda, greiða nið- ur skuldir og selja eitthvað af eignum. Draga með öðrum orðum úr áhætt- unni og þörfinni fyrir þessa miklu end- urfjármögnun. Það var svo sem tekið á ýmsum vanda, til dæmis varðandi krosseignatengslin og að skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun. Þannig var sótt meira í að fjármagna bankana með innlánum erlendis sem hjálpaði varð- andi erlenda lausafjárskortinn en það setti Ísland í afar erfiða stöðu þegar bankarnir hrundu. En þessar aðgerðir voru hvergi nægjanlegar eins og síðar kom í ljós. Snemma árs 2008 var þetta orðið of seint. Allir markaðir voru frosnir. Mjög erfitt var að selja eignir. Ef til vill hefði verið hægt að flytja eitthvað af starf- seminni út á þeim tímapunkti. Vænt- anlega var það líka orðið erfitt vegna þess að erlend eftirlitsyfirvöld hefðu þurft að samþykkja flutninginn. Þarna voru mönnum eiginlega allar bjargir bannaðar nema að reyna að fá stuðn- ing alþjóðasamfélagsins við að hjálpa til við þessa endurfjármögnun bank- anna og vinna tíma til þess að vinda ofan af kerfinu. Það var reynt. Ég get staðfest það að seðlabankastjórarnir voru eins og gráir kettir um allt til þess að reyna að gera gjaldeyrisskiptasamn- inga og annað því um líkt. Það var líka veitt heimild til að taka erlend lán en það gekk hins vegar ekki eftir nema í litlum mæli. Kannski hefðu menn átt að sækja þetta allt eitthvað fastar en það var sannarlega reynt. Ýmsum var þannig ljós hættan en þetta gekk ekki eins og allir vita. Banvæn mótsögn Er ekki krónan okkar mesta vandamál. Felst ekki mesta áhættan í að halda henni? Svarið við því er já og nei. Það hefði verið hægt að hafa annað regluverk og segja: Krónan leyfir það ekki að Seðla- bankinn gerist lánveitandi til þrauta- vara fyrir svo umfangsmikla alþjóðlega starfsemi bankanna. Hann yrði að fá hjálp til þess frá öðrum seðlabönkum. Með slíkum reglum hefðum við getað bannað bönkunum að þenjast út með aukinni hættu á lánsfjárkreppu þeirra í erlendri mynt. Sagt einfaldlega að slíkt væri óheimilt. Hér fengist aðeins leyfi til þess að reka banka sem þjóni inn- lendu atvinnulífi, heimilum og utan- ríkisviðskiptum með takmörkunum. Krónan sem slík býr ekki til banka- hrun. Það þarf meira til. Hún er kannk- si hluti af vandanum í þeirri merkingu að það var ekki hægt að þenja út ís- lenska bankakerfið svo sem gert var á grundvelli hennar. Fólk getur deilt um hvort hænan eða eggið komi á undan. Hefði átt að vera með aðra mynt eða öðruvísi bankakerfi? Ef ætlunin var að vera með bankakerfi eins og það varð í raun orðið hefði það helst þurft að vera inni á evrusvæðinu. Ef menn vildu hins vegar byggja á krónunni áttu þeir aldrei að leyfa þá þenslu bankakerf- isins sem raunin varð. Vandinn er að það hefði verið brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þannig að þetta var ekki einfalt. Þetta var vandinn. Þetta var hönn- unargalli í fjármálaregluverkinu sem líkja mætti við dæmið um brúna sem ég gat um áðan. Hönnunargalli þessi felst í því að bönkum í heima- landi leyfðist að starfa frjálst á öllu EES-svæðinu. Bankarnir voru frjáls- ir og evrópskir. En eftirlitskerfið var þjóðbundið. Innlánstryggingakerfið var þjóðbundið. Og seðlabankar utan evrusvæðisins voru sums staðar bak- hjarlar í lítilli mynt og þjóðbundnir. Í þessu fólst mótsögn sem var banvæn fyrir Íslendinga. Þetta er einn af stóru lærdómun- um af þessu hruni. Enn komum við að tveimur valkostum. Við getum farið inn á evrusvæðið eða verið með krón- una áfram en þá þurfa að mínu mati að vera meiri hömlur á fjármálastarfsem- inni en annars staðar. Þannig er þetta. Við erum að móta peningastefnu fyrir framtíðina og þar verða tveir valkostir. Annars vegar er hægt að ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evru. Það er þekkt ferli sem getur gengið ágæt- lega upp. Hinn kosturinn er að móta peningastefnu sem miðast við að við verðum fyrir utan og þá eru einhverjar hömlur á fjármálastarfsemi yfir landa- mærin hluti af þeim ramma. Sitjum eftir í uppsveiflu Hverju svarar þú ef starfssystkini þín í öðrum löndum spyrja þig hvort þú sért ánægður með framvindu samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og stöð- una í Icesave-samningunum? Ég er vitanlega ekkert ánægður með framvinduna. Samstarfið við AGS var sú leið sem var valin og í meginat- riðum var það að mínu mati rétt leið. Það er ekkert launungarmál að taf- irnar eru vegna þess að enn er ósam- ið um Icesave og það hefur komið illa við endurreisnarstarfið. Ég er ekki endilega að segja að við hefðum átt að leysa Icesave-deiluna fyrr hvað sem það kostaði; það er stjórnmálanna að ráða fram úr því hvort vert sé að leggja í fórnarkostnað sem fylgir að þeirra mati betri lausn. En ef við hefðum samið miklu fyrr og efnahagsáætlunin hefði gengið fram eins og upprunalega var ráðgert og gjaldeyrisforðinn væri meiri værum við að mínu mati að hefja það ferli nú að aflétta gjaldeyrishöftunum. Kannski hefðum við verið komin tölu- vert á leið með það. Það er ef til vill lán í óláni að tafirnar og gjaldeyrishöftin kostuðu okkur ekki eins mikið í fyrra og við mátti búast. Það var ýmislegt ann- að sem hamlaði einnig, til dæmis fjár- festingum. Núna er hins vegar kom- in talsverð alþjóðleg uppsveifla en við sitjum ennþá eftir. Núna er kostnað- urinn af höftunum orðinn töluverður. Að geta ekki með trúverðugum hætti endurfjármagnað erlend lán einkaað- ila og opinberra aðila og haft aðgang að mörkuðum til endurfjármögnunar og komið fjárfestingum af stað er nú farið að sverfa að okkur og valda tjóni. Vitanlega er ég ekki ánægður með þetta. Ég held að þetta hafi meiri áhrif á atvinnustigið nú en í fyrra. Ef tafirnar hefðu ekki orðið væri fjárfestingastig- ið orðið hærra og við værum auk þess búin að aflétta gjaldeyrishöftunum að einhverju leyti. Ef þetta ástand heldur áfram seinkar efnahagsbatanum enn meira en nú er útlit fyrir. Við værum farin að sjá landsframleiðsluna lyft- ast nú ef ekki hefðu orðið þessar tafir. Það eru því mikil gleðitíðindi að önn- ur endurskoðun efnahagsáætlunar- innar með AGS fer fram í þessari viku og þannig opnast aðgangur á ný að því erlenda lánsfjármagni sem við þurfum til að halda áfram endurreisninni. johann@dv.is „Menn horfðu á trén en ekki skóginn. Það vantaði heildstætt mat á áhættu í fjármálakerfinu. Það gleymdist að heildin er meira en summa einstakra parta.“ „Bankarnir voru frjálsir og evrópskir. En eftirlits- kerfið var þjóðbundið. Innlánstryggingakerfið var þjóðbundið. Og seðlabankar utan evrusvæðisins voru sums staðar bakhjarlar í lítilli mynt og þjóðbundnir. Í þessu fólst mótsögn sem var banvæn fyrir Íslendinga“ „VIÐ SITJUM ENNÞÁ EFTIR“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.