Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 FRÉTTIR Árétting Í grein í mánudagsblaðinu um aðstæður fanga í einangrun á Litla-Hrauni féll niður hluti nafns viðmælanda. Rætt var við Mar- gréti Frímannsdóttur, forstöðu- mann fangelsisins á Litla-Hrauni. Stal sólpalli Íbúi einn í Vestmannaeyjum vakn- aði við vondan draum um helgina þegar hann sá að búið var að fjar- lægja efni í sólpall sem stóð á lóð hans. Hann þurfti þó ekki að leita langt yfir skammt eftir pallaefninu því grunsemdir vöknuðu þegar hann sá það í garði nágrannans. Pallaefn- inu var komið í réttar hendur en ekki liggur fyrir hvort eigandi efnisins hafi kært nágrannann til lögreglu. Engar skýringar fylgdu á því hvers vegna nágranninn óheiðarlegi ákvað að taka pallaefnið. Ráðherra á rafbíl Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun í dag, miðvikudag, skipta út BMW X5-jeppa ráðuneytisins og fá afhentan nýjan rafbíl frá Mitsubishi og Heklu í tilraunaskyni. Ráðuneytið mun ekki kaupa bílinn heldur greiða fyrir afnotin. Það verður svo metið síðar meir hvernig jeppinn gagn- ast ráðuneytinu. Iðnaðarráðuneyt- ið á samt sem áður BMW-jeppann sem kostaði 7,1 milljón króna í ágúst 2006. Katrín útilokaði ekki í samtali við DV.is í gær að ráðuneytið myndi eiga þann bíl áfram. Ellert Sævarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Hauki Sigurðssyni að bana um síðustu helgi, hitti fórnarlamb sitt fyrir tilviljun. Fólk sem þekkir til Ellerts lýsir honum sem ágætis dreng sem hafi ekki virst vera í óreglu. Árið 2006 var maður dæmdur í fangelsi fyrir að skalla Ellert í andlitið. Talið er að Ellert Sævarsson sem grunaður er um að hafa orðið Hauki Sigurðssyni, 53 ára fjölskyldumanni í Sandgerði, að bana um helgina hafi hitt fórnarlamb sitt fyrir tilvilj- un þegar þeir voru báðir á heimleið hvor úr sínum gleðskapnum aðfara- nótt laugardags. Samkvæmt heimildum DV munu mennirnir hafa kastað kveðju hvor á annan þegar þeir mættust um nóttina á gangi í Eyjabyggð í Reykja- nesbæ, en heimildir DV herma að Ellert hafi þá snúið við og ráðist að manninum. Ekki er vitað til þess að mennirnir hafi þekkst eða að Ellert hafi átt eitthvað sökótt við Hauk. Tal- ið er að árásin hafi verið á misskiln- ingi byggð. Átök þeirra á milli end- uðu með því að hinn grunaði sló fórnarlambið í höfuðið með þungu barefli, því næst flúði hann af vett- vangi og skildi manninn eftir. Sofandi á heimili sínu Heimildir DV herma að blaðber- ar hafi komið að manninum fyrir utan utan íbúðarhús við Eyjabyggð snemma morguns. Lögregla var kölluð til og kom hún fljótt á vett- vang. Miklir áverkar voru á líkinu og þótti ljóst að dauða Hauks hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Nokkru síðar var Ellert handtek- inn á heimili sínu við Suðurvelli eft- ir að vitni í nágrenninu höfðu bent lögreglunni á að þau hefðu séð blóðugan mann á gangi skammt frá vettvangi glæpsins. Ellert mun hafa verið sofandi þegar lögreglan kom á heimili hans og handtók hann. Yfirheyrslur hafa staðið yfir síð- ustu daga, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað að hafa orðið mann- inum að bana. Lýst sem heiðarlegum Ellert er fæddur árið 1979 og er lýst sem einfara af fólki í Reykjanes- bæ. Viðmælandi DV, sem þekkir til hans, segir að sér hafi virst Ellert vera heiðarlegur maður. „Hann var ekkert öðruvísi en aðrir og er ágætis drengur, þannig séð.“ Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi til 17. maí en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu hafa Ellert og vitni í málinu verið yfirheyrð að undan- förnu. Að öðru leyti verst lögregla allra frétta af framgangi málsins vegna rannsóknarhagsmuna. Ellert hefur ekki hlotið dóma fyrir afbrot, svo vitað sé, en árið 2006 var karlmaður dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa ráð- ist á Ellert í heimahúsi í Keflavík á nýársnótt. Í dómnum kemur fram að hann hafi verið í veislu heima hjá foreldrum félaga síns. Slagsmál hafi brotist út og hann hafi reynt að stía mönnunum í sundur. Hann hafi farið með annan þeirra sem tók þátt í slagsmálunum afsíðis til þess að róa hann niður, en þá hafi hann skyndilega skallað Ellert eða slegið í andlitið með þeim afleið- ingum að fjórar framtennur hans brotnuðu auk þess sem hann skarst á neðri vör. Sá sem réðst á Ellert er margdæmdur glæpamaður. Fjölskylda Ellerts hefur ekki viljlað ræða við fjölmiðla og vísað á lögregluna og fjölskylda fórnar- lambsins hefur beðið fjölmiðla um frið. MANNDRÁP FYRIR MISSKILNING Vettvangur glæpsins HEIMILI ELLERTS HÉR FANNST HAUKUR LÁTINN VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Eyjabyggð Haukur fannst látinn nokkur hundruð metrum frá heimili Ellerts, sem býr við Suðurvelli. MYND GOOGLE MAPS Frá vettvangi Lögreglan lokaði götunni. Ellert býr steinsnar frá staðnum þar sem maðurinn fannst látinn. Hann var sofandi á heimili sínu þegar lögreglan handtók hann. Vinstri-græn hengja framboðsauglýsingar yfir listaverk: Ósáttir við auglýsingu Frambjóðendur vinstri-grænna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akur- eyri hafa hengt upp framboðsaug- lýsingar á vegg í bænum þar sem hingað til hafa verið sýnd listaverk. Listamenn á Akureyri eru ekki sátt- ir við það hvernig frambjóðendurn- ir nýta sér vegginn, sem ætlaður er listafólki, til að auglýsa framboð sitt. Veggurinn sem um ræðir er við Drottningarstíg í miðbæ Akureyrar. Hann ber nafnið Veggverk og hefur í nokkur ár verið opinn vettvangur fyrir listamenn til að koma á fram- færi list sinni. Ósáttur listunnandi frá Akureyri hafði samband við DV og sagði þetta algjörlega ólíðandi. Á sama tíma og verið væri að skera töluvert niður í listum væru frambjóðendur að nýta sér þessa aðstöðu listamanna í eigin þágu. Þetta sé nánast eina aðstaðan í bænum þar sem listamenn fái að sýna list sína. Hann taldi þetta sýna óvirðingu í garð listamanna á Akur- eyri og ekki vera frambjóðendunum til framdráttar. Listamenn í bænum eru að vonum ósáttir og hafa tjáð þá skoðun sína með því að skrifa á vegg- inn undir auglýsingunni: „Make art not politics“ eða eins og það er þýtt yfir á íslensku: „Búum til list ekki stjórnmál.“ Hallur Gunnarsson, umsjónar- maður Veggverks, segir ekkert óeðli- legt við það að stjórnmálaflokkar eða aðrir fái að kaupa auglýsingu á veggnum. Það hafi ekki verið neitt listaverk á veggnum í vetur og því hafi verið í lagi að nota vegginn undir auglýsingar. Gróðinn af auglýsingun- um fari meðal annars í að borga fyrir málningu til að mála yfir verk þegar nýtt verk komi á vegginn. viktoria@dv.is Auglýsingar yfir list Á myndinni sést hvar frambjóðendur fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri hafa hengt upp framboðsauglýsingu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.