Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 12. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 7 „Mér finnst þetta æðislegt,“ seg- ir Haukur Tómasson sjómaður sem undanfarin fimm ár hefur búið í hjól- hýsi úti á Granda. Þar líkar honum lífið vel og er frelsinu feginn. Hann er feginn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að eiga fasteign. Lengst af bjó Haukur á Patreks- firði þar sem hann stundaði sjóinn en það hefur hann gert í tæpa fjóra áratugi. Fyrir fimm árum flutti hann til höfuðborgarinnar og ákvað þeg- ar að koma sér fyrir á Grandanum í hjólhýsinu sínu. Þar hefur hann búið síðan og kann vel við. Hjólhýsið seg- ir hann bjóða upp á nóg pláss og öll helstu þægindi sem Haukur þarfn- ast. Aðspurður ætlar hann sér að búa í hjólhýsinu eins lengi og mögulegt er. Allt árið um kring „Ég er búinn að vera þarna í mörg ár, ein fimm ár. Ég vil ekki draga ein- hvern steinkofa á eftir mér og með þessu get ég farið þangað sem ég vil. Þetta er mjög sniðugt,“ segir Haukur. Síðastliðin fimm ár hefur Hauk- ur notið aðstoðar nágranna sinna í Stálsmiðjunni en hjá starfsmönn- um hennar kemst hann í rafmagn. Hann segir sambúðina af hinu góða fyrir báða aðila. „Ég er heppinn að komast þarna í rafmagn. Þetta eru góðir félagar mínir sem hjálpa mér með rafmagnið. Fyrir það er ég þeim þakklátur og beini viðskiptum til þeirra í staðinn,“ segir Haukur. Mælir með þessu Haukur býr í hjólhýsinu allt árið um kring og segir ekki væsa um sig þó kalt sé úti. Hann hvetur sem flesta til að losa sig við steinsteypuskuldir og skella sér á hjólhýsi. „Ég er með allt í þessu hjólhýsi, öll þægindi. Þannig er ég með sjónvarp og nægan hita til að geta sofið þarna allan veturinn. Það er fínn hiti. Ég er búinn að vera á sjó í nærri fjörutíu ár og hjólhýs- ið hentar sjómannslífinu mjög vel. Þarna bý ég nálægt skipinu og hef allt til alls,“ segir Haukur. „Það er bara mjög gott að búa svona og ég finn enga annmarka á því. Ég finn ekki fyrir nokkrum þrengslum, síður en svo. Mér finnst akkúrat ekkert að þessu og mæli hik- laust með því fyrir sem flesta að losa sig við steinkofana.“ Mér finnst akkúrat ekkert að þessu og mæli hiklaust með því fyrir sem flesta að losa sig við steinkofana. Sjómaðurinn Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsi á Grandanum síðastliðin fimm ár og líkar það vel. Þegar hann flutti í bæinn frá Patreksfirði ákvað hann að þetta væri best í stað þess að draga á eftir sér steinsteypu. Hauki líkar frelsið sem þessu fylgir og mælir með því að sem flestir búi í hjólhýsum. BÝR Í HJÓLHÝSI ÚTI Á GRANDA TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á Cadillac Haukur býr í hjólhýsinu allt árið um kring og um götur bæjarins ekur hann á þessum fallega Cadillac. Öll þægindi Í hjólhýsinu segist Haukur hafa öll þægindi sem hann þarfnast og þar ætlar hann sér að búa um ókomin ár. Eignir verði kyrrsettar Ragnar Önundarson viðskiptafræð- ingur segir að kyrrsetja þurfi eignir erlendra banka og kröfuhafa hér á landi. Telur Ragnar að Íslendingar eigi mögulega rétt á bótum vegna bankahrunsins og vill hann að lög- fróðir menn kanni grundvöll fyrir því að sækja skaðabætur. Þetta kom fram í grein sem Ragnar skrifaði í Morgunblaðið í gær. Rifjar Ragnar í þessu samhengi upp Enron-málið sem kom upp árið 2001. Í því máli samþykktu fjölmargar stórar fjár- málastofnanir að greiða skaðabætur vegna viðskipta sinna við félagið. Kannabis í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi síðdegis á mánudag. Við húsleit á áðurnefndum stað fund- ust tæplega 120 kannabisplöntur. Á sama stað var einnig lagt hald á 70 kannabisfræ og eitthvað af mari- júana. Húsráðandi, karl á fertugs- aldri, játaði aðild sína að málinu. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkni- efnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á fram- færi upplýsingum um fíkniefnamál. Íslenskir karlar næstelstir Íslenskir drengir geta við fæðingu vænst þess að verða tæplega átt- ræðir en stúlkur rúmlega 83 ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á undan- förnum árum hefur nokkuð dreg- ið saman með kynjunum en á sjöunda og áttunda áratug liðinn- ar aldar var um sex ára munur á meðalævilengd karla og kvenna. Nú er munurinn hins vegar kom- inn niður í 3,6 ár. Lífslíkur karla hafa batnað mik- ið á undanförnum árum en um aldamótin gátu drengir vænst þess að verða um 77 ára. Aðeins svissneskir drengir geta vænst þess að verða eldri en þeir ís- lensku. Reiðhjólaþjófur handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á þriðja tímanum í fyrrinótt kvenmann sem stolið hafði tveimur reiðhjólum. Það voru vegfarend- ur sem tilkynntu um grunsamleg- ar mannaferðir í garði við Básenda. Konan fannst svo á Sogaveginum og reyndist hún vera í annarlegu ástandi. Auk þess að stela tveim- ur reiðhjólum hafði hún brotist inn í bifreið og stolið því sem þar var að hafa, meðal annars slökkvitæki. Konan fékk að eyða því sem eftir lifði nætur í fangageymslum lögreglu. Sleppur við mörg útgjöld fasteignaeigenda: Sparar sér allt að tíu milljónir Með því að búa í hjólhýsi spar- ar Haukur Tómasson sér ýmsan kostnað sem eigendur íbúðar- húsnæðis þurfa að greiða. Má þar nefna afborganir af íbúðarlánum, hita, rafmagn, fasteignaskatt, lóð- arleigu, vatnsgjald, urðunargjald, sorphreinsunargjald og fráveitu- gjald. Ef Haukur myndi sem dæmi búa í 70 fermetra íbúð á Seltjarn- arnesi þyrfti hann að greiða um 120 þúsund krónur á mánuði af verðtryggðu íslensku íbúðarláni sem gerir um 1.400 þúsund krón- ur á ári. Miðað við fimm ár myndi hann því spara sér sjö milljón- ir króna í afborganir af íbúðar- láni. Rafmagn og hiti kostar að lágmarki fimm þúsund krónur á mánuði. Það er 60 þúsund krónur á ári sem gerir 300 þúsund krónur á fimm árum. Í fasteignaskatt, lóðaleigu, vatnsgjald, urðunargjald, sorp- hreinsunargjald og fráveitugjald þyrfti hann að borga um 100 þús- und krónur á ári. Það gerir 500 þús- und krónur yfir fimm ára tímabil. Talið er að viðhaldskostnað- ur fasteigna sé um tvö prósent af fasteignamati þeirra árlega. Mið- að við 20 milljóna króna íbúð gerir það um 400 þúsund krónur á ári. Á fimm árum gerir það tvær milljónir króna. Þegar allur þessi kostnaður er tekinn saman má áætla að Hauk- ur hafi sparað sér nærri tíu milljón- ir króna á fimm ára tímabili með því að búa í hjólhýsi í stað hefðbundins íbúðarhúsnæðis. as@dv.is Tíu milljónir Haukur sparar sér að minnsta kosti tíu milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.