Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2010, Blaðsíða 30
Eftir hrunið hefur margur Ís- lendingurinn verið duglegur að semja lög um hina og þessa útrásarvíkinga og aðra sem því tengjast. Nú hefur einhver mæt- ur maður soðið saman texta um Sigurð Einarsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við lagið Siggi var úti með ærnar í haga. Í þessum texta sem hefur farið eins og eldur í sinu um veraldar- vefinn þorir Siggi ekki heim að mæta sérstökum saksóknara. Siggi í London með fé sitt í haga, sem allt var falið á Tortóla þó. Smeykur um King’s Road var hann að vaga, vissi hann að Sérstakur dældirnar smó. Gagg, gagg, gagg segir Siggi hinn ljóti, Gagg, gagg, gagg segir Óli á móti. – Gráleitin græðgin hún dofnar í grjóti, aumingja Siggi hann þorir ekki heim. SIGGI ÞORIR EKKI HEIM „Þetta er bara í þetta eina skipti,“ segir Eg- ill Gillzenegger Einarsson, einnig kallað- ur Þykki, um endurkomu hljómsveitarinn- ar Mercedez Club í þrítugsafmæli hans á Players í kvöld. „Fólk myndi nú ekki hata ef þessi frábæra hljómsveit kæmi saman aftur en í dag er ég rithöfundur. Óreglan sem fylg- ir tónlistarbransanum er líka slæm fyrir lík- amsræktarferil minn svo ég held að það sé óhætt að segja að tónlistarferill minn sé bú- inn.“ Eurovision-aðdáendur muna vel eftir Mercedez Club sem sló eftirminnilega í gegn með laginu Hey, Hey, Hey, We Say Ho, Ho, Ho. „Mér finnst mjög líklegt að við munum taka þrjú lög en alls ekki meira. Þrátt fyrir allt uppklapp.“ Egill segir þó skarð fyrir skildi að hinn vöðvamikla og taktfasta Gasman muni vanta á sviðið. „Það verður 100% mæting fyr- ir utan Gasman. Hann er staddur í æfinga- búðum í Bretlandi og kemst því miður ekki.“ Egill leitar nú að mjög mössuðum stað- gengli og hefur Magnús Bess verið nefnd- ur til sögunnar. „Maggi er náttúrlega einn fremsti vaxtarræktarmaður heims og myndi svo sannarlega fylla það skarð. En ann- ars þyrfti ég svona fjóra til fimm venjulega massa gaura í staðinn fyrir Gas.“ Aðrir skemmtikraftar sem koma fram í af- mælsiveislu Egils eru Auddi og Sveppi, Erp- ur Eyvindarson, Ultra Mega Technobandið Stefán og margir fleiri. Auk þess munu einn til átta uppistandarar stíga á svið og er því lofað að útvarpsmaðurinn Þorkell Máni úr Harmageddon fari úr að ofan. asgeir@dv.is RITSTÖRFIN FRAM YFIR TÓNLISTINA MERCEDEZ CLUB SNÝR AFTUR FYRIR ÞRÍTUGSAFMÆLI GILLZ: Þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fer með hlutverk í stuttmyndinni Þrautseigja. Myndin var gerð af tveimur ungum strákum fyrir stuttmyndakeppnina Taka 2010. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að ungur drengur fer að vinna fyrir sér til þess að bæta tjón sem hann olli heima hjá sér. Hann og félagi hans fá vinnu hjá Sigmundi til þess að taka til á skrifstofu hans. Þeim félögum tekst hins vegar að eyðileggja frumrit Sigmars að nýrri stjórn- arskrá. Hægt er að sjá hvernig ósköpin enda á myndbanda- vefnum youtube.com 30 MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 FÓLKIÐ Við erum fyrst og fremst sorg-mædd yfir að hann sé farinn. Það eru held ég allir starfs-mennirnir á því að hann sé frábær fréttastjóri, og sennilega sá besti sem við höfum haft, alla vega fyrir mitt leyti,“ segir Gunnar Reynir Valþórsson, starfandi trúnaðarmað- ur fréttamanna á Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og kunnugt er sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson starfi sínu sem fréttastjóri þar lausu í gærmorg- un. Ástæðuna sagði hann vera þá að fréttastofan hefði þurft að leiðrétta og biðjast afsökunar í fyrrakvöld á frétt um meinta fjármagnsflutninga fjög- urra íslenskra athafnamanna sem send var út í fyrrasumar. Gunnar Reynir segir að þrátt fyrir að starfsmenn harmi uppsögn Ósk- ars virði þeir ákvörðun hans og rök í málinu. „Við skoruðum á hann að endurskoða þessa ákvörðun. En hon- um varð ekki haggað.“ Óskar tilkynnti samstarfsfólki sínu ákvörðun sína á fundi í gærmorgun. „Þetta var tilfinn- ingaþrunginn fundur,“ segir Gunnar og bætir við aðspurður að hjá sumum hafi sést tár á hvarmi. „Enda ekki skrít- ið, Óskar er frábær samstarfsmaður og frábær yfirmaður.“ Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tekur undir þessa lýsingu Gunnars. „Hann hefur líka tekið slaginn út á við og gert okkur kleift að vinna vinn- una okkar. Hann ber alltaf fullt traust til starfsmanna sinna sem er ótrúleg- ur kostur hjá yfirmönnum. Það er því ofboðslega sorglegt að missa hann.“ Helga bætir við að ákvörðun Óskars sé aðdáunarverð. „Hann axlar ábyrgð á frétt sem var röng. Þetta ættu kannski aðrir í samfélaginu að taka sér til fyr- irmyndar.“ Freyr Einarsson, ritstjóri Íslands í dag, mun gegna starfi Óskars tíma- bundið. Hann er ekki alls ókunnug- ur starfinu þar sem hann hefur sinnt ýmsum verkefnum Óskars þegar sá síðarnefndi hefur verið í fríi. Freyr býst ekki við að taka á nokkurn hátt annan kúrs í stjórnun fréttastofunnar frá því sem verið hefur undanfarin misseri. „Nei, enda hefur Óskar náttúrlega verið að gera frábæra hluti hérna,“ segir Freyr. „Áhorfið hefur aukist gríð- arlega eftir að hann tók við og hann mótaði nýja stefnu fyrir þessa frétta- stofu. Hann hefur líka sett saman sterkan hóp fréttamanna og ég held að það sé farsælast fyrir alla að gerðar séu sem minnstar breytingar á þeirri góðu vinnu sem hann hefur verið að vinna hérna.“ Spurður hvort Freyr hyggist sækj- ast eftir fastráðningu í starf frétta stjóra kveðst hann líta á þetta sem tíma- bundið verkefni. „Við Óskar höfum alltaf verið eins konar „team“, hann hefur meira unnið að daglegum verk- efnum en ég í stefnumálum til lengri tíma litið. Það er meira mitt að halda því áfram en vaktstjórar reka svo fréttatímana frá degi til dags. En Ósk- ar er einstakur maður og það er eng- inn að fara að vinna þessa vinnu með sama hætti og hann. Ég vona bara að það takist að finna manneskju sem getur með einhverjum hætti fylllt hans skarð.“ Gunnar Reynir kannast ekki við áhyggjur hjá starfsfólki fréttastofunn- ar af því hver verði ráðinn í starfið, til að mynda einhver sem sé eigendum 365, sem Stöð 2 heyrir undir, hand- genginn. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. En þetta eru stór spor til að ganga í. Það verður bara að koma í ljós hver verður fenginn til þess og við starfs- fólkið vonum það besta.“ kristjanh@dv.is FRÉTTASTJÓRASKIPTIN Á STÖÐ 2: SORGMÆDD VEGNAuppsagnar Óskars Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði í gær upp sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Vísis. Sorg ríkir á fréttastofunni vegna þessa. Starfandi fréttastjóri segist ekki ætla að taka annan kúrs en Óskar. Hann sé enda einstakur maður. Freyr Einarsson Verður fréttastjóri Stöðvar 2 fyrst um sinn eftir brotthvarf Óskars. Óskar Hrafn Þorvaldsson Tár sáust á hvarmi sumra starfsmanna eftir fundinn þar sem Óskar tilkynnti uppsögn sína. MYND GUNNAR GUNNARSSON STJÓRNARSKRÁ Í VASKINN Egill Einarsson Er rithöfundur í dag og má því ekki vera að því að sinna tónlistinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.